Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 35
LAUGARDÁGUR 2. SEPTEMBER 1995
43
Ljósmyndasýningin World Press Photo '94 hefst í Kringlunni 16. september:
Alsettur örum eftir
Ljósmynd ársins á sýningunni World Press Photo ’94 sem fram fer í Kringlunni, á vegum DV og Kringlunnar, 16. september til 1. október. Myndin af Hútúmanninum unga, sem James Ailan
Nachtwey tók á Rauða kross spítala, þykir bera atburðunum í Rúanda dapurlegt vitni. Hann var limlestur með gaddavír reyrðan um höfuð sér en ofbeldisflokkur Hútúa taldi hann vinveittan
Tútsímönnum.
ógnaröld í Rúanda
Ljósmyndasýningin World Press
Photo ’94 hefst í Kringlunni laugar-
daginn 16. september. Þá mun mynd-
in hér aö ofan, sem valin var frétta-
ljósmynd ársins í fyrra, veröa til sýn-
is ásamt tugum verðlaunaðra ljós-
mynda. Sýningin, sem haldin er í
samvinnu Kringlunnar og DV, vakti
mikla athygli í Kringlunni í fyrra en
þar var hún einnig haldin áriö á
undan.
Verölaunamyndina fyrir árið 1994
á Bandaríkjamaðurinn James Allan
Nachtwey. Hún er af ungum Hútú-
manni, einu af tugþúsundum fórnar-
lamba borgarastríösins í Rúanda.
Skærur milli manna af Tútsí- og
Hútúættbálkum höföu staðiö í mörg
ár þegar upp úr sauð í apríl í fyrra.
Þá fórst forseti Rúanda, Hútúmaöur-
inn Habyarimana, í flugslysi nærri
höfuöborginni. Eftir slysið herjuðu
Hútúmenn af milli hörku á Tútsía,
sem voru í miklum minnihluta, og á
hófsama Hútúa. Afleiðingin varö gíf-
urlegur straumur flóttamanna sem
flúði skálmöldina. Myndin af Hútú-
manninum unga, sem Nachtwey tók
á Rauða kross spítala, þykir bera
atburðunum í Rúanda dapurlegt
vitni. Hann var limlestur með
gaddavír reyrðan um höfuö sér en
ofbeldisflokkur Hútúa taldi hann
vinveittan Tútsímönnum. Örin eru
djúp og varanleg.
Á sýningunni er líka að finna
myndir frá átökum á Haítí, í Tsjetsj-
eníu og fleiri svæðum. Einnig er að
finna glaðlegar myndir, meðal ann-
ars úr íþróttum og daglegu lífi fólks
í fjölda landa.
Sýningunni World Press Photo er
skipt í flokka og eru veitt verðlaun
fyrir þrjár bestu myndirnar í hverj-
um flokki. Þessir flokkar eru: frétta-
myndir, myndir af einstökum at-
burðum, almennar fréttamyndir,
fólk í fréttum, íþróttir, tækni og vís-
indi, listir, náttúra og umhverfi og
daglegt líf. Hverjum flokki er síðan
skipt í flokka stakra mynda og
myndraðir (stories).
Þúsundir mynda
Alþjóðleg dómnefnd kom saman í
febrúar í ár. Við henni blasti ærið
verkefni þar sem um 30.000 myndir
2.997 ljósmyndara frá 97 löndum biðu
skoðunar.
Ljósmyndasýningar á vegum
World Press Photo hafa veriö haldn-
ar frá árinu 1955. Að baki þeim stend-
ur sjóður sem hefur það að mark-
miði aö verðlauna bestu fréttamynd-
ir hvers árs. Höfuðstöðvar World
Press Photo eru í Hollandi en verð- *
launaféð kemur frá styrktaraðilum
víða um lönd.
Sumarmyndirnar
og sýningvegna
afmælis DB
Samhliöa World Press Photo sýn-
ingunni fer fram sýning á myndum
úr Sumarmyndakeppni DV og Hans
Petersen. Sunnudaginn 17. septemb-
er verða veitt verðlaun fyrir bestu
sumarmyndirnar og þær sýndar í
sérstökum bás.
Frá og með 11. september verða til
sýnis myndir, einnig í Kringlunni,
sem sérstaklega eru valdar í tilefni
af því að 20 ár eru hðin frá stofnun
Dagblaðsins. Veröa þær myndir til
sýnis jafn lengi og World Press Photo
sýningjn stendur eða til 1. október.
„Þaö er áhugavert aö fylgjast með
hvert fréttaljósmyndun stefnir. Nú
er tími breytinga. Hinir hefð-
bundnu miðlar, þar sem myndir
okkar hafa birst til þessa, munu
áfram verða tU. Það verða varla s vo
miklar breytingar á því sviði. En
þaö verða not fyrir Ijósmyndir í
öðrum miðlum. Kyrrmyndir munu
verða meira notaðar á myndbönd-
um, geislaskífum og í tölvusam-
skiptum. Það eru margvísieg not
fyrir kyrrmyndir og það er einnig
þörf fyrir þær. Þetta tjáningarform
er einstakt og mjög áhrifaríkt Fólk
þarf á ijósmyndum aö halda til að
skilja hvað er að gerast í heimin-
um. Þróunin í fiölmiðlun og
margmiölun hefur síðan aukið
möguleika okkar,“ segir banda-
riski blaðaljósmyndarinn James
AUan Nachtwey.
Nachtwy hlaut World Press
Photo-verðlaunin fyrir bestu
fréttamynd ársins 1994. Hann er 47
ára gamail, sjálfmenntaður í Ijós-
myndun. Hann nam stjómmála-
James Allan Nachtwey.
fræði og listir áður en Ijósmyndun-
in varð hans aðalviðfangsefni.
Þetta er 1 annaö skipti sem mynd
eftir hann er valin besta mynd árs-
ins hjá World Press Photo en hann
hefur áður hlotið margvísleg verð-
laun fyrir myndir sínar. Nachtwey
ferðast um ailan heim í leit að
myndefni og hefur myndað mörg
stríö. Hann hefur tekið mikiö af
myndum fyrir tímaritið Time og
þakkar húsbændum þar á bæ fyrir
að hafa gefið sér frjálsar hendur.
Þrátt fyrir nám í stjórnmálafræöi
segist hann nálgast viðfangsefni á
mannlegum forsendum. En áhuga
hans á Ijósmyndun má rekja tii
námsáranna, þegar Víetnamstríðið
geisaði.
„Afrakstur fréttaljósmyndara
gerðu mér og þjóð minni kleift að
horfast í augu viö veruieika striðs-
ins á sama hátt og hermennirnir
sjálfir. Myndimar mótuðu mjög
almenningsálitið og leiddu til kröft-
ugra mótmæla gegn stríðinu. Þess-
ar myndir opnuðu augu mín fyrir
áhrifum ljósmyndarinnar. Þegar
ég ákvað að gera ljósmyndun að
aöalstarfi fetaði ég í sömu fót-
spor,“ segir Nachtway.
Hann hefur mikinn áhuga á að
vinna meira í Tstjetsemu. Þá vill
hann kafa dýpra í viðfangsefni sín
og hugar að útgáfu bóka, m.a. um
Suöur-Afriku.