Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Patricia Cornwell: The Body Farm. 2. Celeb Carr: The Alienist. 3. Carol Shields: The Stone Diaries. 4. Barbara Taylor Bradford; Everything to Gaín. 5. Stephen King: Insomnia. 8. Tom Clancy: Debt of Honor. 7. Nora Roberts: Born in lce. 8. John Grisham: The Chamber. 9. Jude Deveraux: Remembrance. 10. Chatherine Coulter: The Nightingale Legacy. 11. John T. Lescroart: The 13th Juror. 12. Peter Benchley: White Shark. 13. Frederick Forsyth: The Fist of God. 14. Lynne Reid Banks: The Indian in the Cupboard. 15. Mary Higgins Clark: Remember Me. Rit almenns eðlis: 1. Richard Preston: The Hot Zone. 2. J. Lovell 8t J. Kluger: Apollo 13. 3. Mary Pipher: Revtvíng Ophelia. 4. B.J. Eadie 8t C. Taylor: Embraced by the Light. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Hope Edelman: Motherless Daughters. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Thomas Moore: Soul Mates. 9. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 10. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 11. Delany, Delany 8t Hearth: Having Our Say. 12. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 13. Nichoias Dawidoff: The Catcher Was a Spy. 14. Laurence Leamer: The Kennedy Women. 15. A. Toffler & H. Toffler: Creating a New Civilization. (Byggt á New Vork Timas Book Review) Grass ærir gagnrýnendur Þýski rithöfundurinn Giinter Grass er löngu vanur slagsmálum um bókmenntir og stjórnmál. Aldrei hefur hann þó lent í öðrum eins hamagangi og að undanfornu. Flestir þýskir gagnrýnendur hafa sameinast gegn honum af einstæðu offorsi. Tilefni þessarar tilraunar gagnrýn- enda til að taka skáldsagnahöfund- inn Grass af lífi er ný skáldsaga, Ein weiters Feld, sem gengur gegn við- teknum viðhorfum á þýskri sögu síð- ustu árá. Sagan hefur verið auglýst af útgef- andanum sem skáldsaga aldarinnar í Þýskalandi og selst eins og heitar lummur þótt gagnrýnendur hakki bókina í sig. Fyrsta upplagiö, 100 þúsund eintök, hvarf í hvelli, önnur prentun, 50 þúsund eintök, er komin í bókaverslanir og sú þriðja, líka 50 þúsund, er í undirbúningi. Sló í gegn 1959 Herferðin gegn nýju skáldsögunni hófst reyndar áður en bókin kom formlega út. Það var hið kunna þýska tímarit, Der Spiegel, sem reið á vaðiö. Á forsíðu tímaritsins birtist afar umdeild, sviösett mynd þar sem bókmenntapáfi Þýskalands, Marcel Reich-Ranicki, er að rífa bókina í tvennt. Á innsíðum lýsti hann skáld- söguna gjörsamlega misheppnaða. Ýmsir aðrir gagnrýnendur hafa látiö svipuð ummæli falla. Súddeutsche Zeitung er eiginlega eina stórblaðið sem hefur hælt sögunni og jafnað henni við Doktor Faustus, eitt af stórverkum Thomasar Mann. Gunter Grass, sem nú er 67 ára, hefur um árabil verið í hópi áhrifa- mestu og umdeildustu rithöfunda Giinter Grass Ein weítes Feid Umsjón Elías Snæland Jónsson Þýskalands. Hann fæddist árið 1927 í Danzig (Gdansk í Póllandi), gegndi herþjónustu undir lok síðari heims- styrjaldarinnar í þýska hernum, bjó svo í París og víðar eftir stríðið og stundaði ritstörf: orti ljóð og samdi leikrit, ritgerðir og sögur. Það var fyrst með útgáfu skáldsög- unnar Die Blechtrommel árið 1959 að hann varð þekktur bæði í heima- landi sínu og víða um heim. Síðan hefur Grass samiö íjölmargar skáld- sögur og tekið um leið mjög virkan þátt í stjórnmálum sem vinstrisinn- aður og gagnrýninn jafnaöarmaður. Hefur hann af þeim sökum lengi ver- ið umdeildur í heimalandi sínu. Nýlenda Vestur-Þjóðverja? Nýja skáldsagan segir frá Theo Wuttke, austurþýskum sendisveini sem gerist starfsmaður Treuhand- stofnunarinnar sem fékk þaö verk- efni eftir fall Berlínarmúrsins árið 1990 að koma austurþýsku ríkisfyrir- tækjunum í hendur einkaaðila. Fall múrsins og þar með kommún- ismans í austurhluta Þýskalands og sameining landsins er þannig þunga- miðja frásagnarinnar. Grass telur að Vestur-Þjóðverjar hafi innlimað Austur-Þýskaland í ríki sitt eins og hveria aðra nýlendu og farið hrak- smánarlega meö austurþýsku íbú- ana. Hann setur þessa meðferð í sam- hengi við þýska sögu, svo sem sam- einingu Þýskalands á síðustu öld og innlimun Austurríkis á nasistatím- anum. Þessi afstaða fellur ekki í kramið hjá þýskum gagnrýnendum né pólitíkusum. Stendur Grass þessa aöför af sér? Því er vandsvarað nú. En eftir árás- ina heiftarlegu í Der Spiegel rifjaðist upp að Reich-Ranicki skrifaði annan ritdóm fyrir 36 árum þar sem hann hakkaði í sig nýja skáldsögu og taldi hana lítils virði. Hann vill vafalaust gleyma þeim ritdómi nú því þar gerði hann lítið úr einni merkustu skáld- sögu eftirstríðsáranna í Þýskalandi. Jú, einmitt, Die Blechtrommel eftir Grass. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Debt of Honour. 2. Anais Nin: A Model. 3. Oscar Wilde: The Happy Prince. 4. Italo Calvino: Ten Italian Folk Tales. 5. Patricia D. Cornwell: The Body Farm. 6. Graham Greene: Under the Garden. 7. Anton Chekhov: The Black Monk. 18. Patricia Highsmith: Little Tales of Misogyny. 9. Maeve Binchy: The Glass Lake. 10. Danielle Steel: Accident. Rlt almenns eðlis: 1. Vírginia Woolf: Killing theAngel inthe House. 2. Etizabeth David: l'll Be with You in the Squeezing of a Lemon. 3. Marcus Aurelius: Meditations. 4. Albert Camus: Summer. 5. Sigmund Freud: Five Lectures on Psycho-Analysis. 6. James Herriot: Seven Yorkshire Tales. 7. Kahlil Gibran: Prophet, Madman, Wanderer. 8. Paul Theroux: Down the Yangtze. 9. Camille Pagila: Sex and Violence, or Nature and Art. 10. Spike Milligan: Gunner Milligan 954024. (Byggt á The Sunday Timas) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Joanna Trollope: Den spanske elsker. 3. Lise Norgaard: Kun en pige. 4. Jostein Gaarder: Sofies verden. 5. Bao Ninh: Krigens sorg. 6. Ib Michael: Vanilíepigen. 7. Guneli Gun: Pá vejen til Bagdad. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Næringarfræðingar ræða jámþörf mannskepnunnar: Of mikið jám getur líka verið hættulegt Neysluvenjur geta orsakað of mikið járn í líkama mannanna. Hávaðinn útilokaður Vísindamenn við háskólann í Southampton hafa fundiö aðferð til aö eyða hávaða úr stereogræj- um. Uppgötvun þeírra gæti bjarg- aö þúsundum manna sem ekki verður svefnsamt vegna tónlist- arflutnings nágrannanna. Tækið sem bresku visinda- mennimir bjuggu til er á stærð við lítinn geislaspilara. Það nem- ur óhljóðin sem koma úr græjum grannans og spilar þau aftur og sendir til fööurhúsanna. Við það eyðast þau. Vísindamennirnír vonast til að hægt verði að setja hávaðaban- ann á markað fyrir jólin 1997. Langminnsta pumpan Þýskir vísindamenn i Munchen hafa búið til minnstu pumpu í heimi. Hún er sjö millímetrar á hæð og breidd, búin til úr silíkoni og getur dælt 14 míkrólítrum af vökva á sekúndu. Pumpa þessi getur komiö að ýmsu gagni og hún vekur vonir um að einhvern tíma verði hægt að búa til gembris fyrir sykur- sjúka sem gefur frá sér fyrirfram ákveð magn insúlíns. Sjúklingar mundu þá losna viö að sprauta sig og insúlíngjöfin yrði jafnari og því betri fyrir efnaskiptakerf- ið. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Járnskortur er mikið og vel þekkt heilsuvandamál en andstæða hans, of mikið magn járns, vekur ekki jafn mikla athygli. Vísindamenn hafa þó uppgötvað í seinni tíð að of mikið af járni getur haft í for með sér alvar- lega kvilla. Vandinn er bara sá að er ekki með vissu vitað hversu mikið járn mannskepnan þarf. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráð- stefnu sem haldin var í Stokkhólmi nýlega þar sem margir fremstu nær- ingarfræðingar heimsins komu sam- an og kynntu niðurstöður rannsókna sinna. Margar rannsóknir tóku fyrir áhrifin af völdum umframjárns. Það hefur til dæmis sýnt sig að erfðaefni geta orðið fyrir skaða og að frumur líkamans geta tapað hæfninni til að vernda sig gegn eituráhrifum og áhrifum geislavirkni. Þá eykst hætt- an á krabbameini og lifrarskemmd- um. Umframjámið er alla jafna af völdum erföaþátta en neysluvenjur geta einnig orsakað það. Visindamennirnir bentu samt á að járnskortur væri áfram miklu alvar- legra vandamál, einkum í fátækum löndum. Á sama tíma benda flestar rannsóknir á að auðvelt sé að ráöa bót þar á með breyttu mataræði. „Fólk sem borðar kjöt reglulega, skortir sjaldan jám. En fólk sem lifir aðallega á kornmeti þjáist oft af járnskorti," segir Thomas Bothwell, prófessor viö Witwatersrand-háskól- ann í Suður-Afríku. Bothwell leggur áherslu á, eins og margir aðrir vísindamenn, aö menn séu ekki alveg vissir hvar skilin milli of lítils og of mikils járns hggi. „Þaö er knýjandi þörf á nýjum viðmiðunarreglum um jámþörfina. Við vitum ekki hvað er eðlilegt fyrir ungbörn, fyrir unghnga, eöa full- orðna menn og konur,“ segir Olle Hemell, prófessor \dð háskólann í Umeá í Svíþjóð. Hann hefur sjálfur rannsakað járn- þörf hjá ungum börnum og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé mis- munandi eftir aðstæðum hverju sinni. Barn sem nærist á móður- mjólkinni fær allt sitt járn úr henni. Aftur á móti þurfa börn sem nærast á þurrmjólk aö fá viðbótariárn. Hernell bendir þó á að oft sé ung- börnum sem þurfa meira járn gefið heldur mikið af því. Konumar púla lengur Konur þurfa að ieggja miklu meira á sig en karlar ætli þær sér að brenna umframfitunni. Nancy Keim, bandariskur næringar- fræðingur, segir að til að brenna 300 kaloríum verði konur að stunda likamsþjálfun tvisvar sinnum lengur en karlar. Aðrar rannsóknir hafa þó bent til hins gagnstæða, þ.e. að konur brenni meiri fitu en karlar. Keim segir því að frekari rannsókna sé þörf. „Ég held aö hið sanna hafi ekki enn komiö í ljós,“ segir hún. Rannsókn Keim og félaga henn- ar bendir til að líkamsrækt stuöh ekki aö jafh mikilli megrun og búist var við. Enginn vafi leikur hins vegar á að líkamsrækt og minni fæöuneysla en áður eru megrandi. Elsti bátur- inn á safn Búist er viö að elsti bátur Afr- íku, 8500 ára gamall eintrjáning- ur sem liggur undir árfarvegi í norðausturhluta Nígeríu, muni sjá dagsins ljós eftir tvö ár. Bátur- inn verður þá samstundis varð- veittur í sykri en siöan settur á safn sem yfirvöld í fylkinu Yobe eru að láta reisa yfir hann. Vísindamenn grófu bátinn upp á siðasta ári og síðan hafa þeir veríð að leíta Qármagns tO að hægt væri aö hafa hann til sýnis í viðeigandi umhverfi. Vonast er til að mannvistarleif- ar frá forsögulegum tíma finnist einnig í árfarveginum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.