Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 8
8
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
Sviðsljós
Pavlos prins með unnustu sinni, Marie Chantel.
Pavlos prins
undirbýr
brúdkaup
Elsti sonur Konstantíns Grikkja-
konungs, Pavlos prins, gengur í það
heilaga í London í næsta mánuði.
Þó svo að faðir hans hafi veriö
flæmdur frá völdum 1967 verður
brúðkaupið þannig að konungi
sæmir.
Sú heittelskaða heitir Marie
Chantal Miller og er dóttir bresks
kaupsýslumanns sem hagnaðist á
fríhafnarverslun.
Breska konungsfjölskyldan verð-
ur viðstödd brúðkaupið auk kon-
ungsíjölskyldna Spánar og Dan-
merkur. Einnig kemur kóngafólk
frá Svíþjóð, Noregi, Belgíu, Lúxem-
borg, Liechtenstein og Ítalíu. Ekki
þykir ólíklegt að þetta verði fjöl-
mennasta samkunda konungbor-
inna í London síðan Elísabet Breta-
drottning gekk upp að altarinu með
Philip prins.
Móðursystir Pavlos mun halda
hádegisverðarboð um borð í
snekkju sinni Daneborg sem lagt
verður á Thamesánni. Fyrir brúð-
kaupið munu foreldrar brúöarinn-
ar halda veislu að Wrotham Park
þar sem stiginn verður dans. Eftir
kirkjuathöfnina verður gestum
boðið í garðveislu við Hampton
Court höll.
Ungu hjónaleysin hittust fyrir
þremur árum í veislu hjá sameigin-
legum vinum í New Orleans. Sæti
þeirra voru hliö við hlið og þau
dönsuðu saman allt kvöldið. Þetta
var sem sé ást við fyrstu sýn.
Merming________________________________________
Flogið með blás-
a ra kvi ntetti nu m
Nýlega gaf Chandos-fyrirtækið breska út geislaplötu með leik Blásarak-
vintetts Reykjavíkur þar sem þeir félagar leika franska blásaratónlist.
Tónlistin er eftir átta höfunda, sem nánast allir voru athafnamestir
fyrr á þessari öld.
Fyrst eru þrjú smáverk eftir Jacques Ibert. Eftir stuttan inngang blæs
Daði leikandi létta melódíu verksins á einkar dansandi veg, og brátt fylgja
félagar hans honum í dansinn. Eftir örstuttan hægan þátt kemur síðan
annar dans sem leiðir verkið til lykta. Það er nánast erfitt að ímynda sér
þessa músík betur leikna, svo frábærlega fara þeir félagar í Blásarakvint-
ettinum með hana. Næsta verk er eftir Jean Francaix, Kvintett nr. 1. Er
það geysivel skrifuð músík fyrir blásara, ýmist ljóðræn og hæg eða hröð
Tónlist
Áskell Másson
og áköf, en nánast alltaf flngerð og geysierfið í flutningi. Þetta er glæsileg
tónlist og flutningurinn á þessari plötu er meistaralegur.
Hugljúft verk eftir Darius Milhaud fylgir í kjölfarið og síðan tilbrigði
eftir Jean-Michel Damase þar sem fjölbreytt hljómsetningin nýtur sín til
fulls í flutningnum.
Pastroale eftir Gabriel Pieme byrjar á dæmigerðan hátt með köllum,
þar sem skiptast á óbó og flauta og Novelette Francis Paulenc er lítið lag
sem rennur ljúflega.
Sömu sögu verður að segja um Berceuse úr „Dollý“-svítu Gabriels Faure
sem flestir þekkja, svo og Le petit négre eftir Claude Debussy, sem rekur
lestina og þar með einnig endahnútinn á tónlist þessarar plötu.
Hér er á ferðinni geislaplata með einkar aðgengilegri franskri tónlist í
lýtalausum og á stundum snilldarflutningi Blásarakvintetts Reykjavíkur.
Hlustendur geta áhyggjulausir svifið á þöndum vængjum Pegasusar, eins
og lýruleikarinn gerir á myndinni franian á plötunni.
Matgæðingur vikuimar
Grillað
nautahakk
- og súrsaðir grænir tómatar
Guðný Anna Ríkharðsdóttir á Reyðarfirði er mat-
gæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún kveðst hafa
mest gaman af því að elda fiskrétti og grilla. Nauta-
hakksréttinn, sem hún býður upp á, fann hún í dönsku
blaöi en hefur breytt honum smám saman eftir hend-
inni.
„Súrsuðu tómatarnir eru uppskrift frá móður minni
og hafa verið mjög vinsælir. Þeir eru sérstaklega gott
meðlæti með lambasteik."
Grillað nautahakk
800 g nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 paprika
1 til 11/2 dl sojasósa
1 egg
3 msk. hveiti
1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar.
Laukurinn og paprikan eru söxuð og hvítlauksrifin
marin. Blandað saman við nautahakkið og hveiti, eggi
og sojasósu bætt út í. Kryddað með pipar. Látið standa
í kæli í eina klukkustund. Síðan eru búnar til kökur
eða bollur úr hakkblöndunni sem eru svo grillaðar.
Kökurnar eru penslaðar oft með hvítlauksolíu á með-
an verið er að grilla þær. Nauðsynlegt er að snúa þeim
oft. Bornar fram með góðu salati, bökuðum kartöflum
og hvítlauksbrauði.
Guðný segir vel hægt að nota það sem til er í ísskápn-
um í hakkið þannig að sveppir eða maiskorn geta til
dæmis komiö í stað paprikunnar.
Súrsaðirtómatar
1 kfló grænir tómatar
4 dl vatn
4 dl borðedik
Suðunni er hleypt upp á tómötunum sem verða að
vera grænir. Tómatarnir eru svo látnir standa í legin-
um til næsta dags.
Guðný Anna Ríkharðsdóttir.
DV-mynd Emil Thorarensen.
Sykurlögur
1 1/2 dl borðedik
1/2 dl vatn
750 g sykur
Þegar lögurinn sýður eru tómatarnir settir út í og
soðnir í um það bil tvær mínútur. Tómatarnir eru síð-
an færðir upp úr og lögurinn soðinn þar til hann
þykknar. Tómatarnir eru settir aftur í löginn og suðan
látin koma upp. Látið strax á krukku og lokað. Afar
ljúfféngt með lambasteik.
Guðný Anna skorar á Jónu Ragnarsdóttur vinkonu
sína á Reyðarfirði að vera næsti matgæðingur en hún
er snillingur í allri matargerð."
Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV.
Símanúmerið er 904-1700.
Hinhliðin
Eiginmaðurinn er
uppáhaldsleikarinn
- segir Margrét Vilhjálmsdóttir söngkona
„Þetta var merkileg og yndisleg
upplifun og mikill heiöur aö vera
fjallkonan," segir Margrét Vil-
hjálmsdóttir leikkona sem brá sér
í hlutverk fjallkonunnar 17. júní í
Reykjavík.
Margrét, sem útskrifaðist úr
Leiklistarskóla íslands í fyrravor,
hefur nýlokið æfingum í Línu lang-
sokk eftir Astrid Lindgren en þessa
dagana er hún að æfa í gaman-
leiknum Hamfórum eftir Ágúst
Guðmundsson kvikmyndaleik-
stjóra sem settur verður á svið í
Borgarleikhúsinu.
Fullt nafn: Margrét Sóley Vil-
hjálmsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 10. mars
1966.
Maki: Magnús Jónsson leikari.
Börn: Engin.
Bifreið: Toyota ’88.
Starf: Leikkona.
Laun: Ofsalega misjöfn.
Áhugamál: Ég hef áhuga á mörgu
en þessa stundina eru það fjallkon-
ur.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að vera uppi í sveit og helst
í sveitinni minni á Langanesi.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að strauja.
I—'rrntli------; in, iri;.„.-------------
Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona.
Uppáhaldsmatur: Folaldakjöt a la
Magnús Jónsson.
Uppáhaldsdrykkur: Kampavín og
vatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Sigrún Huld
Hrafnsdóttir.
Uppáhaldstímarit: Tímarit Bjarts
og frú Emilíu.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Pabbi.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Andvíg.
Hvaða persónu Iangar þig mest að
hitta? Núna langar mig mest að
hitta Astrid Lindgren.
Uppáhaldsleikari: Magnús Jóns-
son.
Uppáhaldsleikkona: Þær eru svo
margar. Það yrði of löng upptaln-
ing.
Uppáhaldssöngvari: Maddi svarti.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Simpsonfjölskyldan.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Simpson-
fjölskyldan.
Uppáhaldsmatsölustaður: Ind-
verski veitingastaöurinn á Hverfis-
götu.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Bókina sem ég ætla að skrifa.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Gamla góða gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Sá sem
les tilkynningar hverju sinni.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvárpsmaður: Jón
Ársæll.
Uppáhaldsskemmtistaður: Heimil-
ið mitt.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, að mörgu. Til
dæmis að kaupa mér strigaskó.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Langanes - Róm.