Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 43

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 43
Jólin 1947 ÞJÖÐVILJINN 41 fékk áhuga fyrir grundvallaratriðum lífeðlisfræð- innar og hefur nú í allmörg ár starfað að rannsóknum á bakteríuvinisum. Hann er nú meðal hinna fremstu á því sviði. Það var ekki tilviljun að prófessor Del- briick valdi virusana sem rannsóknarefni, því að þeir gefa einstætt tækifæri til þess að rannsaka þróunar- gang lífsins. Vírusarnir eru mjög smáir, minni en nokkur baktería, og það hefur jafnvel verið deilt rnn, hvort þeir væru lifandi eða dauðir. Þeir líkjast lif- andi verum i þvi, að ein vírusögn orsakar myndun annarrar sams konar agnar, þó ekki nema í sambandi við lífvenrr. Á hinn bóginn hafa vírusarnir aðra eig- inleika, sem annars koma aðeins fyrir hjá dauðum efnum. Það hefur t. d. tekizt að kristallisera suma þeirra. Hér höfum við þá agnir, varla stærri en stór móle- kúl (sameindir), sem eru þeim hæfileikum gæddar að geta orsakað myndun sams konar agna með nærveru sinni. Það mætti því ætla að rannsóknir á háttarlagi þessara agna yrðu til þess að kasta einhverju ljósi á hinar óleystu gátur arfgengisins, einnig 'hjá fjöl- breyttari lífverum. I vírusunum koma einnig fyrir breytingar, sem að öllu leyti líkjast stökkbreyting- vun hjá lífverunum, þ. e. a. s. breytingar, sem gerast skyndilega og ganga í erfðir. Vírusamir eru af sömu stærðargráðu og genin, sem valda stökkbreytingum hinna f jölbreyttari lífvera, svo að hér höfum við að- stæður ,sem jafnast á við, að við gætum rannsakað breytingamar í genunum sjálfum, án þess að þurfa að fást við áhrif þeirra á frumur likamans. Einna auðveldast er að gera tilraunir á bakteríu- vírusum. I>eir lifa sem ,,snýkjudýr“ á bakteríum, en sambúð þeirrá við bakteríumar er þarrnig varið, að vímsögn, sem tekur sér aðsetur á eða. í bakteríu, gengur af henni dauðri, því að eftir svo sem 20 mín- útur springur bakterían, en út úr henni koma um 100 nýjar vírusagnir. Með hverjum hætti margföld- unin gerist, er þó ekki útkljáð mál. Um áramótin ’45—’46 tók ég að starfa við há- skólann í Princeton og vann að rannsóknum á geim- Hernám vísindanna — radartæki .... íi lp' f|! 1-.. 1 ' * KjarnorkustÖð Bandaríkjamanna við Pasco í Washington 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.