Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 24
ÞJÖÐVILJINN
Jólin 1947
22
uður að sjá um sinn prest, þvi ríki og kirkja eru að-
skilín. Við hverja messu er söfnunarbaukurinn látinn
ganga milli kirkjugesta. „Guði það sem guðs er“.
Séra Sigmar yngri er viðfeldinn maður. Mig furðar á
því hve hann er ófeiminn að tala um vandamál þessa
heims í ræðu sinni. Hann fer hörðum orðum um kyn-
þátta fordóma- og tekur myndarlega svari negranna,
átelur meðferð hinna hvítu á þeim. I einni ,,blokk“ í
negrahverfi New Yorkborgar búa 4000 manns. Ef
öllum þeim 140 milljónum manna, sem byggja Banda-
ríkin væri þjappað saman á þennan hátt og í sams-
konar húsnæði, kæmust þeir fyrir á landsvæði, sem
tæki yfir helminginn af New York, segir séra Sigmar.
Ein mynd af mörgum, sem sýnir lífskjör negranna
í þessu auðugasta landi heims.
Eftir prédikun upphefst sálmasöngur: ,,0h, draw
me Jesus after thee“.
Ennþá minnast menn heimsóknar Sigurgeirs bisk-
ups til Vesturheims. Biskupinn þótti þeim eitt mikið
„séni“, auk þess heilagur maður, doctor of divinity.
Mér skildist hve ísland er hamingjusamt land að eiga
slíkan biskup.
Ámi Friðriksson gekk næstur biskupnum að vin-
sældum. Hann hafði verið ólatur að flytja fyrirlestra
fjo-ir íslendingana í Seattle og fræða þá um ísland nú-
tímans. Að jafnaði eru fundir haldnir í ,,Vestra“
einu sinni í hálfum mánuði. Islendingar að heiman eru
þá jafnan sjálfsagðir dagskrárliðir, ef þeir eru á ferð
í borginni. Mér var ætlað að mæta einn miðvikudag,
frétti.ég síðar, en hafði þá brugðið mér upp til Van-
couver í Brezku Colimibíu. Það varð því ekki af því
að ég léti ljós mitt skína í „Vestra“, enda hefði ég
varla staðizt samanburð við þá frægu fyrirlesara í
Seattle, biskupinn og Áma Friðriksson.
Konráð konsúll tekur mig upp í bíl sinn einn dag-
inn og sýnir mér borgina. Þetta er falleg borg við
fallegt sund, „the Pudget Sound“. Borgin er byggð
á mörgum hæðum á mjórri ræmu meðfram sundinu,
milli þess og Washington vatns, sem er 43 km. á
lengd.
Til norðurs í 220 km. fjarlægð eru landamæri
Canada. Það virðist aðeins bæjarleið hér í Ameríku.
Til suðurs gnæfir Mount Rainier með sinn snævi
þakta tind, 4400 metra háan. Á skaganum til vest-
urs yfir sundið sést til Olympus fjalla ,líka með snjó
á efstu tindum.
í borginni em margir grænir parkar og vinaleg
vötn. Það er skemmtilegt að sjá hve grasið er grænt.
Það em viðbrigði að koma hingað frá Suður-Cali-
fomíu með sínum skrælnuðu pálmum. Hérna em al-
minleg tré. Veðráttan hér er þægileg fyrir íslendinga,
nóg úrkoma, meðalhiti ársins kringum 10° C; yfir
sumarmánuðina um 17° og kringum frostmark í des-
ember.
í miðbænum eru nokkrir skýjakljúfar eins og þeir
gerast í amerískum borgum. Þeir hæstu eru þó ekki
nema 40 hæðir. Það þykir ekki mikið í New York.
Seattle er ekki gömul borg. Fyrir 90 árum komu
fyrstu landnemarnar. Þá réð hér Indíánahöfðingi að
nafni Seattle.
Rétt fyrir aldamótin fannst gullið í Alaska og
Yukon. Þá gekk gullæðið yfir Seattle-borg og hún
tvöfaldaðist að íbúatölu, svo að segja á einni nóttu
— úr 40 þúsundum í 80 þúsundir. Núna er íbúatalan
um 400 þúsundir.
I útjaðri borgarinnar standa Boeing flugvélaverk-
smiðjurnar miklu. Það er nýbúið að segja upp öllum
starfsmönnum þar, 70 þúsund manns, enda er nú
stríðið búið. Á Kyrrahafsströndinni tóku menn varla
eftir stríðinu í Evrópu! Þar var Japan höfuðóvinur-
inn. En nú eru.þeir líka-'sigraðir.
Við Konráð ökum heim á leið yfir Ballard bnina
yfir skipaskurðinn til Washington vatns. Rétt við
brúna stendur verksmiðja með áletruninni, „Halibut
Liver Oil Co.“ á reykháfnum. Framleiðsla: lúðulýsi
og hákarlalýsi, vítamín fyrir milljónir króna. Núna
er laxveiðin í fullum gangi, aldrei verið annar eins
landburður í manna minnum, segir í blöðunum. í leið-
inni heimsækjum við Jón Magnússon. Hann er skraf-
hreifinn og skemmtilegur karl. Hann varðveitir dá-
lítið íslenzkt bókasafn, sem er eign „Vestra“. Ekki
virtist mér það neitt úrval.
Ég var vist búinn að lofa að heimsækja marga-
fleiri, en það verður að bíða betri tíma.
Ég kynntist mörgu góðu íslenzku fólki þarna fyrir
vestan, bæði í Seattle og annars staðar, en jafnan
verður mér minnisstæðust lág og grannvaxin kona á
sjötugsaldri, skáldkonan Jakobína Johnson. Fram-
koma 'hennar er hógvær og elskuleg. Það er eitthvað
fágað yfir henni, eitthvað sambland af sveitakonu og
heimsborgara. Hún tekur ókunnum ferðalang frá
heimalandinu með móðurlegri alúð, eins og væri hann
sonur hennar.
Jakobína hefur einu sinni komið ,,heim“. Það var
fyrir svo sem tíu árum, að mig minnir. Frá þeii’rí
ferð á hún margar góðar minningar, sem henni þykir
gaman að rifja upp, þegar hún hittir íslending að
heiman.
ÓSKAK B. B.IAKNASOiV
1