Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Side 21
DV LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 Ragnar Ingvarsson, þjálfari ágústmánaðar, með sigurlaunin. DV-mynd Brynjar Gauti Raith Rovers gegn ÍA á þriðjudag: Skotarnir urðu fyrir áfalli Raith Rovers, mótherjar Skaga- manna í UEFA-bikarnum í knatt- spymu, urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar ljóst varð að besti varnEU'mað- ur þeirra, Shaun Dennis, myndi ekki spila með þeim gegn íslands- meisturunum á þriðjudaginn. Dennis er stór og kröftugur mið- vörður, fyrrum leikmaður með skoska 21-árs landsliðinu, og ræður vanalega ríkjum í og við vítateig Raith. Hann hefur átt við bakmeiðsl að stríða og fékk í gær úrskurð um að hann yrði að hvíla í minnst tvær vikur. Þar með missir hann af leiknum á þriðjudag, og líklega einnig af síðari leik liðanna á Akra- nesi þann 26. september. Logi fór til Skotlands í gær Skagamenn fara til Skotlands síð- degis í dag en þeir munu dvelja í Edinborg. Leikurinn fer fram í bænum Kirkcaldy, sem er um 40 kílómetra norðan við Edinborg, klukkan 18.30 að íslenskum tíma á þriðjudag. Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, fór til Skotlands í gær til að geta fylgst með Raith spila gegn Glasgow Rangers í úrvalsdeildinni í dag og stjórnaði því ekki Skagaliðinu gegn Fram í 1. deildinni í gærkvöldi. Útlit fyrir fulla vál af stuðningsmönnum Skagamenn fá góðan stuðning á leiknum í Kirkcaldy því útlit er fyrir að full leiguvél af áhorfendum fari til Skotlands á þriðjudaginn. Þegar DV ræddi við Willum Þórs- son hjá Samvinnuferðum-Landsýn í gærmorgun var búið að bóka um 90 sæti af 125 í ferðina. Flogið er beint til Edinborgar um morguninn og getur hópurinn því eytt degin- um þar en flogið er heim strax eft- ir leik. Hætta Valsmenn í Evrópukeppninni? - spila jafnvel við Rússana í Danmörku eða Lúxemborg Valsmenn íhuga alvarlega þessa dagana að hætta við þátttöku í Evr- ópukeppni meistaraliða í hand- knattleik. Þeir drógust gegn rúss- neska herliðinu CSKA Moskva í 1. umferð og að sögn Brynjars Harðar- sonar, formanns handknattleiks- deildar Vals, er kostnaðurinn við að leika á hefðbundinn hátt, heima og heiman, hálf önnur milljón króna. „Það kemur ekki til greina að tapa slíkum upphæðum á Evrópu- keppninni, ekki síst þar sem við skuldum fyrir 1819 milljónir króna. Það er verið að leita ýmissa leiða, spila báða leikina úti eða hér heima, og það er líka verið aö kanna möguleikana á að spila báða leikina á hlutlausum velli, annað- hvort í Kaupmannahöfn eða Lúxem- borg. Einn kosturinn er líka að spila báða leikina í Moskvu og reyna að fylla leiguvél af stuðnings- mönnum okkar,“ sagði Brynjar í gær. Fyrri leikur liðanna á að fara fram hér á landi 4. október þannig að ákvörðun í málinu verður tekin fljótlega. Hættir Valur í samtökum 1. deildar fálaga Brynjar segir enn fremur að útlit sé fyrir að Valur hætti aðild að Sam- tökum 1. deildar félaga. Valsmenn eru óhressir með að fá aðeins 80 þúsund krónur í sinn hlut fyrir út- sendingar í sjónvarpi frá Islands- mótinu i handknattleik. „Við erum að tapa verulegum upp- hæðum á þessum sjónvarpssamn- ingi og annaðhvort semjum við sjálfir um okkar leiki eða þá að ekk- ert verður sýnt frá þeim i sjónvarpi og fólk verður þá bara að mæta á leikina til að sjá okkur spila,“ sagði Brynjar Harðarson. róttir 21 Ragnar Ingvarsson, þjálfari ágústmánaðar í draumaliðsleik DV: Spilaði gegn Skaganum Ragnar Ingvarsson, sem hlaut tit- ilinn „þjálfari ágústmánaðar" í draumaliðsleik DV, fékk sigurlaun- in afhent á fimmtudaginn. Ragnar er frá Bolungarvík en var í sumar- fríi í Portúgal þegar úrslitin réðust og fékk þær ánægjulegu fréttir við heimkomuna að hann hefði sigrað. Hann mætti galvaskur í Þverholtið og tók við verðlaunum sínum, 15 þúsund króna úttekt hjá sportvöru- versluninni Spörtu. Ragnar verður tvítugur í næsta mánuði og knattspyrnan er stærsta áhugamál hans. „Þegar DV kynnti draumaliðsleikinn sá ég að þetta var kjörið fyrir mig og eftir miklar pælingar sendi ég inn mitt lið,“ sagði Ragnar við DV. Ragnar er með þrjá Skagamenn í sínu liði, þá Ólaf Þórðarson, Þórð Þórðarson og Harald Ingólfsson, og svo skemmtilega vildi til að í sumar fékk hann tækifæri til að spila á móti þeim þegar Skagamenn heim- sóttu Bolvíkinga og vígðu nýjan grasvöll í bænum. „Það var mjög gaman að spila á móti þeim, enda þótt þeir hefðu sigrað okkur, 23_3. Ég passaði mig að sjálfsögðu á því að slasa ekki „mína menn,“ við skulum segja að ég hafi farið á móti þeim með virð- ingu! Við höfum ekki verið með í deildakeppninni síðustu árin en næsta sumar ætlum við aftur í 4. deildina og þá fáum við til baka marga af okkar mönnum sem hafa spilað með ísfirðingum síðustu árin,“ sagði Ragnar Ingvarsson. VÖRULISTINN Á INTERNETINU: http://www.ri/herji.is/vorur/ Sjonvarpstölvan 486 DX2 / 80 MHZ / 4 MB / 540 MB diskur Með Trust PCTV Home sjónvarps-/videokortinu og margmiðlunarbúnaði notar þú tölvuna sem sjónvarpstæki! „Full color" lltaprentarl Prentar á glærur Prentar á boli 30 blaða arkamatari Tilboðsverá m/ Tilboð vikunnar GiWlr tll Heimapakkí l 14.400 Modem, stofngjald og og stofngjald að Heimabanka íslandsbanka Multímedu hátalarasett Heímapakki II Heimapakki l með 486 DX2/80 Trust tölvu Harðir diskar 270 MB IDE a otrulegu verði fyrir þig! Raðgreiðslur í allt að 36 mán. Raðgreiðslur í allt að 24 mán. HLGREINT VERÐ ER STAÐGREIÐSLUVERÐ MEÐ VSK. 486DX2/80 - 540 MB diskur 4MB minni, 256kb flýtiminni (Cache), 540 MB diskur, Aukið IDE (Enhanced IDE) - Pentium sökkull (Overdrive Socket 3) - Tengiraufar, 3 x VESA LB, 4 x ISA - Tvö raðtengi, eitt hliðtengi, eitt leikjatengi - Orkusparnaðarkerfi 14" SVCA lággeisla litaskjár - Vandað íslenskt hnappaborð, mús og músarmotta - DOS 6.3 og Windows 3.1 uppsett, disklingar og handbækur fylgja NYHERJA SKAFTAHLÍÐ 24 SÍMI 569 7800 TiTrust Wrust internetaskrift í 1 mánuö TíTrust COMPUTGP PRODi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.