Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 36

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 36
ÞJÓÐVILJTNN Jólin 1947 34 stoflistjóra. Heiidsalirin faðmaði hann innilega ’og klappaði öfluglega á bakið á skrifstofustjóranum rneð litiu, feitu höndunum sínum. ( — Góði vinur, sagði hann blítt og hátiðlega. Skelf- ingar ósköp eru rnörg ár liðin, síðan ég sá þig síðast! Oft hefi ég verið að hugsa um að heimsækja þig, en það hefur aldrei orðið neitt ur því. Þú veizt, að við- skiptalífið krefst hverrar stundar. En í dag gekk ég af tilviljun fram hjá þessu tígulega húsi þínu, og þá var eins og að mér væri hvíslað: Nú ferðu inn. Nú ferðu inn og heilsar upp á þinn gamla, góða æskuvin, Rúdolf Reykness, núverandi háttsettan skrifstofu- stjóra hjá Skipaútgerð ríkisins. Og ég hlýddi þessari rödd, ég hringdi reyndar dyrabjöllunni, og hamingjan reyndist mér hliðholl, því að -ég hitti þig heirna. En hvernig líður þér annars? Og hjvemig liður konunni þinni? Eg hafðí mjög miklar, mætur á henni, þegar við vorum ung. — Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir, sagði skrif- stofustjórinn, yfirbugaður og losaði sig hægt úr fáömi heildsalans. Lám liður prýðilega. Má ég kynna ykkur — þetta er bróðir hennar. — Við höfum þegar kynnt okkur, sagði Hildimund- ur og hneigði sig í áttina til nát'túrufræðingsins. Við höfum átt saman frámunalega skemmtilegar viðræð- ur um snigla. Mágur þinn er vísindamaður. Ég hefi borðað snigla i Frakklandi, en ég verð að segja eins og er, að mér þótti þeir ekki góðir. Mér þótti ostrur betri. Maður fær dásamlegar óstYur í París — huitres. — Komdu inn í skrifstofuna mína og fáðu þér vindil, sagði skrifstofustjórinn. Mágur minn er önn- um kafinn við —hm — vinnu sína. — Skrýtinn snigill, hvíslaði Hildimundur, þegar þeir gengu í gegnum stóru dagstofuna inn i skrif- stofuna. Er ekki svo? — Hann er óneitanlega dálítið frumlegur, sagði Rúdolf kuldalega. En hann er bráðvel gefinn og fram úr skarandi á sínu sviði. — Ég sá það strax, sagði Hildimundur. Hann hef- ur gáfulegt höfuðlag. Og það var fróðlegt að heyra hami tala um sniglana sína. Ný bandvefsbreyting. Ég hefi alltaf haft brennandi áhuga fyrir vísindun- um. 1 sannieika sagt hefði ég! helzt af öllu viljað verða vísindamaður. , - • — Jæja, sagði Reykness. Gjörðu svo vel að fá þér sæti, nei, þarna í hægindastólnum. Má bjóða þér viskí ? — Þakka þér fyrir, kanngki -í þetta skipti, sagði Hildimundur. Annars neyti ég aldrei áfengis. Ég myndi hafa mikla ánægju af að fá að heilsa upp á konuna þína. — Já, nú skal ég kalla á hana, sagði skrifstofu- stjórinn og stóð upp. Eg hugsa, að hún sé heima. Annars er hún önnum kafin um þessar munciir við að undirbúa basar til ágóða fyrir landflótta Rússa. — Það er göfugt starf, reglulega göfugt, sagði Hildimundur, sannfærandi. Það hlýtur að vera á- nægjulegt fyrir þig, að vera giftur svo tiginni konu. Fyri'i maður hennar var ráðherra, ef ég man rétt. Við þekktumst reyndar mjög lítið, höfðum aðeins einu sinni talazt við um borð í Laxfossi á leiðinni frá Borgarnesi, en það fékk mjög á mig, þegar ég frétti andlát hans. Hann framdi sjálfsmorð, að því er mér hefur verið sagt. Já, við berum öll einhvern harm í hjarta. En mikil huggun má það þó vera hinum fram- 1 iðna að vita ekkju sína í góðs manns höndum. • — Ég verð að biðja þig að minnast ekki á þetta mál við konuna mína, þegar hún kemur, sagði Reyk- ness. Það er útrætt mál, sem 'ekki má minnast á fram- ar. — Góði vinur, heldurðu, að ég sé svo óuppdreginn, sagði Hildimundur, gramur. Það eru áreiðanlega ekki margir menn nærgætnari en ég. En, hvað er þetta, frú — berið þér bakkann sjálfar! Hildimundur spratt upp úr djúpum hægindastóln- um og þaut á móti fiú Reykness, sem kom inn í skrif- stofuna með sódavatn og glös. Hann tók við bakkan- um og setti hann á skrifborðið fyrir framan skrif- stofustjórann. — Maðurinn yðar hefur áreiðanlega sagt yður frá mér, sagði Hildimundur. Við vorum óaðskiljanlegir, þegar við vorum drengir. Ó, þió fögru bemskuminn- ingar. Eg varð einnig þeirrar ánæ'gju aðnjótandi að hitta yður einu sinni á dansleik hjá Möllar konsúl í Neskaupstað. Og yðar göfuga fyr. .. . Hildimundur leit óttasleginn á Reykness, sem hleypti lítið eitt í brýnnar. — Já, fyrsti dansleikurinn yðar, hélt Hildimund- ur áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Jæja, kannski hefur það ekki verið sá fyrsti, en þér voruð að minnsta kosti komungar .Ég hefi aldrei gleymt því kvöldi. Hildimundur leit aðdáunaraugum á frú Reykness. Hún var há og gildvaxin með gult hrossandíit og langar tennur. Hún brosti alúðlega til hans. — Maðurinn minn hefur oft talað um yður, sagði hún. Þér eruð heildsali, er það ekki? Er það stórt fyrirtæki, sem þér rekið? — Það er satt að segja hreint ekki svo lítið. Við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.