Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 56
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: S63 2777 KL. 6-8 LAUGAttDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Beinin í Straumsvík: Reyndustvera frá 16. öld - Þjóðminjasafn varðveitir Rannsókn er lokið á mannabeinum sem fundust í Straumsvík í maíbyrj- un. Fyrstu niðurstöður hafa leitt í ljós að beinin séu frá 16. öld. „Það er ljóst að rannsókn málsins af hálfu RLR er lokið þar sem beinin tengjast ekki óleystum sakamálum úr samtímanum," sagði Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn hjá RLR. Þegar beinin fundust var svokölluð ID-nefnd, sem aetlað er að bera kennsl á líkamsleifar, kölluð saman en í henni sitja réttarlæknar og rann- sóknarlögreglumenn. Að hennar frumkvæði var ákveðið aö senda beinin utan til Danmerkur til aldurs- greiningarrannsóknar. Niðurstaða hennar er sú að beinin séu frá því fyrir 1600. Samkvæmt upplýsingum DV verða beinin send Þjóðminjasafni íslands til varðveislu. -np Lovejoymálið: Björk sýknuð Björk var sýknuð fyrir dómi í Bret- landi í gær af ásökunum um stuld á höfundarrétti og kröfum vegna þess. Hér var um að ræða verk eftir laga- höfundinn Simon Lovejoy á Debut- plötu Bjarkar. Lovejoy hélt því fram að Björk hefði stolið hluta af verkum hans í laginu Crying. Sir Robin Jacob dómari sagði við dómsuppkvaðninguna í gær að þegar lög verði mjög vinsæl verði alltaf til- hneiging hjá öörum höfundum að eigna sér þau. Samkvæmt fréttaskeytum sagði Björk fyrir dómi að hún hefði í raun notað Lovejoy sem eins konar einka- ritara við að vinna eigin hugmyndir við lagasmíðar. Fékk net í skrúfuna Björgunarbátur Slysavarnafélags- ins fór í gær til aðstoðar við trillu sem hafði fengið net í skrúfuna skammt undan Engey. Kafari fór með og los- aðinetiðúrskrúfunni. -pp Varðundirhálfs tonnsfiskikari Maður marðist á tá og hæl þegar 500 kíló fiskikar féll á hann. Maður- inn var að vinna að uppskipun rækju í Eskifjarðarhöfn þegar óhappið átti sérstaö. -nn Ætlaði að borga en var þá stungið í steininn „Ég fór niður á lögreglustöð og ætlaði að greiða inn á sekt. Ég sagði lögreglumanninum það. Hann svaraði bara: „Nei, þér verður stungiö í steininn ef öll sektin verð- ur ekki greidd upp. Síðan var ákveðið að ég færi inn í fangaklefa. Ég sagðist ekki fara inn fyrr en ég hefði skilað bílnum sem ég var á og hafði fengið lánaðan hjá Bifreið- um og landbúnaöarvélum. „Það kemur okkur ekkert við,“ sagði lögreglan," sagði Sindri Sigurgeirs- son, 19 ára, sem var stungíð í tanga-' klefa á lögreglustööinni viö Hverf- isgötu í gær þrátt fyrir að hafa ætlað að greiða inn á sekt sem hann skuldaði. Honum var ekki sleppt út fyrr en Gunnar Guðmundsson, múrari og vinnuveitandi hans, samþykkti að koma og greiða 115 þúsund krónur. Sindri fékk dóm í september, 150 þúsund króna sekt vegna ákeyrslu og gáleysisaksturs. í gær höfðú 35 þúsund krónur veriö greiddar af sektinni. í byrjun maí gerði hann greiðslusamning um mánaðar- greiðslur 9. hvers mánaöar fram í ágúst en þá yrðu 108 þúsund króna eftirstöðvar og málið þá „skoðað". Sindri greiddi 9. mai en ekki 9. júni og var hann því kominn fram yfir umsaminn tíma og ætlaði að greiða júnígreiðsluna í gær. „Svo fór ég að tala við manninn og fékk að hringja til Gunnars vinnuveitanda míns eftir miklar fortölur við lögreglumanninn. Ég náði ekki sambandi vð hann en lagði inn skilaboð á símsvarann hans. Ég var kominn inn í fanga- klefa þegar Gunnar fékk skilaboð- in. Hann kom svo niður eftir og varð að greiða alla skuldina upp. Það var illa komið fram við okkur þama,“ sagði Sindri. Gunnar sagðist í samtali við DV ekki skilja harkaleg vimiubrögð lögreglunnar, sérstaklega í Ijósi þess að Sindri væri námsmaður - lögreglan ætti aö frekar að beita sér þar sem meiri þörf væri á henni. Þröstur Eyvinds lögreglufulltrúi sagði í samtali við DV að dómur hefði gengið í september í máli Sindra sem heföi kveðiö á um 25 daga vararefsingu, 19 daga fang- elsi. Þann 8. desember hefði ekkert gerst í máli Sindra og honum hefði Gunnar Guómundsson, vinnuveitandi Sindra, tíi vinstri, skrifar ávísun tyrir allri sektinni tii að fá piltinn leystan úr haldi. Þröstur Eyvinds lögreglufulltrúi er tll hægri. Sindri Sígurgeirsson, nýkominn úr fangaklefanum eftir að vinnuvelt- andi hans kom og bjargaði honum út með þvi að leggja fram 115 þúsund krónur fyrir ailri sekiinni sem hann skutdaði. DV-myndir Sveinn ítrekað verið sent áskomnarbréf. 2. maí hefði slðan verið gerður við hann greiðslusamningur, greitt heíði verið í maí en júnígreiðslan komin langt fram yfir gjalddaga. Þröstur sagði að iögreglan reyndi að hafa skilning á erfiðum högum námsmanna, sérstaklega ef ljóst væri að „greiðsluvilji" væri fyrir hendi. -Ótt LOKI Alltaf þægilegir í pólitíinu! Veðrið á sunnudag ogmánudag: Hlýjast á Austurlandi Á sunnudag og mánudag má búast við suðvestanátt um allt land. Skúrir verða sunnan- og vestanlands en bjartviðri á Norð- ur- og Austurlandi. Alskýjað verður á suðvesturhorninu. Hit- inn verður mestur á Austurlandi, 18 stig, á meðan hitinn verður minnstur á Snæfellsnesi og Vest- fjörðum, 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 61 CESZZ31DÍB ffl -Brook H (rompton t RAFMÓTORAR Powbew SuAurtandsbraut 10. S. 686490.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.