Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Page 6
6 'i:’ 1 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 Svigunum fækkar úr 91 í 13 í lokaályktun Kvennaráðstefnu SÞ: Fóstureyðingar og kyn- fræðsla enn í svigum Aðstoðarmaður Clintons stingur af frá árekstri George Stephanopoulos, að- stoðarmaður Clintons Banda- ríkjaforseta, var handtekinn í Washington aðfaranótt fóstudags fyrir að stinga af frá árekstri og vera með útrunnið ökuskírteini. Tók lögreglumaður eftir því hvar ökumaður bíls átti í vand- ræðum með að aka út úr bíla- stæði og tókst ekki betur til en svo að hann ók utan í bíl sem lagt var fyrir framan. Aðstoðar- maðurinn ætlaði að aka á brott þegar lögreglan stöðvaði hann og var handtekinn þegar í ljós kom að ökuskírteinið var útrunnið. Hann mun ekki hafa verið ölvað- ur og er búist við að málið verði útkljáð meö dómsátt. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuð- um að aðstoðarmaður Clintons lendir í viðlíka uppákomu. í júní var annar tekinn drukkinn und- ir stýri á vitlausum vegarhelm- ingi. Sá stjómar nú rabbþætti á kapalsjónvarpsstöð og bíður dóms. Krefst skaða- bótamáls gegn Dönum Fyrrum sveitarstjómarmaður í Thule á Grænlandi er afar ósáttur við að Lars Emil Johan- sen, formaður heimastjómarinn- ar, skuli hafa hætt við að kæra dönsku ríkisstjórnina til mann- réttindadómstólsins í Strasborg vegna nauðungarflutninga íbúa í Thule 1953. Hann ætlar að sér að sameina íbúa Qaanaaq um að mæla með því að skaðabótamál verði rekið fyrir mannréttinda- dómstólnum. íbúar Qaanaq vom hraktir frá heimilum sínum í Thule með nokkurra daga fyrir- vara og neyddir til að setjast að 140 km í burtu frá heimilum og veiðislóð. Deilt um riki- dæmi Elísabetar Talsmenn Buckingham hallar draga í efa útreikninga breska tímaritsins Buisness Age sem fullyröir að eignir Elísabetar Englandsdrottningar nemi 220 milljörðum íslenskra króna og hún sé þar með langríkasti ein- staklingur Bretlands. Vilja tals- menn drottningar fá leiðréttingu en þeir telja ekki réttmætt að telja Buckinghamhöll og Windsorkastala til eigna drottn- ingar. Segja talsmenn drottning- ar það samsvara því aö eigna Clinton Hvítahúsið. Tímaritið stendur hins vegar við fullyrð- ingar sínar og segir þær byggja á ströngum lagalegum rökum. Árið á undan voru eignir Elísa- betar aðeins taldar 15,8 milljarð- ar kr. og hallirnar ekki taldar með. Reuter Erlendar kauphallir: Hámark í London og Frankfurt Hlutabréfavísitölur í kauphöUun- um í Frankfurt og London náðu sögulegu hámarki sínu í vikunni. FTSE-100 í London fór í 3557 stig og DAX-30 fór í 2277 stig. Á báðum stöðunum gerðist þetta sl. miðviku- dag. Eftirspum eftir hlutabréfum tók mikinn kipp. Markaðssérfræð ingar telja að FTSE-100 geti hækkað enn frekar næstu daga. Svipað gerð- ist í WaU Street í New York en þar fóru fjárfestar að sýna minni fyrir- tækjum meiri áhuga en oft áður. Hlutabréfaverð í kauphöllum í Asíu hefur lítið breyst í vikunni. Verð á eldsneyti á heimsmarkaði hefur stigið upp á við síðustu daga og er um árstíðabundna hækkun að ræða. Sykur- og kaffiverð er svipað. -Reuter Talsmenn Sameinuðu þjóðanna á kvennaráðstefhunni í Kína fuUyrtu í gær að töluvert hefði þokast í sam- komulagsátt um hinn umdeilda heU- brigðiskaUa í lokaályktun ráðstefn- unnar. En erflðustu málin, fóstureyð- ingar, rétturinn tU að neita kynmök- um, rétturinn tU að ákveða fjölda bama og fjármögnun heUbrigðisáæU- unar kvenna eru enn óleyst. Merwat Tallawy, talsmaður þess hóps sem fer með heilbrigðiskafla ályktunarinnar, segir að á ráðstefn- unni hafi tekist að halda í þann ár- angur sem náðst hefði á mannfjölda- ráðstefhu SÞ í Kaíró og gott betur. Af 91 sviga utan um ýmis umdeUd atriði við upphaf ráðstefnunnar nú væru einungis 13 eftir. Tallawy sagðist þó sjá fyrir að fulltrúar Stríðandi aðilar í fyrrum Júgóslavíu náðu samkomulagi um þau meginatriði sem leiða eiga tU friðar í Bosníu á tímamótasamn- ingafundi i Genf í gær. Var þar tek- ið fyrsta raunverulega skrefið í átt tU friðar eftir meira en ár án nokk- urra beinna viðræðna. Richard Holbrooke, samninga- maður Sameinuðu þjóðanna, sagði að samningsaðilamir, Bosníumenn, Króatar og fyrrum Júgóslavar, hefðu náð samkomulagi sem væri, þrátt fyrir takmarkanir, skref í átt margra landa mundu setja fyrirvara á endanlegan texta og mundi það veikja ályktunina verulega. Svigamir sem eftir eru umlykja þau mál sem mestur ágreiningur er um: réttinn tU sjálfsákvörðunar um barneignir, rétt tU að ákveða fjölda bama, rétt tU upplýsinga um getn- aðarvarnir og fóstureyðingar. Þá em ótalin kynferðisleg réttindamál, ekki síst rétturinn tU að neita kyn- mökum. Þá stendur kafli um ábyrgð foreldra og aðgang hálfstálpaðra stúlkna að kynfræðslu í mörgum ráðstefnukonum. Það em ekki síst fuUtrúar Vatík- ansins, með rammkaþólsk lönd eins og Möltu og Argentínu í broddi fylk- ingar, sem standa vörð um svigana þrettán en fuHtrúar frá Evrópusam- til friðar. Hann sagði samningana tryggja skiptingu Bosníu og sjálf- stæði hennar en henni væri skipt tU helminga mUli Serba og bandalags múslíma og Króata. Hins vegar tókst ekki að ná samkomulagi um stöðu Slavoníu, hluta Króatíu, sem Serbar hafa haft á valdi sínu frá 1991. Helstu atriði samningsins em að Bosnía-Hersegóvína verður eitt riki með núverandi landamærum og al- þjóðaviðurkenningu. Landinu verð- ur skipt í tvo hluta þar sem banda- bandinu, Sviss, Noregi og Ástralíu vilja þá burt. Uppistand varð á ráðstefnunni í gær þegar hópur lesbía drót út purpuralitan borða með áletmninni „Réttur lesbía er einnig mannrétt- indi“ og marglit skUti með sömu áletmnum. Öryggisverðir Samein- uðu þjóðanna þustu tU, hrifsuðu borðann og plakötin og vísuðu lesb- íunum á dyr. Tvær þeirra neituðu að yfirgefa salinn og varð að fjar- lægja þær með valdi. Kínverjar anda léttar Kínverjar önduðu léttar þegar op- inbera og óháðu kvennaráðstefn- unni, um klukkstundarferð frá Pek- ing, lauk í gær. Tugþúsundir kvenna höfðu gert kínverskum ör- lag Króata og múslíma ræður yfir 51 prósenti og Serbar 49 prósentum. Báöir aðUar mega hafa tvíhliða samskipti við nágrannaríki. Aðil- amir skuldbinda sig til að halda kosningar undir alþjóðlegu eftirliti og virða alþjóðamannréttindi. Meðan á samningafundinum stóð létu flugvélar Nató sprengjum rigna á vígi Bosníuserba og munu halda því áfram meðan Serbar ógna Sara- jevo með þungavopnum sínum. Reuter yggisvörðum lífið leitt i 10 daga með frjálslegri og ögrandi framkomu sinni. Var óháða ráðstefnan flutt frá Peking tU að heimamenn yrðu ekki fyrir mótmælum og umræðum um málefni sem aldrei koma upp á yfir- borðið í opinberri umræðu í Kína. Talsmenn óháðu ráðstefnunnar kvörtuðu yfir mikiUi öryggsigæslu og hindrunum sem stöðugt voru lagðar á leið þeirra. Á sama tíma svömðu Kínverjar gangrýni HiUary Clinton á stefnu kínverskra stjórnvalda gagnvart konum. Sögðu þeir rétt kvenna al- mennt meiri í Kína en Bandaríkjun- um. Hömpuðu þeir þá aðallega þeirri staðreynd að fleiri konur kysu í Kína en Bandaríkjunum. Reuter Stuttar fréttir Frökkum mótmælt Mótmælendur í Tokyo fóru í stærstu mótmælagöngu gegn kjarnorkutUraunum Fi-akka tU þessa og söfnuðust saman við franska sendiráðið. Jeltsín varar viö stríði Jeltsin Rússlandsfor seti gagn- rýndi sprengjuárásir Nató á Bosníuserba og varaði við því að áætlanir bandalagsins um að sækja í austur gætu komið styrj- öld af stað. Gíslum hótað lífláti Skæraliðar I Kasmír hótuðu að drepa fjóra vestræna gísla sína yrði ekki farið að kröfum þeirra í kvöld. Skemmdir lagaðar Eyjaskeggjar í Karíbahafmu hófust handa við að gera við eft- ir að feUibylurinn Louis hafði farið um með eyðileggingu. Setið um Grant Ljósmyndarar sátu um leikar- ann Hugh Grant í gær en orðrómur var á kreiki um að vændiskonan Divine Brown æU- aði að hitta hann en hún er stödd í Englandi. Ekkert varð af fundum þeirra. Bakslag í viðræður Aðalsamningamaður ísraela um aukna sjálfstjóm araba á Vesturbakkanum sagði viðræð- urnar við PLO í uppnámi. Dæmt vegna fangaflótta TaUensk kona var úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðahald granuð um aðild að fangaflóttanum mikla í Kaupmannahöfn á dög- unum þar sem 9 fangar ílúðu. Forskot minnkar Forskot breska Verkamanna- flokksins á íhaldsflokkinn minnkar töluvert samkvæmt skoðanakönnunum. Fylgi hans hefur hrapað úr 35 í 28 prósent. Reuter/Ritzau Börn úr skóla gyðinga í Lyon í Frakklandi yfirgefa skólann undir ströngu eftirliti öryggisvarða. Eftirlit hefur verið hert mjög í hverfinu eftir að sprengja sprakk þar í fyrradag. Sprengjuótti hefur gripið um sig um allt Frakkland og gæta öryggisverðir Eiffelturnsins og annarra fjölfarinna staða í París. Símamynd Reuter Skref stigið í átt til friðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.