Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 32
40 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Merming Ólafur Árni Bjarnason og Nicola Rescigno voru hylltir vel og lengi i Háskólabíói að loknum stórkostlegum tónleikum. DV-mynd GVA Stórsigur! Sinfóníuhljómsveit íslands hélt óperutónleika í Háskólabíói sl. fimmtu- dag. Ólafur Ámi Bjarnason söng með hljómsveitinni ítalskar óperuaríur, en stjórnandí var Nicola Rescigno. Stjómandinn, Nicola Rescigno, á að baki litríkan og erilsaman feril og hefur hann mjög mikla reynslu á óperusviöinu, enda hefur hann unnið með mörgum mestu söngvumm samtímans. Nemandi hans, Ólafur Árni Bjarnason, hefur staðið sig vel og vakið mikla athygli að undanfórnu, hefur honum og enda verið sýndur margvíslegur sómi, nú síðast var honum m.a. boðið að halda einsöngstónleika á vegum Marilyn Horne stofnunarinnar í Stamford í Bandaríkjunum. Tónleikarnir hófust á forleiknum aö óperunni Cenerentola, eftir Ross- ini. Verkið er tilvaliö til að „hita upp“ fyrir tónleika af þessu tagi og var það leikið af ákafa af hljómsveitinni. Ölafur Ámi söng fyrst Questa o quella úr ópemnni Rigoletto eftir Verdi, en síðan Che gelida manina úr Tónlist Áskell Másson La Bohéme eftir Puccini. Rödd hans er stór og kraftmikil og einnig tær og mjög fallega hljómandi. Hún er áberandi vel uppbyggð, enda barst hún tiltölulega átakalítið vel um allan salinn, en það er erfitt í húsi eins og Háskólabíói. Báðar aríurnar voru sungnar af innlifun og yfirvegun og með fagurri áferð. Hljómsveitin lék síöan Intermezzo úr Manon Lescaut eftir Puccini og var millispilið leikið af þrunginni tilfinningu. Ólafur Arni söng þá resítatífið Tombe degli ave miei og aríuna Fra poco a me ricovero sem fylgir í kjölfarið og sýndi hann þar ágætt vald sitt á Ijóðrænu drama, sem og einnig í aríunni Recondita armonia úr Toscu eftir Puccini sem á eftir kom. Forleikurinn að lokaþætti La Traviata eftir Verdi var ágætlega leikinn en síðan komu þrjár aríur úr sömu óperu: Lunge da lei þar sem Ólafur skilaði löngum bogunum mjög fallega, De miei bolenti spiriti og 0 mio rimorso, sem var sungið með miklum tilþrifum. - Hljómsveitin lék nú forleikinn að Jónsmessunæturdraumi eftir Mend- elssohn, en hann er einkar viðkvæmur í flutningi. Þrátt fyrir háan aldur og einfaldar hreyfingar var greinilegt að Rescigno hafði miklu að miðla hljómsveitinni, enda var forleikurinn leikinn sérlega glæsilega. Tvær síðustu aríurnar sem Ólafur söng voru úr óperunni II Trovatore, Ah si ben mio og Di quella pira. Er ekki að orðlengja það að hann end- aði með miklum bravúr, enda risu áheyrendur allir sem einn úr sætum. Þessir tónleikar voru stórsigur fyrir Ólaf Árna Bjarnason og er honum óskað velfarnaðar í erfiðu áframhaldinu. FréttLr Sjálfstæðisflokkurlnn klofinn í Hafnarfirði: Kratarleita sérað samstarfsaðila „Ég hef marglýst því yfir að sam- starf við Jóhann kemur ekki til greina. Ég talaði við Ellert Borgar eftir helgina og bauö honum að vera meö okkur Valgerði. Hann hafnaði því ekki fyrr en núna að hann er kominn í viðræöur við kratana. Það segir sína sögu og þarf ekki frekari vitnanna við. Við Ellert Borgar höf- um starfað ágætlega saman gegnum árin og því hljóta þetta að vera von- brigði. Eg get ekki séð annað en að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú opinber- lega klofinn," segir Magnús Gunn- arsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viðræður um myndun meirihluta í Hafnarfirði fóru fram í gær að frumkvæði alþýðuflokksmanna og er búist við að myndun meirihluta ljúki í byrjun næstu viku. Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, gekk fyrstur á fund krata og vakti athygli að Ellert Borg- ar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórn- ar, tók þátt í viðræðunum með hon- um. Alþýðubandalagsmennirnir Magnús Jón Árnason og Lúðvík Geirsson gengu þá á fund krata og I síðust mættu Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs, og Valgerður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi. Samkvæmt heimildum DV munu kratar bíða með formlegar meiri- hlutaviðræður þar til eftir helgi. ( Unnið er að úttekt á fjárhagsstöðu bæjarins og eiga niðurstöður að hggja fyrir á mánudaginn. Um helg- ina ætla forystumenn Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði að funda um stöð- una og ræða vænlegasta kostinn til meirihlutasamstarfs. -GHS/kaa Viðræður um myndun meirihluta i Hafnarfirði fóru fram að frumkvæði alþýðuflokksmanna i gær. Athygli vakti að I Ellert Borgar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar, tók þátt í viðræðunum ásamt Jóhanni G. Bergþórssyni. Magnús Gunnarsson, oddviti flokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú opinberlega klofinn. DV-mynd Sveinn i Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 2. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Baughús 19, hluti, þingl. eig. Gunnar Smith og Edda Eiríksdóttir, gerðar- beiðendur Balco hf./AB byggingav., Byggingasj. ríkisins, húsbréfadeild, Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyris- sjóður verslunarmanna og tollstjórinn í Reykjavík, 28. júní 1995 kl. 10.00. Einholt 6, þingl. eig. Pólar hf., gerðar- beiðandi Almenna lögfræðistofan, 28. júní 1995 kl. 10.00. Gróðrarstöðin Lambhaga v/Vestur- landsveg, þingl. eig. Hafberg Þórisson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Glomma Papp A/S og Stofalánadeild landbúnaðarins, 28. júní 1995 kl. 10.00. Hjaltabakki 30, 2. hæð t.h., þingl. eig. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir, gerðar- beiðandi Bílaskipti hf., 28. júní 1995 kl, 10.00. Hrafahólar 6, 2. hæð A + bflskúr nr. 19, þingl. eig. Þór Mýrdal, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins, 28. júní 1995 kl. 10.00.____________________ Hraunbær 22, 1. hæð t.v. + geymsla nr. 1 og herb. nr. I í kj. þingl. eig. Signý Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsj. ríkisins, húsbrd., 28. júní 1995 kl. 10.00.____________________ Laufengi 142, hluti, þingl. eig. Elín- borg Christ Argabrite, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður verkamanna og tollstjórinn í Reykjavík, 28. júní 1995 kl. 10.00._________________________ Laugavegur 163, 1. hæð m.m., þingl. eig. Austurborg hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reýkjavík, 28. júní 1995 kl. 10.00.____________________ Skúlagata 54, efsta hæð í vesturenda, þingl. eig. Hilmar Hólmgeirsson og Súsanna Kristín Heiðarsdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 28. júni 1995 kl. 10.00.___________ Stíflusel 4, hluti í íbúð á 1. hæð merkt 1-2, þingl. eig. Högni Jóhannsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 28. júní 1995 kl. 10.00. Æsufell 2,1. hæð merkt D, þingl. eig. Ragnhildur ísleifsdóttir og Olafur Viðar fagjaldsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyris- sjóður Sóknar, Lífeyrissjóður mat- reiðslumanna og Lífeyrissjóður sjó- manna, 28. júní 1995 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Berjarimi 28, 1. hæð t.h., þingl. eig. Efaaco hf., gerðarbeiðendur Nives Waltersdóttir og Rafgeisli hf., 29. júní 1995 kl. 17.00. Bíldshöfði 18, 034)34)2, þingl. eig. Síð- umúli hf., gerðarbeiðendur Gjald- hein.tan í Reykjavík, Gjaldskil sf. og Lífeyrissjóður Austurlands, 29. júní 1995 kl. 13.30. Bíldshöfði 18, 50% hl. 030202, þingl. eig. Síðumúli hf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyris- sjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, 29. júní' 1995 kl. 14.00.___________________ Dalsel 6, jarðhæð 0002, þingl. eig. Amdís Theodórs, gerðarbeiðandi Sig. Valdimarsson, 29. júní 1995 kl. 16.00. Háaleitisbraut 101, íbúð á 4. hæð t.h. + bílskúr, þingl. eig. Egill Kr. EgiLs- son, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 28. júní 1995 kl. 15.00. Kambsvegur 6, hluti, þingl. eig. Sigríð- ur Thorstensen, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 29. júní 1995 kl. 15.30. Logafold 28, þingl. eig. Kristín Reynis- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Gjaldheimtan , í Reykjavík og Verðbréfamarkaður ís- landsbanka, 29. júní 1995 kl. 16.30. Vesturbrún 26, þingl. eig. Nýja versl- unarfélagið M, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissj. Dagsbrúnar og Framsóknar og Versl- unarlánasjóður, 29. júní 1995 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.