Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1947 var urð, lagt götnr, grafið fyrir leiðslum, unnið í hafn- argerðinni og sprengt upp grjótið í Öskjuhlíðinni, sem notað var í uppfyllinguna. •„Já,“ sagði verkamaðurinn, augnaráð hans var f jarrænt, þegar hann minntist liðinna daga. ,,Ég vann við sprenginguna í Ösk juhlíðinni. Það voru nú vinnu- brögð, maðm1 minn, þá var annað líf í landi. Eim- vagnamir, Mjölnir og Píóner drógu sina tíu dráttar- vagnana hvor og í þeim var grjótið flutt til sjávar. Mörg handtökin sagðirðu. Ojá, hafnargerðin, slipp- urinn, gatnagerðin og húsbyggingamar, íshöggið á tjöminni, eyrarvinnan, fiskveiðar, síldveiðar, hey- skapur og vegagerð. Þetta er nú starfsskýrsla mín og minna líka. 1 þessa vinnu höfum við lagt æsku okkar og manndóm, líf okkar og blóð. En hver man eftir því, imgi maður? Og er lika nokkuð að muna og þakka? Okkur var borgað kaup, en við vomm líka stuhdum sviknir um það. Á veltiárunum var gott að lifa, í vondu árferði 'hjálpaði Samverjinn, guðskistur hjálpræðishersins, nú vetrarhjálpin, og bærinn var alltaf þrautalendingin og er. En hart ,er það að vera búinn að þræla undir skúfslit og beinbrot öll sín beztu ár og verða svo að lifa á eftirtöldum píringi úr bæj- arsjóði, þegar árin færast yfir og hærar og slit segja til elli, þó að eftir séu kraftar í kögglum og löngun til að bjástra eitthvað og hafa ofan af fyrir sér.“ Ókunni maðurinn nam staðar á gatnamótiun og sneri sér að verkamanninum. ,,Þú ert einn af þeim ónafngreinda f jölda, sem hef- ur breytt Reykjavík úr fiski|x>rpi í myndarlegan höf- uðstað. Þín verk mmru standa um aldir, þó að nafn þitt týnist. Fyrir þér og þínum líkum lyfti ég hatt- inum í lotningu og hag ykkár vildi ég greiða væri ég þess megnugur." Verkamaðurinn hafði hlustað undrandi og hálf- feiminn, ekki laus við að vera hjárænulegur, eins og hann kynni ekki meta lotningu og ofantökur finna manna, en við síðustu orðin kviknaði áhugi í svip hans. „Kannske maðurinn kimni ensku og vilji tala utan í þá brezku fyrir mig.“ „Ég er fús til að gera þér persónulegan greiða, og þó enn fúsari til að hjálpa heildinni, hjálpa ykkur öllum, sem ekki eigið heima á neinu aldursskeiði, ykkur, sem eruð of garnlir til þess að þykja hlutgeng- ir jafnt ungum mönnum, en of ungir til að vera gamalmenni. Að svifta ykkur starfsmöguleikum nálg- ast það að kveða yfir ykkur dauðadóm. En framar öllu öðru vildi ég á einhvern hátt verðlauna ykkur fyrir unnfn störf í þágu bæjar og ríkis. Þið eruð ó- , breyttu hermennimir, sem eigið drýgsta þáttinn í sigrunum, en gleymist, þegar sigurvinningunum er úthlutað." Ókunni maðurinn horfði á barkaðar, vinnumeidd- ar og lúalegar hendur verkamannsins og sagði með þungri áherzlu: „Þú skuldar vist engum neitt, en -þjóðfélagið er í skuid við þig.“ Áð svo mæltu kvaddi hann og fór leiðar sinnar, en verkamaðurinn braut heilann um það, hver hann mundi vera þessi kynlegi náungi. Ef til vill upprenn- andi verkalýðsleiðtogi. Hann hugsaði með sér: Von- andi er hann ekki einn af þeim, sem skríða upp eftir bakinu á okkur til að krækja, sér í völd og virðingar- stöður. ---------I því að hann bar að húsinu, sem hann leigði í kom grannkona hans út í þvottahúsdymar á sínu húsi með plaggadót í fötu, ávarpaði hann og aumkvaði hann fyrir að ganga vinnulaus dag eftir dag. Brátt skipti hún um tón og sagði í illgimislegn glettni: „Mér þykir þú vera farinn að hæna að þér blómarósimar. “ „Aá,“ sagði hann óviðbúinn þessum stefnulivörf- \rm í samtalinu. „Já, ég sá ekki betur en Franska Fía gengi inn til þín í gærkvöldi. Ég hugsaði með mér: alltaf fer Dengsa mínum fram, fyr-st Sibba Sæm og svo Franska Fía.“ Hún glotti við og labbaði yfir að kálgarðsgiiðing- unni, þar sem hún ætlaði að breiða plöggin til þerris. Verkamaðurinn stóð kyrr í sömu sporurn eins og honum hefði að óvörum verið greitt högg. Gat það átt sér stað að prúða, fallega stúlkan, sem hafði strokið honum um vangann og sagt að hann hefði gullhjarta væri alræmd vændiskona. Ötrúlegt var þetta, en honum duldist þó eklri að það mundi vera satt. Og þessari stúlku hafði hann dáðst að og fund- izt hún sýna lítillæti með því að þiggja fátæklegan málsverð við borð hans. Hann hafði jafnvel verið að vona að hún liti irm til hans aftur og segði eitthvað hlýlegt við hann. Nú gladdi sú von hann ekki lengur. Sibba Sæm v^ar öll á brott, en herbergið því líkast, sem þar hefði verið kastað niður sprengju. Hann hlammaði sér á stól við borðið, síuddi olnbogunum á borðplötuna og gróf fingurna í liár sér. ömurleiki, sem átti djúpar rætur í einstæðingsskap hans, en jafnframt var fyrirboði hrottalegrar vit- neskju, fyllti huga hans. Yfirtak var það ömurlegt að vera einbúi, koma að öllu köldu og tómu, óþvegrium ílátum, óumbúnu rúmi, ryki og ræksnum. „Sá, sem á þrifna konu á þarfan hlut,“ segir máltækið og satt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.