Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 33

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 33
Jólín 1947 ÞJÓÐVILJINN sagði hún, „heyrirðu ekki?“ Jú, ég heyrði. Tað- ið var að hrynja úr taðstálinu, og í skinnunum skrjáfaði uppi í ræfrinu. Sótið hrundi úr síóru húðarskinni. ,,Já, já, er það þá svona!" sagði hún og gaf mér auga, íbyggin. „Það mmi þó ekki vera „sú gamla“, — máske líka Pottkrælc- ir.“ — Ekki sá ég nú krókinn koma niður úr stromp- inum, en það hafði Anna séð, þegar hún var lítil. En reykurinn vatt sér í alls konar sveiflum upp i strompinn, og flotfroðan vall um pottbarminn. „Svo að þú farir nú með 'góðu, greyið mitt," sagði Anna, „slcal ég segja þér eina sögu, og svo ’fer þú strax! — Það var eldakona, sem einu sinni sat í útield- húsi og eldaði jólalcjötið. Eldhúsið var austast í bæj- arröð og löng göng. Vissi hún þá ekki, fyrri en úti- legumaður í grárri og slitinni duggaraburu kom inn eldhúsgöngin. Eldakonan lét sér ekki bilt við verða, en tekur flotsora í ausublaðið ofari af pottinum og býður honum. Maðurinn þiggur það, og sá konan, að klær voru á fingrum hans í stað nagla. Hún veiðir þá bóglegg upp úr suðunni og spyr, hvort hann vilji borða. En meðan maðurinn færir sig eftir leggnum, skýtur eldakonan sér fram hjá hommi og út úr eld- húsinu. Þegar svo aftur fólkið kom í eldhúsið, var maðurinn horfinn og bógleggurinn.“ Mér varð litið fram í eldhúsgöngin, og nú fylgdi Anna gamla mér gegnum göngin og bæjardymar, en baðstofugöngin þorði ég að fara einn. Hljóp ég gegn- um þau og upp stigann og lyfti baðstofuhleranum upp með herðunum. Gætti þess svo ekki að láta hann falla niður hægt. Hlerinn skall niður með skramli miklu. Sigmundur gamli sat þar beint á móti og spann hrosshár. Kipptist hann við, er hlerinn skall, og hreytti ónotum til mín. „Hafðu þetta, skítholtið þitt,“ sagði hann og kast- aði til mín þvættri tóbakstuggu. Það var mér hinn mesti viðbjóður. Mamma sat og bryddi jólaskó, systur mínar saum- uðu ný föt. Pabbi var í stofunni og lagaði til kirkju- kertin og tók af þeim staupin. En Gvendur boraði leirdisk sem» brotnað hafði. Allir störfuðu, og ég var látinn halda í eltiskinn, meðan ristir voru af því þvengir og bryddingar. í vökulok fór mamma ofan og kom með logheit bjúgu, sem hún skar niður handa heimilisfólkinu. Það var aldeilis réttur og aukaréttur. Svo var lengd vakan og ég látinn í rúmið til ömmu. Hún var bljúg og góð. Jólahelgin var að svífa á hana, 31 eins konar hátíðleiki var í orðum hennar, og hún sagði mér um þennan hátíðisdag, sem nú væri að liða. Fyxx meir var hann miklu hátíðlegri, þá fcáru menn fram dýrar gjafir til guðsþakka, og gulli búin skrín voru skreytt og borin um til að gleðja fólkið, sein lof- aði Guð og hinn helga Þorlák biskup. Svo . göi hún: „En það var nú ekki rétt að gefa neinum marni . dýrðina. Guð eiiui á að tilbiðja. Samt var þettg fag ur siður, og Guð umbar fávizku fólksins." Forvitnin óx hjá mér, óg það var víst komio undir afturelding, þegar ég var tekinn f á ömrm:. húu mig. iieyra Þorlákskvæði, sagöi me; i>n v. fr. í kaþólskum kirkjum og kraftaverk, er gvm fyrir Þorlák biskup. Hún gleymdi þó el:ki að taka i> e m að einn Guð bæri að tilbiðja. JÓLANÖTTIN Nóttin helga fór í hönd. Áliðið var aðfangadagsins: kirkjukertin horfiu og komin út í Sólheimakirkju. Buið að senda kerti og' ýmsar jólagjafir víðs vegar til fátæklinga. Aðeins einn jólagéstur sat eftir af öllum þeim gestum, sem komið höfðu í dag. Stúlkumar höföu rr-ðað öshumun nýþvegnum á búrbekkinn, sópað undan öllum rúmum og þvegið rúmstokkana. Öll gólf voru tái hrein, og helzt máttu börnin ekki koma inn allan daginn. Fá- tækraþerririnn brást ekki, og engin flík var óhrcin innan bæjar. I kýrkláfunum var bezta taöa., og öll verkfæri hrein. Rokkarnir allir, kembukassar og hesputré var sett út á miðloft og raðað þar, og blöð- in, sem alltaf voru geymd uppundir í sperrukverk, horfin. Þegar dimma tók, var borinn þvottabalii inn í norð- urhús, þar sem vefstaðurinn var. Og þar var allagt gólfið með boldangi. Sjóðandi hoitu vatni var hellt í ballann, og þegar það var mátulega heitt, voriun við börnin kölluð þangað og þvegin frá hvirfli t!l ilja. Þarna var nokkuð heitt af vatnsgufu, en kaldara mátti það samt ekki vera. En áðui fórum við í eldhús- ið, þar beið Inga systir ogf beygði okfur ofan yfir keytustamp, sem hún svo vatt á okkm -hó: ið upp úr. Þetta var það versta fyrir jólin. Eg kreisti aftur aug- un og beit saman munninum, þorði vo.rla að ondti, meðan á þessu stóð. Svo þerraði hún höfuðið og bárið með strigadúk og lét okkur hlaupa imKi.4-kerlauginni í vefjarhúsinu. Það var mikil svölun J>ar að baða rig eftir höíuðþvottinn í eldhúsinu. Þetta gekk eftir röð, og alltaf varð að bæta í ballann nýju heitu vatni, Svo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.