Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Skák Ef árangur er mældur í Elo-stig- um og glæstum sigrum nemenda má Skákskóli íslands vel við una. Á þeim fimm árum sem skólinn hefur verið starfræktur hefur ekk- ert lát verið á sigurgöngu okkar yngstu skákmanna erlendis. Skemmst er að minnast heims- meistaratitils Helga Áss Grétars- sonar í fyrra og íslenskra ólympíu- meistara, undir 16 ára, sem allir eru nemendur við skólann. Svo virðist sem vel hafi tekist til með það hlutverk skólans að brúa bilið milh taflmennsku unglingsáranna og fræðilegrar kunnáttu. Olympíu- meistaramir ungu hafa t.d. allir mikla keppnisreynslu úr Taflfélagi Reykjavíkur en nokkuð hefur skort á dýpri þekkingu. íslensku stór- meistaramir, sem kennt hafa við skólann, hafa áreiðanlega getað gefið þeim holl og góð ráð. Stórmeistararnir annast kennslu við úrvalsdeildir skólans sem ætl- aðar eru efnilegustu unglingunum sem er boðin ókeypis skólavist. Skóhnn er jafnframt opinn öðru skákáhugafólki, piltum sem stúlk- um. Honum er ætlað að sinna skák- þyrstum á öllu landinu og hefur í því skyni staðið fyrir sérstökum námskeiðum fyrir efnhegustu unghnga landsbyggðarinnar, auk þess sem kennarar skólans hafa gert víðreist, teflt fjöltefli og haldið Heimsmeistaratitill Helga Áss Grétarssonar í fyrra er sláandi dæmi um gæði Skákskóla Islands. jaðarpeðunum í byrjun tafls þegar baráttan snýst um miðborðsreit- ina. Reynslan hefur sýnt að svartur þarf ekki svo mjög að óttast þetta afbrigði. Hins vegar gerir hann lík- lega best - eins og í skákinni - að eyða leik í að hefta framrás peðsins sem annars gæti angrað hann. 5.-h56. Bg5 c6 7. Rft b5 8. a3 a6 Til greina kemur 8. - Bg4, nú eða í næsta leik. 9. Dd2 Rbd7 10. e5!? Rh7? Óvirk staða riddarans. Betra er 10. - dxe5 11. dxe5 Rg4 með færum á báða bóga. 11. Bh6 0-6 12. g4! dxe5 13. 0-0-0! Hvítur vinnur dýrmætan tíma meðan svartur nælir sér í peð. Nú hefði svartur mátt skynja hættuna og leika 13. - Rhfó. 13. - hxg4 Fómarskák úr skólamóti fyrirlestra. Stórmeistararnir hafa einnig sótt skólana á höfuðborgar- svæðinu heim og teflt fjöltefli. Þá stendur nú yfir sumarnámskeið í Reykholti í Biskupstungum á veg- um skólans. Helgi Ólafsson stór- meistari er aðalkennari á nám- skeiðinu. Starfsemi skólans er margþætt og góð viðbót við öflugt unghnga- starf innan skákhreyfingarinnar. Þannig verða mörg íslensk ung- menni á faraldsfæti í sumar og munu reyna sig gegn jafnöldrum sínum frá öðrum löndum. Fimm íslendingar verða meðal þátttak- enda á Evrópumeistaramóti barna í Verdun í Frakklandi í næsta mán- uöi: Bragi Þorfmn§son, Hjalti Rún- ar Ómarsson, Gujón H. Valgarðs- son, Harpa Ingólfsdóttir og Ingi- björg Edda Birgisdóttir; sveit Breiðagerðisskóla heldur á Norð- urlandamótið í skólaskák í Bergen í lok ágúst: Davíð Kjartansson, Þór- ir Júhusson, Hlynur Hafliðason og bræðurnir Jóhannes og Einar Ágúst Árnasynir; sveit MH heldur til Gausdal í lok ágúst á Norður- landamót framhaldsskóla; trúlega munu 7-8 ungmenni frá Taílfélagi Reykjavíkur tefla á skákmótinu World Open í Phhadelphiu í lok mánaðarins og að sögn Braga Kristjánssonar, skólastjóra Skák- skóla íslands, standa vonir til að nemendur komist í árlega keppnis- ferð skólans th Gausdal. Árlegt meistaramót Skákskóla íslands, sem lauk í vikunni, var kærkomið tækifæri fyrir víkinga sumarsins að hita sig upp. Kepp- endur á mótinu voru 34 talsins og tefldu 9 umferðir með 90 mínútur 'th umhugsunar á fyrstu 35 leikina Umsjón Jón L. Árnason og síðan 30 mínútur til að ljúka taflinu. Úrsht urðu þessi: 1. Magnús Örn Úlfarsson, 8 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson, 7,5 v. 3. Bragi Þorfinnsson, 7 v. 4. -6. Björn Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson og Hlíðar Þór Hreinsson, 6 v. 7.-9. Sigurbjörn Bjömsson, Krist- ján Maack og Torfi Leósson, 5,5 v. Magnús Öm bætti um betur og sigi aði einnig á hraðskákmóti Skákskólans, fékk 11 v. af 14 mögu- legum og varð hálfum vinningi fyr- ir ofan Olaf B. Þórsson. í Sovétríkjunum sálugu voru unglingamót af þessu tagi jafnan í hávegum höfð, enda var þar skák- æskan saman komin og kjörið að festa auga á hetjum framtíðarinn- ar. Taflmennskan á þessum ungl- ingamótum er einnig þess eðlis að eftir henni er tekið - engin háh- velgja þar á ferð! Meistaramót Skákskóla íslands er þar engin undantekning. Sigur- vegarinn, Magnús Öm, sem er ný- orðinn 19 ára gamall, tefldi nokkrar hraustlegar fómarskákir, m.a. þessa hér, þar sem hann hreinlega veður áfram og eirir engu. Hvítt: Magnús örn Úlfarsson Svart: Sigurbjörn Björnsson Pirc-vörn. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be2 Bg7 5. h4 I skákskólanum er nemendum kennt að hefja ekki ótímabærar sóknaraðgerðir og að leika ekki 14. h5! gxf3 15. hxg6 fxg6 Ef 15. - fxe2 16. gxh7+ Kh8 (eða 16. - Kxh7 17. Bxg7+ Kxg7 18. Dg5 mát) 17. Bxg7 + Kxg7 18. h8 = D + ! Hxh819. Dg5 + og mát í næsta leik. 16. Bd3 Aðalhótunin er 16. Bxg7 Kxg7 17. Dh6+ og mát á g6 eða h7. í fyrstu er erfitt að trúa því að svartur fái ekki varist. Mér hefur þó ekki tek- ist að koma auga á nægilega trausta vöm. Svartur á að vísu riddara og tvö peð til góða en menn hans á drottningarvæng taka ekki þátt í baráttunni. 16. - Hf417. dxe5! Bxh618. Hxh6 Hg4 19. Bxg6 Rhffi 20. Bfó Hg7 21. e6 Dc7 22. Hdhl Rh7 23. Bxh7 + og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.