Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 28
26 ÞJÖÐVILJINN Jólin 1947 Á, með skáldnm á hrítu torgi Öfullgerðsmásagaeftir ELÍAS MAR Sumar í erlendri borg. Götur stikna í sólskini, mal- Svo finnst mér ég ekkert þurfa að segja við þá, bik rennur sundur,, grjóthellur verða viðkomu eins og brennheitar oínplötur. Maður flýr hitann og leitar forsælimnar. Þessi maður er ég, og ég leita forsælunnar undir trjákrón- um á markaðstorgi. Þar sezt ég á bekk og sit lengi. Eg er þegar búinn að sitja lengi, og nú koma til mín tveir menn og sitja með mér á bekknum. Þeir haí'a leitað forsælunnar og funcHð hana á sama stað og ég finn hana. Þannig sitjum við nú þrír í forsæl- unni. Ég segi ekkert. Mennirnir segja ekkert heldui’, lengi. Ég horfi á þá, án þess þeir viti af því. Þeir horfa ekki á mig. Ég sé, að annar maðurinn er að minnsta kosti fer- tugur, hinn að minnsta kosti tvítugur. Ég sé, að þeir eru rajög illa til fara. Ég sé, að þeir horfa á markað- inn, og þeir tyggja eldspýtur, báðir. Ég sé, að þeir eru píreygir þegar þeir horfa á hvítt torgið. Svo sé ég þá ekki meir. Ég lít af þeim, á torgið, og þarf ekki að sjá þá meir. Þá segir annar maðurinn, sá sem er fertugur: — Sígarettu ? Hann n.cgir þetta við mig, en ’hann lítur ekki á mig, heídur út á torgið. Hann segir þetta svo hátt, að hann hlýtur að tala við mig. Ég rétti að honum opið veski. Harm tekur sígarettu úr veskinu og lítur nú á mig, þaklcar kurteislega fyrir sig. Ég gef honum eld í sígarettuna. - 7>aö er anzi heitt núna, segi ég og set vesk- io í vasann. Þá man ég eftir þvi, hvo sjálfsagt er að bjóðu hinum manninum sígarettu líka-. En hann viil ekki sígafettu. Fertugi maðurinn segir, að sá tvítugi sé í mánaðarbindindi á allar nautnir, einnig nikótín. j ' . "J • — Það er anzi heitt núna, segi ég. — Hæ-hó! segir þá hinn maðurinn, því nú koma tveir unglingar að bekknum og fá sér sæti. — Halló! segja þeir. — Já, það er anzi heitt. Einhver okkar segir enn einu sinni, að það sé mjög heitt, óþolandi heitt. \ lengi, unz ég segi: — Hvað ætli klukkan sé ? Þá tek ég fyrst eftir því, a,ð menniniir hafa verið þögulir drjúga stund og líta nú á mig, allir, þegar ég spyr. Einn snýr sér við, og ég sný mér líka við. Uppi í háum turni er gyllt skífa og stórir vísar, gylltir. I þessari borg eru margir turnar með þannig klukkum. — Hálftvö, segir maðurinn. — Já, segi ég og set mig í þægilegar stellingar á ný- Enn líður drjúg stund. Ég hefi setið mjög lengi á bekknum í forsælunni. Þá er sagt við mig (ég var í þann veg að sofna), og rödd mannsms er glaðleg: — Ertu aðkomandi hér? Ég galopna augun, þrátt fyrir ofbirtuna, lít á manniim, af honum aftur, á torgið-, og segi nei. — Ég hefi verið hér í sex ár. — Einmitt. — En nú er ég að fara heim. — Jahá. — Já. Ég á ekki heima hér, skiljið þér. — Það var og. — Ég hefi bara verið hér. Ég ætlaði aldrei að vera hér svona lengi. Þetta er bara langur tími, þegar maður fer að hugsá út í það. — Einmitt. — Ha? — Alveg rétt. Svo þegi ég. Ég hefi sagt alltof mikið við manninn. Ég ákveð að þegja áfram. — Og ert nú að fara? spyr hann. •.. Já, svara ég. Svo er þögn. — Hvert? spyr hann. — Heim, svara ég. — Hvar áttu heima ? spyr hann. — Alla leið norður á fslandi, svara ég og brosi eins og ég geri stundum þegar ég segist vera frá íslandi. — íslandi? spyr hann. — Já, svara ég. — Hann er alla leið frá fslandi! segir hami við lagsmenn sína, en það er óþarfi, þvi þeir heyra hvað ég er að segja. Þeir horfa allir á mig, og þannig sem i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.