Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Page 8
8
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995
Vísnaþáttur
Skarða-
Gísli
Gísli Gíslason, nefndur Skarða-
Gísli, fæddist þann 13. október 1797
í Skörðum. Ólst piltur upp þar með
foreldrum sínum og síðan með
móður og stjúpföður. Bjó Gísli í
Skörðum 1820-53, á Geirastöðum
1853-55 og á Auðnum 1855-56. Gísli
var gáfumaður og skáld ágætt.
Þannig lýsir Guðmundur Friðjóns-
son á Sandi honum. „Hann var
meðalmaöur á vöxt og fjörmaður
hinn mesti, svartur á hár og hærð-
ur mjög, hárið hrokkið og féll í
lokkum niður á herðar. Hann var
málsnjall maður, grimmur í rödd
og hristi lokkana þegar hann
mælti. Hann var fremur langleitur
í andliti, skarpleitur og andlitið
drengilegt, ennið hátt og augu afar-
hvöss. Hann var iðjumaður og
bjargaðist vel, nokkuð drykkfelld-
ur, bókamaður hinn mesti og mjög
vel að sér í fornmálinu og bók-
menntum þess.“ Yngsti sonur Gísla
með fyrri konu hans var Amgrím-
ur málari Gíslason. Gísli mun hafa
dáiö árið 1859.
Eitthvert sinn atyrti Jakob
Johnsen, kaupmaður á Húsavík,
konu sína og Gísli kvað þá vísu
lebáj \
Ég hefi hlýtt á yöar tal
ei með sinni gljúpu;
oft hef eg gráan vitað val
vega að hvítri rjúpu.
Þegar Eiölnismaöurinn Tómas
Sæmundsson dó kvað Gísli:
Landið hló með dýja dans,
döfnuðu frjóvar náðir,
er Fjölnir dó og faðir hans
fari þeir ó-vel báðir.
Gísla mun hafa líkað verst stefna
Fjölnis í stafsetningarmálum. En
ekki mun Sunnanpósturinn þá
hafa átt greiðari leið að Gísla. Eitt
sinn fékk hann Póstinn að láni og
skilaði honum aftur með þessum
vísum:
Pósturinn hefur starflð strangt,
stendst ei sálarhorinn;
getur ekki gengið langt
sem gemlingur á vorin.
Gísli var maður ölkær og einkum
í kaupstað. Eitt sinn kom hann út
á Húsavík og keypti eða þáði
brennivínsstaup og renndi því niö-
ur í einu. Johnsen kaupmaður var
þar nærstaddur og hafði á orði að
aðferð þessi væri svolaleg. Kvað
þá Gísli:
Hálsinn skola mér er mál,
mín því hol er kverkin.
Ég mun þola þessa skál;
það eru svolamerkin.
Gísli tók eitt sinn fram hjá og
kvað þá strákur nokkur um hann
rætna vísu. Gísli svaraöi á þessa
leið:
Þú ert að snapa eftir óð;
ætli ég tapi krafti
þó að hrapi leirug ljóð
úr lygnum gapa kjafti?
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Sagnir herma að maður færi um í
Skörðum eitt sinn að næturþeli og
ritaði vísu um Gísla á kamarvegg.
Þegar Gísli leit verksummerki
kvað hann:
Á hann bæn ég litla legg
og læt hana vera netta:
Krossfestur á kamarvegg
kauðinn sé fyrir þetta.
Orð fánýtis yrkja hlýt
óðs í flýtis-smiðju:
Ó að krítin yrði að skít
í helvíti miðju.
Er maður einn flutti, sem Gísla
miður geðjaðist, kvað hann:
Burtu hrókur flæmdist flár,
forláts tók á bænum;
þó að klókur þerrði brár
það voru krókódíla tár.
Banalega Gísla var löng og þann-
ig kvaddi hann veröldina:
Voða blandin lífs er leið;
loðir standið rýrðar;
Hroðin andar skal nú skeið,
skoða landið dýrðar.
Antik-
og teppauppboð
þriðjudaginn 5. sept. kl. 20.30
Uppboðshlutirnir sýndir að Faxafeni 5
í dag og á morgun, sunnudag kl. 12-18,
mánudaginn 4. sept. kl. 10-18 og
þriðjudaginn 5. sept. kl. 10-16.
BORG
clntik
Faxafeni 5 - sími 562 4248
Matgæðingur vikunnar dv
Heitreykturvillilax
- og hörpuskelfiskur í appelsínusósu
Heitreyktur villilax
1000-1200 g laxaflök (sjóbirtingur
eða árbleikja)
1 bolli volgt vatn
1-2 msk. púðursykur
1-2 msk. sítrónusafi
1-2 msk. dill
rósapipar
Hickory-spænir
Hickory-spænir eru lagðir í bleyti
yfir nótt. Fiskflökin eru skorin í 3-4
sm sneiðar og hver sneið síðan
skorin í miðju inn að roði og síðan
brotin saman þannig að fiðrildi
myndast. Púðursykri, dilli og. sítr-
ónusafa er hrært út í vatnið. Göt-
óttur álbakki penslaður og fiski-
fiðrildin lögð þvert á rákirnar. Þau
síðan pensluð rækUega með blönd-
unni og heilum rósapipar stráð yf-
ir. Votir spænirnir eru lagðir á ál-
pappírssneið sem er lögð ofan á
kolin í heitt grillið. Þegar farið er
vel að rjúka þá er bakkinn með
fiskinum settur á og grillinu lokað.
Fiskurinn vaktaður og þegar hann
er orðinn ljós í gegn þá er hann
borinn fram með tortellini og neð-
angreindri sósu.
Þar eð reykjarbragðið er mjúkt
þá fmnst mér best að hafa mjúkar
sósur með, kalda að sumri og heita
að vetrinum. Köld sósa: hræra
saman muldum gráðosti og nokkr-
um dropum af Tabascosósu út í dós
af 10 prósent sýrðum rjóma.
Sigurður skorar á Ingunni Bene-
diktsdóttur húsfreyju, glerlista-
konu og jógakennara á Seltjarnar-
nesi að vera næsti matgæðingur.
Hmhliðin
Langar mest að
hitta Björk
- segir Þórdís Arthursdóttir, ferðamálafulltrúi Akraness
hitta? Björk Guðmundsdóttur og
fylgjast meö henni einn dag.
Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur-
jónsson.
Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep.
Uppáhaldssöngvari: Diddú.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ekki
fundið neinn enn þá.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Andrésína.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og
stundum veður (fer eftir spánni).
Uppáhaldsmatsölustaður: „Græna
sósan“ í París.
Hvaða bók langar þig mest til að
lesa? Óútkomna bók eftir Guörúnu
Eiríksdóttur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Það fer eftir hvað mig langar
að hlusta á.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Þor-
steinn G. Gunnarsson.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Ég horfi mjög lítið á
sjónvarp og geri því ekki upp á
milli stöðva.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigrún
Stefánsdóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá: „Je
Old Trip to Jerusalem, 800 ára krá
í Nottingham í Bretlandi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: IA.
Stefnir þú að einhverju sérstöku i
framtíðinni? Að hafa meiri tíma til
að spila golf,
Hvað gerðir þú í sumarfríinu: Ég
ætlaði mér að spila meira golf en
lítið varð um frítíma í sumar.
Daníel Ólafeson, DV, Akranesi:
Þórdís Arthursdóttir, ferðamála-
fulltrúi Akraneskaupstaðar, sýnir
á sér hina hhðina að þessu sinni.
Síðan Þórdís tók við starfl ferða-
málafulltrúa hefur ferðamönnum
fjölgað ár hvert á Akranesi og mik-
il uppbygging átt sér stað í ferða-
þjónustu. En hvað er á döfinni í
ferðamálum á Akranesi?
„Á undanfornum árum hefur
verið unnið að grunnþáttum ferða-
þjónustunnar, svo sem gistiað-
stöðu, afþreyingu, kynningarmál-
um og fleiru. Nú er komið að næsta
skrefi, það er að segja að ákveða
hvaða þætti við viljum leggja meg-
ináherslu á í framtíðinni og vinna
síðan að settum markmiðum," seg-
ir Þórdís.
Fullt nafn: Þórdís G. Arthursdóttir.
Fæðingardagur og ár: 29. mars
1953.
Maki: Hannes Þorsteinsson, golf-
vallarhönnuður og líffræðingur.
Börn: Þorsteinn og Bjarni Þór.
Bifreið: Daihatsu Charade árgerð
1988 (veitir mér vissa öryggis-
kennd).
Starf: Ferðamálafulltrúi Akraness.
Laun: Tímakaupið er ekki hátt.
Áhugamál: Ferðamál, ferðalög, golf
og góður matur.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
Þórdís Arthursdóttir.
DV-mynd Sigurður Sverrisson
gera? Að vinna með skemmtilegu
og jákvæðu fólki.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að þurfa að fást við óáreiðan-
legt fólk sem reyndar kemur ekki
oft fyrir.
Uppáhaldsmatur: Villibráð.
Uppáhaldsdrykkur: Bleksterkt
kafti.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Birgir Leifur Haf-
þórsson golfari.
Uppáhaldstímarit: Það sem ég er
að lesa hverju sinni. Nú er það
„Dansk Turisme".
Hver er fallegasti maðurinn sem þú
hefur séð? Ég sá einn fyrir 22 árum.
Ertu andvíg eða hlynnt ríkisstjórn-
inni? Pass.
Hvaða persónu langar þig mest að
„Það er að jafnaði gott að eiga
vini. Allavega þangað til þeir ætlast
til að skrifað sé niður það sem gert
er oftast af fingrum fram (eða
bragðlaukum). Ég hefi bæði gaman
af því að elda og eta góðan mat,
sérstaklega með góðu fólki. Og þar
eð vinir mínir eru að jafnaði mestu
átvögl reikna ég ríflega í matinn.
Af fiski svona 200-250 g/mann og
kéti beinlausu 250-300 g/mann. Ríf-
legheitin gera einnig þaö að verk-
um að unnt er að snyrta hráefnið
rækilega ef með þarf,“ segir Sigurð-
ur Árnason læknir.
Hann gefur hér uppskrift aö
hörpuskelfiski í appelsínusósu og
couscous í forrétt og heitreyktum
villilaxi með tortellini í aðalrétt.
Sigurður segir skammtinn ætlaðan
fjórum gráðugum eða sex mat-
grönnum. „Lykilatriði er að
smakka oft meðan á matargerð
stendur. Eigin bragðlaukar, sjón
og nef eru mikilvægustu eld-
húsgræjurnar.
Hörpuskelfiskur
í appelsínusósu
200-300 g frystur hörpuskelfiskur
2 til 3 msk. olía
1 hvítlauksrif
1/2-1 tsk. masala (tandori)
1/3 tsk. malaður kerfill eða
1 msk. Pastis (anísbrennivín)
appelsínuþykkni
rjómi
salt
hvítur pipar
Setjið frosinn skelfiskinn í sáldur
og hellið yfir hann sjóðandi vatni
í 10 sekúndur. Hreinsið fiskinn ef
með þarf þannig að hann sé allur
jafn þéttur og veljið fiskinn þannig
að vöðvarnir séu nokkurn veginn
jafnstórir. Snarphitið 2 til 3 msk.
af olíu í þykkri pönnu og skerið
hvítlauksrifið í smábita og brúnið
í olíunni. Minnkið hitann á plöt-
unni um helming og hrærið með
trésleif masala og kerfli út í. Þegar
feitin er orðin rauðbrún er fiskur-
inn settur út í, velt og brúnaður
skamma stund (ekki sjóð’ann!).
Fiskurinn er síðan tíndur upp af
pönnunni og settur í skál. Nokkr-
um matskeiðum af appelsínu-
þykkni bætt út í og síðan rjóman-
um. Blandað vel þar til tekur að
smásjóða. Fiskinum er svo bætt út
í og þegar hann er orðinn vel heitur
í gegn er rétturinn tilbúinn. Borið
fram með cous-cous sem fæst í öll-
um alvörubúðum og á pakkanum
sést hvernig það er eldað.