Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 5
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJINN ■i Þórunn Magnúsdóttir: Mmm ú kvöldi Húm ágústskvöldsins breiddi miskunnsaman hul- iðshjúp yfir lítið, óvistlegt súðarherbergi þar sem þreyttur> og dapur -verkamaður dró sæng að höfði sór og hallaðist • til hvíldar. Hann var þó ekki þreyttur af vinnu, því að enn á ný hafði verið gengið á snið við hann, þótt mönnum hefði verið bætt við í englendingavinnuna. Var það líka ekki alveg dæma- laust, hvemig óheppnin elti hann á röndum. í dag hafði vinnumiðlunarskrifstofan lagt fyrir hann að standa vestur á Sprengisandi, en þar hafði þá sára- fáum mönnum verið bætt við í uppskipunina. Aftur á móti höfðu flestir, sem stóðu við þjóðleikhúsið komizt í vinnu. Hvar ætti hann nú að standa næsta dag? Það var vandi að ráða það við sig, en svo mikið vissi hann að vinnumiðlunarskrifstofan var ekki ó- skeikul forsjá. Hann bylti sér í rúminu, það var eitthvert óþol í fótunum á honum, svo að hann gat ekki legið kyrn. Yfirtak gátu þessar daglöngu stöður og árangurs- lausa vakk eftir vinnu verið lýjandi. — Kannske hefði hann komizt í uppskipunina, ef hann hefði ekki skot- izt inn í skýlið til þess að fá sér kaffi? Það var á meðan, sem mönnunum hafði verið bætt í uppskip- unina. En var það nú ekki hart, að mega ekki bregða sér allra snöggvast frá til þess að hressa sig á kaffi- sopa, ef maður átti ekki að missa af tækifæri? Ónei, það hefði víst verið sama, það lá sjálfsagt ekki nærri að hann yrði valinn úr hópi ungra manna. Að vísu treysti hann sér til að vinna á við margan hvern, sem yngri var að árum, en nærfellt sex tugir ára höfðu þó rist honum þær rúnir elli og afturfara, sem tor- velduðu honum vinnusamkeppnina við menn á léttara aldursskeiði. Vonlegt var að þess sæjust einhver merki, þegar menn höfðu áratug eftir áratug þrælað undir skúfslit og beinbrot. Og þó var hann ekki fjari'i því að aðgerðaleysið færi fullt svo illa með vinnuvanan mann og bara rétt og slétt erfiðið. Það var yfirtak hvað menn hrörnuðu fljótt, þegar þeir voru hættir að vinna, þeir urðu að kulvísum vesaling- um og fylltust af slæmum vessum. Hann ætlaði ekki að verða fljótur í svefn á þessu kvöldi, það var eins og aminn yfir atvinnuleysinu hefði gert bandalag við fótaveikina um það að kvelja hann og halda fyrir honum vöku. Andvökuskarfi kemur margt i hug, og nú rif jaðist upp fyrir honum draumurinn, sem hann hafði dreymt 1 fym nótt. -— Hann þóttist koma 'heim í herbergið sitt bónleiður úr ■atvinnusargi. Það var hráslagalegt kvöld og setti hroll að honum á meðan hann góflaði í sig kalda soðn- ingu frá deginum áður, en á eftir kveikti hann á þri- kveikjunni og setti þá bláu yfir. Nú skyldi blessað kaffitárið^volgra honum fyrir brjósti. Allt mundi hann svo lifandi glöggt, regnhraglandann, hitahljóð- ið í kaffikönnunni. Á borðinu lá húfugarmurinn hans, dökkur snýtuklútur og mórautt kramarhús með nef- tóbaksögn, sem hann hafði sært út úr Gvendi snuðr- ara, diskúr' með soðningarúrgangi, þykkúr leirbolli, sem glerungin var sprungin á og bréfpoki með ame- rískum molasykri, þessum hrottahnullungum, sem hann var vanur að klippa í sundur með naglbít.. Á meðan hann beið þess að hitnaði í könnunni réri hann fram í gráðið og kvað upp aftur og aftur gamla vísu, sem hann hafði lært endur fyrir löngu og ætíð minnti hann á æskuunnustu hans: „Þig ég unga þráði mcst, þig ég unga kyssti, þig ég unga þekkti bezt, þig ég unga missti." Falleg var Dísa, þegar hún rakaði á eftir honum á teignum og kastaði glettnislega til hans ljániús. Falleg var hún, þegar hún hirti með honum Suður- eyna og» fjallablærinn lék við Ijósu smálokkana, sem ýfðust fram á vangann. Vænt þótti honum um að hún skyldi ekki vera með skýlu þá, því að fyrir bragðið átti hann greiða leið að vanga hennar, þegar hann laut fram yfir heybaggann til þess að herða á högld- unum. Þá roðnaði Dísa, en þegar þau fylgdust að heim í síðsumarrökkrinu lofaðist hún honum og þeim sóttist leiðin seint. Öðru vísi hefði ævin hans orðið, ef hún hefði haldið það heit. Eða var það hann, sem sveik? Svo sagði hún. Hann var einkasonur fátækrár ekkju og fyrir henni varð hann að sjá. Hún hafði alla tíð verið mæðustrá og ekki vildi hann leiða hæmr hennar með harmi í gröfina með því að stökkva frá henni til Ameríku. Það var kannske ekki svo undar-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.