Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 31
Jólin 1947 Þ J Ó Ð V I L J 1 N N 29 laust, sá ekki annað en þá, heyrði ekki til annars en þeirra, hugsaði varla um annað. Bemskuvinir minir voni komnir þarna til mín, þeir Harún, Konkordíus og Demosþenes Dóstójevskí, að sjálfsögðu barnslegir og elskulegir eins og jafnan fyrr, allt öðruvísi en þeir miklu menn, sem lesa má um í sögum og lögðu undir sig heiminn, — allt öðruvísi en þeir. Hingað voru þeir komnir, eitthvað af þeim, óneit- anlega mikið bréyttir, því miður, ekki lengur ungir heldur gamlir, ekki fallegir heldur ljótir, ekki rikir heldur fátækir — og fundu til fátæktarinnar. Hingað voru þeir komnir. Samt ekki þeir sjálfir, heldur ein- hver þáttur af þeim. Ég vissi, að Harán, Konkordíus og Dóstójevskí voru allir heima á Fróni, kannske löngu grafnir. Þó birtust þeir hér. En — Af hverju höfðu þeir breytzt ? Af hver ju voru þeir ekki enn þeir sömu og forðum? Hvers vegna var Konni orðinn svona dapur, fingur hans svona ljótir, hár hans litlaust? Og hvers vegna gekk hann í svona ljótum fötum? Hvað hefur komið fyrir? Eitthvað skelfilegt, brjálað, ógnandi hefur komið fyrir ykkur, vinir mínir. Alla. Einnig þig, Harún, sem virtist þó svo sterkur í trúnni, örugglega geymdur í leyndasta afkima móðurkirkjunnar, næsta frumleg- ur í öllu því, sem þú varst að skrifa. Eitthvað skelfi- legt, brjálað, ógnandi einnig komið fyrir þig. Og hvað skyldi hún mamma þín segja, Demosþenes Dóstójevskí, ef hún sæi þig hún María mamma þín? Henni var alltaf svo annt um þig; ég man, að ég sá hana einu sinni gráta, þegar þú varst ekki kominn heim klukkan ellefu um nótt og varst að byrja að leika þér úti. Hún hristi höfuðið með rauða hárinu svo mæðulega, að ég hefi aldrei séð neina konu jafn mædda og hún var þá. Hvað skyldi hún segja? Hvað er það sem hefur komið fyrir ykkur, glapið ykkur, slævt ykkur, gert ykkur að tötrughypjum og ræflum, líka einmana dauðum hlutum, leitt ykkur eins og ósjálfráðar tuskubrúður út á þetta hvítglóandi torg ? Hvað? Svo rifjast eitthvað upp fyrir mér. Skyndilega. Ég átta mig á einhverju, sem ég hefi Iengi haft fyrir aug- unum; stöðugt hefur verið að kveða við eyrum mér, aldrei fjarlægzt mig í öllu þessi löngu ár, síðan ég var heima; nú er eins og ég sé fyrst að átta mig á því, að það hafi verið, að það muni hafa einhverjar afleiðingar, að þið vinir mínir komizt ekki heilir frá þvi, — og þetta rifjast allt upp; kannske eru þetta ótal fyrirsagnir úr dagblöðunum, endurómandi radd- ir gjallarhorna og véla, 'hrjúf snerting ófreskjunnar, nema hvað, aðeins eitt orð er. Það er aðeins eitt orð: STRÍÐ Hefur stríðið í raun og veru getað gert ykkur þann- ig, ungu skáldin vinir mínir, ykkur Harún, Dóstójev- skí og Konkordíus? Getur það verið? Er það þetta, sem ég sé þegar ég kem heim? Eru þetta fallegu ung- lingarnir, sem ætluðu að leggja. undir sig löndin, kunnu að spila á píanó, áttu guð, vildu skrifa þykkar bækur? í stórborgum eru margar hættur. Ein er sú að hvíla sig oflengi á bekk í steikjandi sólarhita, tala við ókunnuga eða tala ekki, virða fyr- ir sér persónur, rif ja upp lönguliðna atburði og minn- ingar um týnda vini, gleyma tímanum. Ég þýt upp af bekknum með dofa í fótunum og svart fyrir augunum. Svo átta ég mig. Sessunautar mínir eru horfnir úr augsýn. Ég hefi víst setið einsamall. Og ég hefi gleymt tímanum. Svo lengi hefi ég dvalizt á bekknum, að trjákrónumar eru ekki lengur til neins skjóls fyrir sólinni. Ég ný augun eins og ég sé vakinn af svefni, þó skal enginn halda, að ég hafi sofið; ég reika um kring litla stund, því ég veit ekki strax hvert skal halda; ég fer ekki langt frá bekknum; það er eins og mér finnist eitthvert öryggi í því að fara þaðan ekki fýrr en ég sé búinn að ákveða livert ég skuli halda. Svo verður mér litið á bekkinn. Þar situr kona, hbkin, við aldur, svartklædd. Hún hefur keyþt rauða rós, eina af þessum dauða- dæmdu. Ég geng nær. Hár konunnar er mjög farið að grána, það sé ég úr f jarska. En þegar ég kem nær, sýnist mér ekki betur en móti fyrir rauðri slikju. — María! Nei! Ekki María! Hamingjan hjálpi mér, þetta má alls ekki líkjast Maríu, þetta má ekki líkjast neinum, sem ég hefi þekkt, ég má ekki hugsa um það, ég rná ekki horfa á konuna ! Þess vegna hraða ég mér á brott, eitthvað, hraða mér frá bekknum, torginu og brautarstöðinni (klukk- an er yfir fimm), hraða mér inn í smágöturnar í Skuggahverfinu gamla. Þar er samt enginn skuggi. Þar er ekkert annað en steikjandi sólskin. Enginn skal halda, að þar sé skuggi. En þar er heldur eng- inn bekkur, og ég freistast ekki til að hvíla mig. Helsingfors, Malmö o. v. s. 1. sumar og haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.