Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 36
44 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Sviðsljós Sjónvarpsstjaman Oprah Winfrey: Hún lifir fyrir starf sitt Sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey, sem er 41 árs, er með auðugustu kon- um Bandaríkjanna. Hún hefur þó ekki alltaf verið vel efnum búin því Oprah ólst upp í mikilli fátækt. Stöð 2 sýnir nú á laugardögum þætti Oprah en þeir eru sýndir víða um , heim við miklar vinsældir. í þáttun- um ræðir Oprah opinskátt við fólk ^ sem hefur lent í ýmsu misjöfnu um ævina. Sjálf hikar hún ekki við að segja frá eigin reynslu en hún var misnotuð kynferðislega þegar hún var níu ára gömul og síðan send á heimili fyrir vandræðabörn. Sagt er að Oprah þéni um 300 þús- und krónur á hverri mínútu meðan hún er á skjánum. Hún lét sig heldur ekki muna um að gefa bestu vinkonu sinni 80 milljónir í jólagjöf. Sagt er að Oprah sé drottning spjallþáttanna. Þættir hennar, The Oprah Winfrey Show, eru nú sendir til yfir 70 landa um víða veröld. Oprah byrjaði með þætti sína árið 1986 en áður en þaö gerðist hafði hún leikið í kvikmyndinni The Color ^ Purple sem Steven Spileberg leik- stýrði. Oprah fór með hlutverk Sofiu í myndinni og hlaut bæði hin virtu Golden Globe verðlaun og tilnefn- ingu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Hreinskilin stjarna Fáar stjörnur hafa veriö jafn hrein- skilnar um líf sitt og Oprah í gegnum sjónvarpsþátt hennar. Hún hefur sagt frá misnotkun, lyíjanotkun og sjálfsmorðshugleiðingum. Um leið hefur hún háð erfiða baráttu við aukakílóin. Þegar hún var þyngst var hún yfir hundrað kíló. „Eg er ekkert öðruvísi en þær konur sem horfa á þáttinn minn,“ segir hún. „Ég óska mér hins sama í lífinu og þær.“ Þrátt fyrir ævintýralegar vinsældir í dag hefur líf Oprah ekki alltaf verið dans á rósum. Hún fæddist utan hjónabands 29. janúar 1954. Fyrstu árin sín bjó hún hjá ömmu sinni í sveit í Mississippi. Þegar hún komst á skólaaldur var henni kastað á milli móður sinnar, sem bjó í Milwaukee, og föðurins, sem bjó í Nashville, Ten- nessee. Strangur faðir „Faðir minn var stangur og kröfu- harður maður. Hann skipaði mér að lesa eina nýja bók í hverri viku. Þar fyrir utan varð ég að skrifa skýrslu um efni bókarinnar auk þess að læra fyrir skólann. Níu ára gömul upplifði Oprah þá martröð, sem hefur fylgt henni í gegnum árin, að vera misnotuð kyn-' ferðislega af nítján ára gömlum pilti sem átti að passa hana. Síðan var hún misnotuð af tveimur öðrum mönnum. „Ég var alltof hrædd til að verja sjálfa mig,“ segir hún. „Annar maðurinn var frændi minn en á hinn hafði ég lagt allt mitt traust." Unglingsárin voru erfið fyrir Oprah. Hún laug, stal peningum frá móður sinni og hljópst að heiman. Hún var send á vandræðabarna- heimili en send þaðan aftur vegna plássieysis. Þá var hún send til föður síns. „Pabbi hafði góð tök á mér. Áður en ég varð sextán ára var ég orðin vinsælasta stelpan í mínum bekk.“ Oprah fór í háskóla í Tennessee. Nítján ára gömul var hún yngsta og jafnframt fyrsta þeldökka konan til að lesa fréttir á svæðissjónvarpsstöð- inni. Lífið blasti við henni þegar hún lenti í vonlausu ástarsambandi. „Mér fannst ég einskis virði án þessa manns. Því meira sem hann hafnaði mér varð ég ástfangnari af honum. Þá fór ég að huga að sjálfs- morði. Ég skrifaði bréf til vinkonu minnar og bað hana að sjá um blóm- in mín.“ Oprah átti síðan í nokkrum mis- heppnuðum ástarsamböndum eða þangað til hún hitti Stedman Gra- ham (44 ára) en hann var mikil íþróttahetja. Þau hafa verið saman í níu ár. Stundar líkamsrækt Oprah þarf að stunda mikla lík- amsrækt daglega til að halda sér í formi auk þess sem hún þarf að passa allt sem hún borðar. í fyrra hijóp Oprah maraþon og í vetur ætlar hún að vera með þætti sem eiga aö koma Ameríkönum úr sófanum. En vinsældir Oprah hafa líka gefið henni peninga. Hún er með yfir þrjá og hálfan milljarð í árstekjur. Hún á sitt eigið sjónvarpsstúdíó, hús í Chicago, íbúðir í New Mexico, Col- orado og Indiana. Hún hefur eigin bílstjóra og einkaþotu. Oprah hefur þó ekki gleymt úr hvaða umhverfi hún kemur. Hún er ákaflega gjafmild við alla sínu nán- ustu, fjölskyldu og vini. Þá hefur hún gefið kirkjunni sinni stórar upphæð- ir. „Lífið er stutt og ég ætla að njóta hverrar mínútu af því.“ Oprah hefur ekki haft tíma til að eignast barn og stofna fjölskyldu. Starfið hefur átt hug hennar. Hún hefur þó löngun til þess og hver veit hvenær þessi fræga sjónvarpskona snýr blaðinu við. Að minnsta kosti þarf hún ekki að kvíða peningaleysi. Hún á miklu meiri pen- inga en hún getur nokkru sinni eytt. ... að hlnn óhamingjusami Macaulay Culkin (13 ára) hefði flutt inn til hjónakornanna Micha- els Jacksons og Lisu Marie Pres- ley. Culltin sættir sig ekki við skilnað foreldranna og tók boði Jacksons um að dvelja hjá hon- um um hríð. ... að það væri alltaf mikið um að vera í Graceland 16. águst, á dánardegi rokkkóngsins. Nú eru átján ár síðan kóngurlnn lést og enn þá streymir fólk í stórum hópum alls staðar að úr heimin- um að heimili hans í ágúst. Svo var einnig nú. ...að stórstjörnurnar Tom Hanks og Steven Spielberg væru mjög góðir vinir og hittust oft. Fyrir stuttu fóru þeir í sumarfri saman og tóku náttúrlega eigin- konurnar og börnin með. Meðal viðkomustaða var hin Ijúfa París og var þessi mynd tekin þar. ... að sést hefði fil Börbru Strei- sand og Jon Voight koma út af þekktum veitingastað í London. Þau eru reyndar gamlir vinir en slúðurblöðin velta því fyrir sér hvorf eitthvað meira sé á milli þeirra. ... að helsta yndi tískukóngsins Karls Lagerfelds væri tísku- drottningin Claudia Schiffer. Reyndar eru þau bæði þýsk en Lagerfeld hefur umsjón með þremur stærstu tískuhúsum í París, þar á meðal Chanel. Hann ætti að hafa vlt á fegurð. Dollararnir streyma til hennar Divine Brown, vændiskonan sem fékk heiminn til að standa á öndinni þegar frétt barst um þjónustu hennar við leikarann Hugh Grant, hefur haft nóg að starfa frá því hún komst í heimsfréttirnar. Ýmsir aðilar hafa boðið henni störf, m.a. útvarpsstöð, plötuútgáfa og auglýsinga- fyrirtæki. Divine Brown fær því sjálfsagt eitthvað fleiri dollara þessa dagana en hún fékk fyrir greiðann við Grant.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.