Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 11
Jólin 1947 Þ JÖÐ VILJINN 9 var það, en þótt vistlegt heimili væri ein af unaðs- semdum lífsins var honum þó enn meira saknaðar- efni að njóta ekki neins kærleika, engrar umhyggju og hlýrrar samúðar, sem breiddi sig út yfir áhyggjur hans og vandkvæði. Hann langaði til að vermast af yl óeigingjarnar vináttu og vera sjálfur góður. Það hafði löngum hlýjað honum í þeli að greiða úr ann- •arra erfiðleikum, þótt ekki væri annað en vísa villt- um til vegar, gefa svöngum brauðsneið og lána flæk- ingi rúmið sitt. Hvað kom að Sibbu Sæm að hverfa svo skjótlega? Hann, sem hafði ætlað að gæða henni á kaffi og vín- arbrauðum, þegar hann kæmi heim. Og betur hefði hún getað skilið við, en aumingjaskapurinn var nú svona á öllum sviðum. Hvers vegna gapti skáphurðin svona? Hann reis i skyndi af brakandi stólnum og kaldsvitnaði af ónota- legri grunsemd, þegar hann sá að skáphurðin hafði verið opnuð með því að stinga hnífgrélunni hans inn með læsingarjárninu. Grunsemd hans reyndist rétt. Þrjátíu krónum, sem næst aleigu hans í reiðu fé hafði verið stolið. Þetta voru laun Sibbu Sæm fyrir gistinguna. Lamaður af undi-un og hugarkvöl lét verkamaður- inn fallast aftur á stólinn við slitna, rauðmálaða vængborðið, sem var rykugt og útatað, að baki hans var sundurflakandi flet hans, gegnt honum bekkux’- inn, sem skækjan hafði legið á. Á gömlum stól með rimlabaki og brunablettum stóð þríkveikjan og pott- ur yfir, í honum voru leifar af máltíðinni, sem hann hafði búið gesti sínum. A snúru í einu hei’bergis- horninu héngu sokkar, sem enginn braut á Iiæl fyrir hann. Augu hans sáu, hugur hans skynjaði átakan- lega skýrt, óhirðuna, einstæðingsskapinn. Fyrir þá einu gleði, sem lífið hafði ekki tekið frá honum, gleð- ina yfir því að gera öðrum gott, hafði hann nú hlotið haröa refsingu. Þrjátíu krónur! Hann horfði á krepptar hendurnar, sem höfðu aflað þeirra. Þrautir, svita og áhættu höfðu þær kostað, þessar krónur, og tap þeirra mundi þrengja hag hans um hríð. En hvað var það þó á móti þeirri hugsun að hafa verið rænd- ur af gesti sínum. Þessum vesaling, sem skreið inn til hans hrakinn og fyrirlitinn og fann hjá honum skjól. Hvers vegna fór hann á mis við alla hamingju þessa heirr^s? Líka á mis við það að finna einhvern örlítinn þakklætisvott fyrir það, að hlynna að hin- um aumustu aumu. Fylgdi það hrösuninni að glata tilfinningunni fyrir velvild og vinargreiða? Eða voru Carl Sandburg: Að hausti. Umlir sigð mánans við silíraðra geisla glit á gulnuðu laufi kemur hinn grái gárungi, dauðinn, að hvísla þér eintali í eyra, íegurstur vina, í fullum trúnaði, Fríða Einars þýddi. það'aðeins úrhrök, sem til hans komu, þegar þau áttu ekki annars úrkosta? Hann sökk dýpra og dýpra niður í hugarvíl, tár eftir tár læddust fram í augnakrókana og runnu nið- ur með nefinu. Hann kveið jafnt fyrir dauða scm lífi. Hver mundi veita honum nábjargirnar ? Og gröf- in var ísköld og myrk. — En þegar örvæntingm var svörtust x’ofaði til. Draumui’inn. Hin fegui’sta dags- bx*ún, sem dauðlegt auga fær litið. Dagsbnxn í vestri hlaut að boða dögun í dauðanum, nýtt líf. Nýtt líf með Dísu á landinu handan við djúpið mikla. Þau bæði eilif ung á sígrænum teig. Dísa ætlaöi báðum að koma til hans, Dísa hans með rjóðu vangana og löixgu, ljósu fléttui’nar. Kamxske var skilixaður þeii’ra aðeins reymslustur.d. Verkamaðurinn starði framundan sér heillaður af nýrri von. Svo tók hann til sta.rfa, setti brenglaðan blilz.’iketil yfir loga, þunkaði af ryk og þvoði gólf. Þegr.r ketillinn blés franx í túðuna renndi hann upp á bláu kaffikönnuna sína. Kaffið seig seiixt niður um þéttan pokann. Meðan hann beið raulaði haxxn fyrir munni sér stef Feigs Fallandasoixar: „Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi’ eg fram á veginn. Gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinum megin.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.