Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 46

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 46
44 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1947 stríðsárunum voru þau endui'bætt og auk kafbáta geta þau nú einnig fundið fisktorfur í sjónum. Þetta er mál, sem við íslendingar ættum að fylgjast vel með, því að tæki þessi gætu vel orðið að liði við fiskveiðar okkar og eru nú þegar notuð af ýmsum, þó að ennþá megi heita að það sé á tilraunastigi. Með þessum tækjum ætti t. d. að vera hægt að sjá síldar- torfur í sjónum jafnvel þó að síldin vaði ekki. Ef við svo hefðum veiðiaðferðir til að veiða síldina miðsjáv- ar, þá gæti það orðið til þess að síldarafkoman yrði mun tryggari en hún er nú. Hagnýting atómorkuimar Að lokum vil ég minnast á það afrek amerískra vísindamanna, sem mesta eftirtekt hefur vakið, en" það er hagnýting orku atómkjarnans. Eðlisfræðing- um hefur nú verið það ljóst i hér um bil hálfa öld, að atómkjarninn átti yfir geysimikilli orku að búa, miklu meiri en hægt var að fá fram með efnabreyt- ingum. Það varð þó ekki séð, hvernig orka þessi yrði notfærð, þvi að atómkjarninn stóð af sér allar árásir mannanna og ekkert virtist þess megnugt að leysa úr læðingi hina innibyrgðu orku. Einhverntima á þriðja tug þessarar aldar lét Lord Rutherford, einn af for- vígismönnum atómrannsóknanna, svo um mælt að litlar líkur væru á því, að menn næðu nokkumtima svo miklu valdi yfir atómkjömunum, að þeir gætu hagnýtt sér orku þeirra. En ekki var gefizt upp, og eftir 1930 hófust árás- irnar á nýjan leik með auknum eldmóði. Hugvits- menn byggðu tæki, sem sendu kjörnunum skeyti svo skæð ,að þeir fengu ekki lengur staðizt, en urðu fyrir ýmis konar breytingum. Nú hófst gullöld alkemist- anna, og þar sem menn höfðu áður keppzt um að finna ný efni, þá kepptust þeir nú um að búa til ný efni. Við ýmsar þær kjarnabreytingar, sem athugað- ar voru kom það í Ijós að orkan sem kjarninn gaf frá sér var meiri en orkan, sem hann tók á móti með skeytinu, sem orsakaði breytinguna. Heildarútkoman var þó ætíð sú, að það var mikill reksturshalli á orku- Kjarnorkustöð Bandaríkjamanna við Oak Ridge i Tennessee

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.