Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 6
4 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1,947 legt að þetta Ameríkufargan skyldi hlaupa í Dísu, hún átti stönduga ættingja þar, sem buðu henni hvers konar hjálp og fyrirgreiðslu, ef hún vildi koma veetur. Dísa þekkti enga miskunn, hún lét hann velja. Dísa var ung og falleg, hún hafði bjartara hár en aðrar stúlkur, blárri augu, lifsgleðin hló í svip henn- ar, hreystin fjaðurmagnaði hreyfingar hennar, allir vildu vera vinir hennar. Móðir hans var gömul og grá, þreytt og mædd, hún var hnýtt af gikt og vesæl fyrir brjósti, hún átti engan að nema hann og reyndi að brosa við honum og str júka honum með hnýttum og æðaberum höndunum. Hann átti enga völ. — Eim- skipið myrkvaði fagurbláan vorhimininn og sigldi burt með hamingju lífs hans innan borðs. — „Þig ég unga, þráði mcst, þig ég unga kyssti, þig ég unga þekkti bczt, þig ég unga missti." „Þig ég unga. Mitt í hugsunum hans og kveðskap var hurðinni lokið upp og æskuunnustan hans kom inn björt og rjóð eins og á Suðureynni forðum með heita glampa í augunum eins og þegar hann laut aó henni og snerti vanga hennar. Hví stöðvaðist ekki hjarta hans ? Hví hættu ekki augu hans að sjá? Allt verður eðlilegt í draumi. „Ertu nú loksins komin til mín, Dísa?“ spurði. hann. ,,Já, nú er ég komin," svaraði hún og þá varð hann svo yfirkominn af fögnuði að hann mátti ekki mæla. Dísa leiddi hann að glugganum. „Sjáðu,“ sagði hún og benti honum í vesturátt. Himinninn var blár, yfir hafsbrúninni skýjaborgir reifaðar rósrauðum bjarma. Hann starði undrandi á þessa sýn. Enn voru regndropar á glugganum hans, þeir líktust glódögg, þegar sólin skein í gegn um þá. „Fagurt er sólarlagið," varð honum að orði.“ „Þetta er ekki sólarlag,“ sagði Dísa. „Þetta er dagsbrún. Nú er dagurinn okkar að renna upp. Vertu sæll vinur minn, ég verð að fara núna, en bráðiun kem ég aftur.“ Hún brosti til hans um leið og hún hvarf. Svona var draumurinn hans og hann gat ekki að því gert að honum vöknaði um augu, þegar hann rif j- aði hann upp fyrir sér. Ef til vill var Dísa dáin og vitjaði hans því í draumi, ef til vill væri hann feigur og þau mundu hittast hinum megin. Öðroi hvoru var kvöldkyrrðin. rofin af bifreiða- skrölti, fótataki vegfarenda, stöku hlátri og orða- skvaldri. Flokkur Englendinga þrammaði eftir göt- unni og söng hástöfum. Þeir eru ekki þústaðir af lífinu þessir, hugsaöi himi aldni, þreytti verkamaður, sem örðugt hefði átt með að svara þeirri spumingu, hvort hann þráði meira svefn og gleymsku eða vinnu að morgni. Dauðinn sameinar okkur Dísu, hugsaði hann og þótti vænt um drauminn sinn, enda aldrei séð glaðara bros og fegurri dagsbrún. Nú var drepið á dyrnar hans, síðan tekið í sncril- inn en hurðin var læst. Enn með hugann við draum- inn og hið undursamlega, er hent gæti vatt hann sér fram úr rúminu, sneri lyklinum í skránni, hraðaði sér undir sængina og kallaði: „Kom inn!“ Tvær stúlkur gengu inn í herbergið og buðu gott kvöld. Önnur þeirra var Sibba Sæm. Hann hafði kynnzt henni i síldinni fyrir nokkrum árum. Þá var hún dásnotur hnáta, brosmild og glettin en vita ístöðulaus, lenti vist í einhverjum vandræða félags- skap og varð upp úr því mesta reiðileysismanneskja, sem flosnaði allsstaðar upp, hvort heldur var um vinnu eða húsaskjól að ræða. Kannske var hún aum- ingi frá skaparans hendi, en kannske hafði líka mann- lífið gert hana svona. Vegna kunningsskapar þeirra úr síldinni leitaði hún oft til hans, þegar hún var á hrakhólum, verst var að hún var tekin upp á þeim hvumleiða sið í seinni tíð að berja utan húsið um nætur. Væri henni hleypt inn þrábað hún hann um að lofa sér að liggja einhversstaðar, hún var þá yfir- komin af svefnleysi og hungri og oftar ölvuð en alls- gáð. Hann vorkenndi þessari stúlkukind, sem alls- staðar var útflæmd og hlynnti góðu að henni, en var þó ami í komum hennar og hafði beðið hana að leita einhversstaðar annarsstaðar fyrir sér um næturstað. Hún svaraði því sjaldnast, en horfði á 'hann eitthvað svo sljótt og vonleysislega að honum gekkst hugur við. Það var eins og augun í henni Sibbu væru orðin upplituð, spékopparnir voru eins og rákir í kinnun- um, hárið litlaust og þurrt eins og aska. Yfirtak var æskan forgengileg og fegurðin fljót að fölna. Honum var í fersku minni glaðtýrulega brosið hennar Sibbu, þegar hann kynntist henni fyrst, sællegu vangarnir og líflega, ljósjarpa hárið. Stúlkuna, sem var með Sibbu hafði hann ekki séð áður. Hún var há og gjörvi- leg, brádökk en björt á vangann og svo var hún vel búin og fasprúð, að honum fannst sem hún væri úr allt öðrum heimi en Sibba. Sibba Sæm settist á rúmstokkinn hjá honrnn og innti hann eftir þvi, hvort hann ætti ekki eitthvert

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.