Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 40
38 Jólin 1947 Þ J ÓÐVILJINN tiraifi SveÍHsson: Sesseljubylur Höfundur þessa sagnaþáttar, Brafti Sveins- son frá FIöru, hefur lenp fenjíist við ætt- fræðirannsóknir, en auk þe.ss safnað alþýðlej>- um fróðleik oj> þjóðsögum. Hefur nokkuð af því safni komið fyrir almenningssjónir í bók- inni Sópdyngja, er Bragi gaf út árið 1944 ásamt bróður sínuni Jóhanni magister. Mun von á öðru bimli Sópdyngju innan skamms. Veturinn 1837, þann 8. janúar gekk yfir Norður- og Austurland aftaka norðaustanbylur með feikna Ríkisskip. Við skulum sjá: Ætli við verðum ekki að segja Þórarni upp? Það er reyndar leiðinlegt að þurfa þess, hánn er svo einstaklega ágætur piltur, og pabbi hans og ég bjuggum einu sinni saman. Það tekur mig sárt að þurfa að segja honum upp, en .ég mun veita honum góð meðmæli, framúrskarandi góð meðmæli. . — Ég hefi aldrei getað skilið yður til hlítar, Hildi- mundur, sagði félagi hans, hug‘si.; Stundum virðist mér sem þér séuð bezta sál á jörðirini, stundum virð- ist mér þér vera harðlyndasti og miskunnarlausasti forretningsmaður, sem ég nokkiim tíma hefi þekkt. En allt í lagi með það, bara ef allt gengur vel. ★ — Það var fallega gert af vini tþinum, sagði frú Reykness. Hann var einkennilegur í, háttum, en gæða- skinn. Auðvitað getum við ekki umgengizt hann, en þú gætir samt séð um, að Skipaútgerðin kaupi niður- suðuvörur og sósulit af honum. Og nú máttu til með að standa vel í stöðu þinni, Óli minn. Það er svo leið- inlegt, þegar þú hefur ekkert að gera. Gimnlaugur Geirdal starði þunglyndislega á tóm- an grunndiskinn sinn. Hann langaði út til sniglanna sinna. — Já, ég skal gera það, sagði hann. Ef mér bara tækist nú að fá Helix aspersa til að dafna hér í garð- inum. Þá verður húsið þitt frægt, Rúdolf mágur. Einar Bragi íslenzlíaði. veðurhæð og fannkomu. Urðu þá víða skaðar bæði á mönnum og fénaði. Er talið, að alls hafi átján menn orðið úti í bylnum. Flestir skaðar og mestir urðu í Þingeyjarsýslum, enda mun bylurinn hafa verið þar einna snarpastur. Tvær konur frá Leirhofn á Melrakkasléttu urðu úti í byl þessum. Verður sagt frá þeim atburðum hér á eftir: Þá bjó í Leirhöfn Pétur Jónsson, silfursmiðs í Leirhöfn, Vigfússonar. Kona Péturs var Sesselja Pálsdóttir, bónda á Grímstöðum og Vogum við Mývatn, Jónssonar, hálf- systir, samfeðra séra Þorsteini á Háísi. Sagt er, að Mývetningur einn, Björn að nafni, hafi viljað fá Sesselju og heitazt við Pétur út af því og sagt, að hann skyldi sjá svo um, að hann nyti hennar ekki lengi. Þau Pétur og Sesselja áttu einn son, Jón að nafni, og var hann á þriðja ári, þegar hér var komið.. Heimilisfólk i Leirhöfn þennan vetur fyrir utan þau hjón, Pétur og Sesselju var: Guðríður, systir Péturs, Pétur Hákonarson frá Grjótnesi, frændi hans. Kona Péturs var Kristín Ásmundsdóttir frá Fjöll- um í Kelduhverfi, Pálssonar. Sigurður hét sonur þeirra; hann var á þriðja ári. Sá Sigurður varð síðar timburmaður á Akureyri, synir hans voru: Krist- ján kaupmaður á Akureyri og Rögnvaldur faðir Jóns skrúðgarðafræðings í Fífilgerði. Sunnudagsmorguninn 8. jan. var dimmt í lofti og útlit ótryggilegt. Pétur Hákonarson fór snemma um morguninn af vstað inn í Núpasveit að Snartai’stöð- um. Hann var að fylgja tveimur stúlkum, Þórdísi Jónsdóttur, og Ólöfu Stefánsdóttur. Þær voru báðar ættaðar innan úr dölum. Ólöf var dóttir Kvæða- Stefáns frá Skógum í Hörgárdal, bróður Galdra-Þór- i geirs. Pétur bjóst frekar við að koma heim um kvöldið. ' Þó sagði hann að það færi eftir því, hvemig Snartar- staðabóndi tæki á móti þeim, en hann þótti nokkuð mishittur heim að sæk ja. Þá bjó á Snartarstöðum Jón

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.