Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 23 Sviðsljós Islendingasamkoma í Mosgarði í Flórída Arma Bjamason, DV, Flórída: íslendingar í Flórída og vinir þeirra héldu upp á 17. júní í Mosgarði, und- urfallegu útivistarsvæði í nágrenni flugvallarins í Orlando. Veðrið var ákjósanlegt, ekki „nema“ 25 stiga hiti og smávegis andvari. Gestir voru rúmlega áttatiu talsins og fór sam- koman mjög vel fram. Gestirnir komu með veitingarnar með sér en íslendingafélagið Leifur Eiríksson seldi íslenskar pylsur frá Bæjarins bestu til ágóða fyrir ís- lenska þátttakendur í ólympíuleik- um fatlaðra sem fram fara í næsta mánuði í Bandaríkjunum. Efnt var til boðhlaups meðal yngstu gestanna og stjórnaði því fyrrverandi ólympíufari, sprett- hlauparinn Reynir Sigurðsson. Þá skemmtu krakkarnir sér við aðra íþróttaiðkun. Danshljómsveit mætti á staðinn, bandarískt tríó undir stjórn Bob Bruce, og kunnu gestir að meta ljúfa danstónlist. Meðal þeirra sem duglegastir eru að mæta á landamót eru hjónin Ragna og Jim Ellis frá Dunedin sem þarna eru með dóttur sinni. ______________________Menning Af velsku söngtrölli Honum hefur verið likt við ruðningsrisa, skógar- björn í kjólfötum, rokkarann Meat Loaf og franska leikarann Géard Depardieu, enda er hann tveir metrar á hæð, tvíbreiöur og með lokkana niður á herðar. Það fer því ekki fram hjá neinum þegar velski bassabarít- ónsöngvarinn, Bryn Terfel (framborið Tairvel), gengur um garða. En Terfel er ekki einasta stór um sig heldur tala tónlistargagnrýnendur nú í auknum mæli um hann sem eina af skærustu söngstjörnum samtímans. Amerískir gagnrýnendur kalla hann „Taffyrotti" en „taffy“ er gælunafn fyrir Walesmann. Frumraun Ter- fels við Metrópólitanóperuna í New York í fyrra var Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson forsíðufrétt í New York Times en þangað hafa tónlist- arfréttir ekki ratað síðan Horowitz hóf aftur að spila opinberlega fyrir tuttugu árum. Rykti Terfels er að mestu leyti byggt á frammistöðu hans í „aðeins" þremur óperum, Brúðkaupi Fígarós, Salóme eftir Strauss og Falstaíf eftir Verdi en hins vegar má segja að hann hafi verið alla ævina að búa sig undir þessi hlutverk. Hann er alinn upp í Wales, þar sem menn taka lagið við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, og við tungumál upp á sjö sérhljóða „sem gera allan söng opinn og lýrískan" eins og hann segir sjálfur í nýlegu viðtali. Terfel söng kontratenór fyrir mútur og var enn fremur fulltrúi Walesbúa í Cardiff- söngvakeppninni 1989 þar sem við íslendingar höfum einnig performerað. Það ár fór barítónsöngvari frá Síberíu, Dmitri Hvorostovsky, með sigur af hólmi en ferill hans hefur verið öllu skrykkjóttari en Terfels. Tempruö ákefö Af lýsingum að dæma nálgast Terfel hvert hlutverk af feiknarinnar ákefð og innlifun. Meðsöngvarar hans, einkum og sérílagi söngkonurnar, tala um útgeislun hans á sviði og þá lofsverðu tilhneigingu hans að taka ævinlega undir „meö“ öðrum, raddlega sem tilfinn- ingalega, í stað þess að vera stöðugt að syngja sóló í margmenni eins og hendir margan stórsöngvarann. Áheyrendum er hins vegar tíðrætt um hljómmikla og blæbrigðaríka rödd Terfels og ægivald hans yfir því instrúmenti. Helstu kostir Terfels, tempruð ákefðin, tilfmninga- Bryn Terfel næmið og raddfeguröin, njóta sín einnig í ljóöasöng. DG hefur nýlega sent frá sér geisladisk þar sem Ter- fel syngur nokkur frægustu lög Schuberts. Hér er sannarlega aö finna mótvægi við fágaöan bel canto söng Fishers-Dieskau og hins þýska „skóla“ því Terfel syngur Schubert af sömu ástríðu, innlifun og drama- tískum áherslum þess sem alinn er upp við velsk þjóð- lög, án þess að offra nokkru af inntaki skáldtextans: gæðir inntak hans raunar nýrri merkingu. Áherslu- breytingar og leikrænir taktar Terfels í sönglögum Schuberts hafa farið fyrir brjóstið á sumum hrein- stefnumönnum en svo mikil er sönggleöin að flestir, þar á meðal sá sem þetta skrifar, hafa hrifist með. Tónlistaráhugafólk þarf greinilega að fylgiast með við- gangi þessa velska trölls. An die Musik Beriihmte Schubert-Lieder. Bryn Terfel, barítón Malcolm Martlneau, píanó Deutsche Grammophon 445 294-2 Umboó á íslandi: SKÍFAN Tryggur hópur íslenskra kvenna i Orlando og nágrenni sem mætir alttaf i saumaklúbbinn. Frá vinstri Marta Kristjánsson, Guðfriöur Sigursteinsdóttir, Heiða Kristjánsdóttir og Sigriður Helgason ásamt Heiðu barnfóstru. DV-myndir A. Bj. Ms. Árnes Sjóstangaveiði og skemmtisigling með skemmtiferðaskipinu Árnesi kl. 15-18 í dag, laugardag. Skemmtileg fjölskylduferð. Allar veitingar um borð. Farið verður frá Ægisgarði. Upplýsingar og bókanir í símum 562-8000 og 893-6030. E. Yngvason, Ferjuleiðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.