Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 7
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJINN snarl, sem þær stöllur gætu fengið til að seðja hung- ur sitt. Daglangt höfðu þær ekki nærzt á neinu öðru en einhverju skítbrasi, sem átti að heita kaffi. Meðan þær sátu yfir því í veitingakrá, sem hún nánar til- greindi, höfðu aurar þeirra og sígarettur horfið á grunsamlegan hátt. Þær höfðu gert uppsteit og hót- að frammistöðustúlkunni lögreglurannsókn fyrir að láta stela af þeim rétt á meðan þeim rann blundur í brjóst. Hún hótaði þeim líka lögreglu og jós yfir þær ókvæðisorðum, að síðustu hrökkluðust þær þaðan án nokkurra. skaðabóta. Og nú voru þær hingað komnar í hungursneyð sinni. Átti hann enga bitakörtu? Hann hristi höfuðið dapurlega, það var kort um matvælabirgðir hjá honum, en hann átti þó mjólkur- löggina, sem hann hafði ætlað sér til fyrramálsins, rúgbrauð og margarin, þær máttu svo sem fá þetta stúlkutetrin, ef þær gætu gert sér það að góðu. Hann smokraði sér lika í buxur og hitaði þeim kaffi á þrí- kveikjunni sinni. Sibba f jargviðraðist yfir peningahvarfinu og stelputíkinni á veitingakrónni. Ökunna stúlkan lagði fátt til mála, hún þvoði sér um hendurnar frammi í gangi og borðaði hæversklega. Þegar hún hafði snætt það, sem fram var borið sat hún um stúnd og starði í gaupnir sér með þessum kyrrláta, dula svip, sem lá eins og gríma yfir fögru andliti hennar. „Við skulum flýta okkur, nú er bezti tíminn," sagði Sibba Sæm, dyfti sig i flaustri og klíndi r-auðum lit á varir sínar. ókunna stúlkan reis á fætur, hún var þreytuleg en þó ákveðin S hreyfingimi, hún rétti fram snyrta hönd og strauk verkamanninum yfir vangann. ,,Þú hefur gul)hjarta,“ sagði hún, klökkvalaust, en með þeim raddhreim, sem hlýjaði þeli hans. „Yfirtak ertu kurteis og góð stúlka," sagði hann og reyndi að sjá hana vel, ,,og svona fín og falleg stúlka. Hann verður ekki af ven’a taginu maðurinn þinn.“ Ókunna stúlkan brosti napurt, kvaddi og fór út á • eftir stöllu sinni, en hann horfði undrandi á eftir henni og skildi ekki, hvaða rök gætu legið til þess að hún liefði leitað lags við Sibbu Sæm. --------Rökkui' ágústnæturinnar greiddist í sund- ur, dagsbirtan gægðkst inn um grisjuleg gluggatjöid og skýrði mynd af litlu, óvistlegu súðarherbergi. Und- ir súðinni öðrum megin stóð luralegt rum með mis- litum rúmfatnaði, þar hvíldi vei'kamaðurinn í óvær- urn dúrasvefni. Hann vissi af Sibbu Sæm frammi í ganginum. Hún lá ugglaust við dyrnar hans ofur- ölva og úttauguð af slarki þeirrar nætur, sem nú var horfin fyrir nýrri dagsbrún. Vesalings Sibba Sæm. c*o<£'<í><><><><>o<><x><£<s><><><><><>^^ I ' i . Villur í stílum Setningar þær, sem hér eru birtar, eru þýddar úr nýútkominni amerískri bók. Þær eru allar tekn- ar beint úr stílum og ritgerðum amerískra skóla- nemenda. ‘ 1. Þríliða er það, þegar ein kona giftist 3 mönn- um á sama tíma. 2. Við mundum fjúka út í geiminn, ef ekkert þyngdarlögmál væri til. 3. Maðurinn er skepna, sem klofinn er í annan endann og gengur á klofna endanum. 4. Kompliment kallast það, þegar þú segir ein- hverjum það, sem hann og þú veizt, að er ekki satt. 5. Refur er nokkuð. sem-konur hafa um hálsinn. 6. Ali Baba þýðir að vera f jarverandi, þegar glæp- ur er framinn. 7. Kötturinn er ferhyrndur og fæturnir — eins og venjulega — eru fjórir, einn sitt undir hverju horni. 8. Bezta i*áðið til þess að mjólkin súrni ekki er að láta hana vera í kúnni. 9. Þyngdariögmálið fann Isak Walton. Bezt tek- ur maður eftir áhrifum þess á haustin, þegar ep’in fara að falla af trjánum. 10. Hringur er bogin lípa, sem ómögulegt er að sjá hvai- byrjar. 11. Hæna er mjög skemmtilegur fugl. Hún mynd- ast við það að önnur hæna liggur á eggjum. 12. Þegar við sjáum hlut, fer ljós í gegnum augun inn í heila og lýsir hann upp. 13. Ráð við tannpínu: súptu munnfylli af köldu vatni og sittu svo á eldavélinni þangað til það fer að sjóða. 14. Kálfur er kálfur, þangað til hann á kálf, þá er hann orðinn belja. 15. Biblían er á móti f jölkvæni, því að hún segir, að enginn maður geti þjónað tveimur herrum, 16. Englendingar urðu mótmælendur, en Frakkar héldu áfram að trúa á guð. 17. Elztu íbúar Egyptalands voru kallaðir múmí- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.