Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 23
■ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995
23
Ástin kviknaði
í gegnum tölvu
Þórhallur Ásrmmdsson, DV, Sauðárkróki:
Ástin á sér engin landamæri, seg-
ir einhvers staöar, og á öðrum stað
að vegir ástarinnar séu órannsak-
anlegir. Ástin hefur orðið mörgum
skáldum og rithöfundum yrkisefni,
spekingum íhugunarefni og slúð-
urberum umtalsefni. Stundum
fréttist af því að vegir elskenda
hafi legið saman á skemmtilegan
og óvæntan hátt, í sumum tilfellum
að því er virðist fyrir einskæra til-
viljun.
Blaðamaður DV hafði spurnir af
því að ungur maður á Sauðárkróki
hefði komist í kynni við sína heitt-
elskuðu á fremur óvenjulegan hátt,
nefnilega með aðstoð heimilistölv-
unnar. Notkun Internetsins eða
Veraldarvefsins hefur verið tals-
vert í umræðunni og fréttum síð-
ustu misserin og það má næstum
segja að Sauðkrækingurinn ungi
hafl náð í hina bandarísku kærustu
sína á Interneti. Reyndar komst
hann í kynni við hana í gegnum
gagnabanka á Keflavíkurílugvelli
en Internetið kom þeim síðan að
góðu gagni eftir að hún fór burt af
Vellinum og heim til Bandaríkj-
anna.
Ástfangnasta
parbæjarins
Sauðárkrókur er ekki stærri bær
en svo að þar þekkjast flestir, að
minnsta kosti í sjón. Það hefur ekki
fariö fram hjá bæjarbúum í sumar
að eitt allra ástfangnasta par bæj-
arins í vor og sumar eru Jakob
Ragnarsson og hin bandaríska
kærasta hans, Judi Coolen frá
Massachusetts. Þau eru bæði 23 ára
gömul, starfa í sútunarverksmiðj-
unni Loðskinni og eru um þessar
mundir að gera það upp viö sig
hvort þau ætli að koma sér upp
heimili hér á landi eða í Bandaríkj-
unum.
Þau Judi og Jakob tóku ágætlega
í það að eiga viðtal við DV en reynd-
ar varð Jakob svolítið vandræða-
legur þegar blaðamaður minntist á
að það færi ekki á milli mála
hversu ástfangin þau væru. Jakob
er nefnilega ákaflega hlédrægur
piltur, einrænn með afbrigðum og
hans hefur lítið orðið vart í
skemmtana- og félagslífi bæjarins.
Því kom það mörgum kunningjum
hans á óvart þegar hann einn góð-
an veðurdag birtist með kvenmann
upp á arminn.
Hélt að hann
væri 14 ára
„Það er alveg rétt að okkar kynni
hófust í gegnum tölvu og mér varð
fljótlega ljóst að þetta var ákaflega
aðlaðandi manneskja sem ég var
að spjalla við. Það hefur alltaf veriö
til tölva heima og ég hef notfært
mér hana eins og mig hefur langað
til. Ég fór samt eiginlega ekki að
fikta í tölvunni af alvöru fyrr en
fyrir fimm árum og það eru ekki
nema tvö ár síðan ég fór að nota
módem. Þetta er svo sem sáraein-
falt, þarf enga snillinga til. Maður
er þarna bara að ná sér í forrit og
líka er hægt að komast í samband
við fólk og spjalla við það. Ég komst
í kynni við Judi í gegnum gagna-
banka á Keflavíkurflugvelli. Þetta
byrjaði rétt eftir jóhn 1993.“
„Einhvern veginn komst það inn
í kollinn á mér að Kobbi væri bara
14 ára. En fljótlega eftir að við
• - '■■ . ■ .
: r
V;‘ ^
' :i-.. ■ ■
0 :: '.': •
■ .-'/f
um saman fyrst ákváðum við að
hittast fyrir sunnan,“ segir Jakob.
„Jeff, fyrrverandi manninn
minn, fór fljótlega að gruna eitt-
hvað en ég sagði honum frá Kobba
og að hann væri bara 14 ára. Þá
fannst honum það allt í lagi og að
ekkert gæti gerst,“ segir Judi.
Á þessum tíma hafði hjónaband
Judi og Jeffs fjarað út og það var
ákveðið að þegar þau færu út til
Bandaríkjanna vorið 1994 myndi
leiðir þeirra skilja. Þau Judi og
Jakob héldu sambandinu og hittust
nokkrum sinnum og eftir aö Judi
fór til Bandaríkjanna í maímánuði
1994 kom hann fljótlega í heimsókn
og dvaldi þá í tæpa tvo mánuði.
„Ég fór síðan aftur út í desember
síðastliðnum og fór þá að vinna í
því að koma henni hingað heim til
Islands þó svo að hún hafi nú ekki
kunnað neitt sérstaklega vel við sig
meðan hún var á Keflavíkurflug-
velli,“ segir Jakob. ■
„Nei, mér leiddist alltaf þau þrjú
ár sem ég var þar. Alltaf rigning
og stormur og leiðinlegt veður. Ég
kann miklu betur við mig hérna á
Sauðárkróki.“
Opinskárri
gegnum tölvu
Af tölvuáhuga þeirra Jakobs og
Judi er það að segja að hann hefur
minnkað mikið eftir að þau fóru
að dvelja samvistum- enda leyfa
hveitibrauðsdagar ekki svo tíma-
freka tómstundaiðju.
„Ég held að á margan hátt sé gott
fyrir fólk að kynnast með því að
tala saman gegnum tölvu. Tjáskipt-
in verða opinskárri vegna þess að
maður þorir að segja ýmsa hluti
sem maður mundi aldrei segja aug-
liti til auglitis. Og síðan er náttúr-
lega alltaf hægt aö skella á ef manni
finnst viðmælandinn eða maður
sjálfur hafa gengið of langt,“ segir
Judi.
Judi Coolen og Jakob Ragnarsson við tölvuna sem varð örlagavaldur í lífi þeirra. DV-mynd Þórhallur
töluðum saman í fyrsta skipti
þurfti ég að ná sambandi við hann
aftur og þá sagði hann mér að hann
væri 21 árs. Ég trúði honum ekki
fyrst því það er nú þannig að mað-
ur getur aldrei verið viss um að
viðmælandinn sé að segja satt
öðruvísi en að ganga úr skugga um
það. Það er nefnilega fullt af
skrýtnu fólki í tölvuheiminum. En
eftir þetta fórum við samt að tala
saman og samtöhn urðu lengri og
lengri, svo klukkutímum skipti,“
segir Judi.
Stefnumót
eftirþrjárvikur
„Já, það er nú reyndar ekki fljót-
virkasta aðferðin við að kynnast
fólki að tala saman í gegnum tölvu
og reyndar ekki sú ódýrasta heldur
þó svo að mér hafi tekist með að-
stoð tölvunnar og Internetsins að
komast í ódýrt símasamband við
Judi eftir að hún var komin til
Bandaríkjanna. Við töluðum líka
saman í síma og þegar um þrjár
vikur voru liðnar frá því við töluð-
IM
Samkvæmisdansar: Standard og suður-amerískir • Gömlu dansarnir • Tjútt • Barnadansar
Holl og góð hreyfing fyrir alla fjölskylduna
Innritun í símum 553 6645 og 568 5045
Alla daga kl. 12-19.
Kennsla hefst 10 sept.
Skírteini afhent í Bolholti 6
laugardaginn 9. sept. kl. 12 -
• Fjölskylduafsláttur
• Systkinaafsláttur
•Allir afslættir gilda aðeins á
skírteinaafhendingu
19
Opið hús
miðvikud. 6. sept.
kl. 18-21.
Starfsemi
vetrarins kynnt.
DWSSKÓLI
Jóns Péturs og Köru
Umboðsaðili fyrir hina frábœru Supadance dansskó
Dansráð fslands
Tryggir rétta tilsögn