Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 Qfmæli Dagblaðsins Ólafur Ragnarsson, fyrrum ritstjóri Vísis, um samkeppnina: Náðum oft að skjóta DB ref fyrir rass - Dagblaðsmenn gátu þó verið fundvísir á fráttir sem máli skiptu „Tilkoma Dagblaösins hleypti nýju lífi í blaöaútgáfu landsmanna og varö til þess aö keppinautamir á markaðnum urðu að stokka upp sín spil. Slagurinn varö mikill, einkum á fréttasviðinu, en flest morgunblað- anna lögöu þó áfram megináherslu á fréttaflutning út frá pólitísku sjón- arhorni og voru fréttimar oft æði litaðar,“ segir Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells og fyrrúm ritstjóri Vísis. Dagblaðið hafði verið á markaðn- um í hálft ár og hlotið góöan meðbyr þegar Ólafur flutti sig frá fréttastofu Sjónvarpsins yfir til Vísis og settist þar í ritstjórastól við hlið Þorsteins Pálssonar. Hann segir mikinn bar- áttuhug hafa verið í Vísi, þessu elsta \ n Ólafur Ragnarsson hélt upp á af- mæli sitt í gær eins og DV. Að vísu eru nokkur ár á milli afmælisbarn- anna. DV-mynd GVA dagblaði landsins sem Vísismenn sögðum að væri síungt og lifandi. „Vísir hcifði áratugum saman starfað undir kjörorðinu: Fyrstur með fréttimar! Við lögðum því meg- ináherslu á vandaða og hraðvirka fréttaþjónustu og náðum oft að skjóta keppinautunum ref fyrir rass í þeim efnum en ég verð að viður- kenna að Dagblaðsmenn gátu líka verið fundvísir á fréttir sem máli skiptu. Hádegisblöðin tvö vom með hörkulið blaðamanna á þessum árum sem síðar hefur haslað sér völl á fjölmörgum sviðum þjóðlífs- ins. Og svo var slegist um góða og áhugaverða kjallarahöfunda, gagn- rýnendur og sérfræðinga á ýmsum sviðum til þess að skrifa fasta þætti í blöðin. Brydduðu bæði upp á nýjungum Bæði Dagblaðið og Vísir brydd- uðu upp á margvíslegum nýjungum sem ekki höfðu tíðkast í blaða- mennsku hér og oft svaraði keppi- nauturinn um hæl með svipuðu efni. Við á Vísi vorum fyrstir til að gefa út sérstakt helgarblað í tíma- ritastíl vorið 1976; Dagblaðsmenn vora á undan okkur að sinna neyt- endamálum af fullum krafti og við vorum fyrstir fjölmiðla hér á landi til að velja mann ársins, svo eitt- hvað sé nefnt. Ég man ekki hvorir voru fyrri til með getraunaleiki með glæsivinningum en um tíma buðu bæði blöðin tvo eða þrjá nýja bíla í vinninga til þess að reyna að ná í nýja áskrifendur. í þeim efnum var mikið í húfi. Og svo voru kvik- Skoðanakannanir DV marktækastar - segir félagsmálaráðherra „Ég dreg ekki dul á að ég tek mest mark á skoðanakönnunum DV. Ég held að reynslan hafi sýnt að þótt þær kannanir séu ekki hávísinda- lega unnar þá gefa þær góða stikkprufú af ástandinu þegar að spurt er. Það er einnig margt skemmtilega skrifað í DV í dag - Dagfari er oft prýðilega góður, blað- ið er fljótlesið og það hefur á að skipa ágætum blaðamönnum. Krossferð Jónasar Kristjánssonar gegn landbúnaðinum er leiðinleg þótt hann komist iðulega prýðilega að orði og að sumu leyti er hann óneitanlega mikill brautryðjandi í islenskri blaðamennsku,“ segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Hann segist efast um að blaða- mennska hafi orðið harðskeyttari með tilkomu DB. Harðskeyttustu blaðamennsku sem hann hafi séð sé að finna á bókasafninu á Siglufirði þar sem menn vora að ræða saman innanbæjar fyrir stríð. Sú harka sem þá hafi tíðkast sé meiri en menn eiga að venjast í dag. „Það má auðvitað segja að til- koma DB hafi aukið fjölbreytnina. Ég blæs nú á þetta „frjálst og óháð.“ Auðvitað hafa stjórnendur Dag- blaðsins alla tíð haft skýrar og fast- Páll Pétursson félagsmálaráðherra. mótaðar pólitískar skoðanir. Þær hafa komið fram í leiðaraskrifum blaðsins. Ég geri ráð fyrir að stjórn- endur blaðsins séu flestir í stjóm- málaflokki þótt blaðið sé ekki í eigu stjórnmálaflokks en óneitanlega jók blaðið fjölbreytnina í blaðaheimin- um og þar kvað að sumu leyti við nýjan tón.“ -pp Olafur segir að sínir menn á Vísi hafi oft náð að skjóta keppinautunum ref fyrir rass hvað varðar hraðvirka frétta- þjónustu, „en ég verð að viðurkenna að Dagblaðsmenn gátu líka verið fundvísir á fréttir sem máli skiptu," segir Ólafur. Nokkrum árum síðar sameinuðust blöðin. myndasýningar og ferðalög í boði fyrir blaðburðarbörn." Ólafur segir umræddan tíma hafa verið skemmtilegan og spennandi. Hann hafi haft verulega örvandi áhrif á báða aðila. „Eftir að gömlu keppinautamir gengu í eina sæng og samkeppnin á hádegismarkaðnum var úr sögunni fannst mér sameinaða dagblaðið um tíma heldur bragðdauft en í seinni tíð hefur DV oft tekið góða spretti. Helst vildi ég þó sjá á síðum blaðs- ins meira af bitastæðum fréttum og vonast til að markaðssamkeppnin við Morgunblaðið dugi til að halda mönnum við efnið. Svo óska ég Dag- blaðinu, sem nú heitir DV, til ham- ingju með tvítugsafmælið. Ég gleymi aldrei afmælisdeginum, 8. september, því að blaðið er fætt sama dag og ég - þótt nokkur ár beri í milli,“ segir Ólafur. Þakkar DV hamingjuóskirnar og geldur í sömu mynt: Til hamingju með afmælið, Ólafur! -pp Skoðanakannanir DV: Tekið á púlsum landsmanna í áratugi - nákvæmasta mælitæki á hug kjósenda sem völ er á DB, Vísir og DV hafa alla tíð lagt mikla áherslu á skoðanakannanir. Fyrstu skoðanakannanir voru gerð- ar á Vísi árið 1967. Við stofnun DB árið 1975 var strax hafist handa við gerð skoðanakannana og voru þær í umsjón Hauks Helgasonar, hagfræð- ings, ristjómarfulltrúa á DB og fyrr- um aðstoðarritstjóra DV, allt frá fyrstu tíð til ársins 1994 þegar Krist- ján Ari Arason blaðamaður tók við því starfi. Haukur hafði frá árinu 1968 séð um skoðanakannanir á Vísi og því lá beinast við að hann tæki upp þráðinn við stofnun DB. Hafa skoð- anakannanir því verið fastur þáttur í blaðinu frá stofnun þess og er sömu sögu að segja af DV. Fram til þess tíma sem Vísir gerði fyrstu kannanimar höfðu af og til verið gerðar kannanir hér á landi, m.a. með þvi að ganga í hús og spyrja fólk um vilja þess. Það var fyrst með tilkomu DV og forvera þess sem skoðanakannanir urðu að föstum þætti í þjóðfélagsumræð- unni. Frá upphafi hefur sú leið verið farin við gerð skoðanakannana á DB að taka slembiúrtak úr símaskrá - hafa jöfn skipti á milli kynja og landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- isins. Þessi aðferð hefur verið gagn- rýnd í gegnum tíðina af samkeppn- isaðilum. Þrátt fyrir alla gagnrýni tala staðreyndimar sínu máli. Skoð- anakannanir DV hafa reynst jafnná- kvæmar öörum könnunum og oft nákvæmari og næst raunveraleik- anum. Sem dæmi má nefna að fyrir seinustu alþingiskosningar reyndist meðalfrávik seinustu skoðanakönn- unar DV fyrir kosningar frá kjör- fylgi flokkanna einungis 0,29 pró- sentustig sem var mun minna en í öðrum könnunum sem gerðar vora á sama tíma. Hvað sem allri gagnrýni líður þá er óhætt að fullyrða að með tilkomu skoðanakannana DV og forvera þess hafi skoðanakannanir fest sig í sessi hér á landi. Stjórnmálamenn hafa jafnvel gantast með það að ná- kvæmni kannana DV væri slík að ekki sé lengur þörf á kosningum! -pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.