Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 37

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 37
Jólin 1947 ÞJÓÐVILJINN 35 höfum um tíu skrifstofumenn, og fyrii'tækið er í vexti. — Dósamatur, magálar og soja. —■ Frúin hefur kannski tekið eftir vörumerkinu á stóru sendiferða- bílunum okkar. Þeir eru bláir, og nafn fyrirtækisins er málað með rauðum stöfum á hurðina aftan á. — Eruð þér giftur? spurði frúin. — Já, sagði Hildimundur. Ég giftist fyrir sex ár- um síðan, og einu ári seinna áttum við tvibura. Það eru undursamleg börn. Þau vega þegar eitt hundrað og ellefu pund samtals. En það er því miður ckki allt- af hægt að treysta á útlitið. Ég lít til dæmis nógu 'hraustlega út og veg eitt hmxdrað og níutíu i>und, en samt hefi ég veríð skorinn fjórum smnum upp. Og uppskurðirnir vonx hver öðrum hættulegri Þér eruð giftar frú, og ef þér hafið gaman af, skal ég sýna yður á mér kviðinn. Hann er allur samansaumaður, langs og þvers. Ég veit, að þér hafið aldrei séð neitt þvílíkt. — Þökk, sagði frúin. En ég held samt ekki. .. . má ég tala við þig andartaksstund, Rúdólf. Þér af- sakið, herra Hildimundur. . . . smávegis viðvíkjandi heimilinu.... Þér skiljið.... Frú Reykness brosti næstum ástúðlega og hvarf ásamt manni sinum inn í dagstofuna. — Hvaða fáviti er þetta? spurði hún í lágum hljóð- um, þegar hún hafði lokað dyrunum að skrifstof- unni. — Við vomm eitt sinn saman i skóla, sagði skrif- stofustjórinn. Við höfum ekki sézt í fimmtán ár. Hann segist hafa. gengið hér fram hjá af tilviljun og þá hafa komið auga á nafnspjald mitt á hliðinu. Ann- ars rekur hann víst öflugt og arðbært fyrirtæki. — Geturðu ekki fengið hann til að láta Gunnlaug hafa eitthváð að gera, hvíslaði frú Reykness. Eg þoli ekki að hafa hann hangandi hér jrfir mér öllu lengur. Þetta sniglafargan er alveg að gera mig vitlausa. Og eitthvert gagn hlýtur hann að geta gert, til dæmis á skrifstofu, þó að hann sé reyndar hræðileg liðleskja til allra starfa. — Ég skal tala um það við hann, lofaði skrif- stofustjórinn. En það er heldur ósennilegt, að það beri nokkurn árangur. Rúdólf Reykness fór inn í skrifstofuna aftur. — Læstu dyrunum snöggvast, sagði Hildimundur. — Hva.... Hvers vegna ? spurði Reykness, undr- andi. -— Ég ætla að sýna þér örin á kviðnum á mér, sagði Hildimundur. Kannski heiði mágur þinn líka gaman af að sjá þau, af því að hann er vísindair aður. Jæja, heldurðu ekki. En sjáðu nú bara til. CARL SANDBCBO: Barnstungl Barnið furðar sig á hinu foma tungll sem kerattr á hverju kvöldi. Þáð bendir fingri á hinn gúla'þögula geimbúa, sem skín gegn um grelnar og sáldrar gullsamli á laufið. Það kaliar kátum rómi: „Sko tungiið,“ og sofnar, umlandi um þetta undur veraldar. Hildimundur hneppti frá sér buxurnar, dró skyrt- una og peysuna upp og otaði frarn berri ístninni, sem var öll þéttsett livítum örum, er skárust í margvís- legum hornum. — Er þetta ekiki sniðugt? sagði hann og iagaði föt sín aftui’. Kvíðu'rinn á mér á ekki sinn líka Ég hefi hugsað mér að gera ráðstafanir til, að hamx verði geymdur í vínanda ,þegar ég er dáinn. — Ha, ha, hlo skrifstofustjórinn tilgerðarlega. Gjörðu nú svo vel að dreypa á viskíinu, gamli vinur. Það var í’eglulega ánægjuiegt, að þú skyldir líta inn. En það einkennilegasta er, að ég hefi einmitt núna undanfarið verið að hugsa um að heimsækja þig og spyrja þig ráða. Hildimundur hi'isti höfuðið, vantrúaður. — Þetta segir þú aðeins fyrir kurteisi sakir, góði Reykness, sagði hann. Hvenxig í ósköpimum ætti ég að geta orðið þér 'að liði ? Þú sem varst alltaf efstxir í skóla, en ég neðstur. Og nú ert þú mikils metinn nxaður meðal þinnar stéttar. Mér er sagt, að ætlun- in sé að gera þig að foi’stjóra Skipaútgerðar ríkis- ins, þegar Pálmi fer frá. — Aðstoðarforstjóra, leiðrétti Reykness. — Forstjóri er þó alltaf forstjóri, sagði Hildi- mundur. Þú gegnir þegar þvi ábyrgðannikla starfi að sjá xxm innkaup allra matvæla fyrir skipin. Ég rek nú bara tiltölulega lítið fyrirtæki og er auk þess aðeins meðeigandi þess. En úr því við sitjum nú hér l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.