Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 4
Il % á Nýíundnalandi og við St. Lawrence- flóann um 1000 en á vorum dögum. Þes-s má geta, að vínviður er ræktað- ur á Englandi á miðöldum eða alllangt norður fyrir 50. breiddarbaug, en sú ræktun lagðist niður sökum kólnandi veðráttu. Sama er að segja um vín- viðarrækt á Norður-Frakklandi. Menn hafa bollalagt talsvert um nafnið Vínland, jafnvel talið, að það sé afbökun úr orðinu Vinlánd = beililand; sbr. vin = mörk eða hag- lendi. Þær getgátur eru út í bláinn. Vilji menn ekki hlíta þeim skýringum, sem íslenzkar heimildir greina, sökum þess að þeir Leifur heppni hafi ekki komizt svo sunnarlega, að þeir hafi náð til berja, þá liggur næst að ætla, að nafnið sé skrumauglýsing vestur- faraagenta (sbr. Kristján Eldjárn: Gengið á reka 122—123). „Sjaldan voru drykkjur á Grænlandi“, segir í Fóst- bræðra sögu5 os er það einhver trega- blandnasta setning íslenzkra fornrita. Nafnið Grænland var agnið, sem Ei- ríkur rauði beitti fyrir íslendinga til þess að ginna þá til Grænlandsferða. Sver Vínlandsnafnið sig ekki í ætt til sonarins? Hvað var sárþyrstum Græn- lendingum girnilegra en Vínland hið góða? Vínland er úr sögunni eftir leiðang- ur Þorfinns karlsefnis. Snemma á 12. öld virðast Grænlendingar ekki vita með vissu, hvar þess sé að leita. Þar með er ekki sagt, að Grænlend- ingar eða norrænir menn hafi gleymt að glatað þekkingunni á löndum Norð- ur-Ameríku. Við árið 1347 segir svo í íslenzkum annáium: „Þá kom og skip af Grænlandi minna vexti en smá ís- landsför. .. Það kom í Straumf jörð hinn ytra (þ.e. á Snæfellsnesi). Það var akkerislaust. Þar voru á 17 menn og höfðu farið til Marklands, en síðan orðið hingað hafreka". Samkvæmt Grænlendinga sögu kanna þeir Leifur þrjú lönd vestan hafs, Helluland lá nyrzt, og er talið, að það hafi verið Baffinsland eða norðurhluti Labrador- skagans; þá kom Markland, suðurhluti Labrador eða Nýfundnaland, nema bæði þau lönd hafi borið það nafn. Landkönnuðunum hefur ekki verið ljóst, að Nýfundnaland var eyja. Þar suður af lá Vínland. Hafi landkönnuð- irnir fornu náð að norðurtakmörkum vínviðarins um árið 1000, og landið hlotið nafn sitt af því, þá hafa þau landamæri sennilega færzt alllangt til suðurs á 12. og 13. öld. Verið getur að einkennisgróður landsins hafi bók- staflega færzt suðud fyrir griplengd grænlenzkra sæfara á þessu tímabili, þótt það hafi legið innan þess svæð- is á 11. öld. Engum blöðum er um það að fletta, að landkönnuðirnir fornu hafa komið til Labrador og Ný- fundnalands og Markland hefur verið réttnefni á þessum löndum á norræna tungu. Einnig bendir sumt til þess, að vitneskjan um þessi lönd hafi ekki glatazt með öllu og hún hafi verið landkönnuðum 15. aldar nokkuð leið- arljós. Um það atriði hef ég fjallað í grein í Andvara síðastliðið sumar. Þótt Vínland hafi horfið úr sögunni með Þorfinni karlsefni, jafnvel af nátt- úruíræðilegum orsökum, þá er spurn- ingunni eftir sem áður ósvarað, hvert leiðangur hans náði. Helge Ingstad telur líklegt, að þeir Þorfinnur hafi slegið tjöldum á Rhode Island, en það er fylki í Bandaríkjunum suður af Boston. Sú staðarákvörðun hvílir eink- um á því, að þar eru kolanámur (antrasitkol), en antrasitmoli fannst í bæjarrústum á Sandnesi í Vestribyggð. á Grænlandi, en þar bjuggu e.t.v. þau Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þor- björnsdóttir. Engar antrasit-námur eru á Grænlándi, þess vegna hefur Helge og fleiri talið, að kolamolinn gæti ein-. ungis verið kominn að Sandnesi sunn- an frá Rhode Island = Vínlandi. Nú er það harla ósennilegt, að Þorfinnur karlsefni hafi farið að stunda kola- gröft á Vínlandi. Þess ber a.m.k. að gæta, að miklar antrasit-námur eru í Wales, og Bristol var ein mesta sigl- ingaborg Englands á miðöldum. Ég veit ekki, hvenær Englendingar hafa farið að brenna kolum, en þeir verzla með kol á 15. öld og e.t.v. fyrr. Þó er mér ekki kunnugt um það, að kol flytjist hingað fyrr en seint á 16. öld. Vandamál Vínlandsferðanna verða ekki afgreidd í stuttri blaðagrein; einkum er það ekki á færi manns, sem hefur mjög takmarkaða möguleika á því að fylgjast með því, sem unn- ið er að þessum málum í öðrum lönd- um. Á ítalíu, í Bandaríkjunum og Noregi eru menn önnum kafnir við að reyna aö leysa gátu Vínlandsferðanna, og á næstu árum munum við heyra ýmislegt um þau fræði. Vonandi tekst Helge Ingstad að leiða eitthvað í ljós um dvöl norrænna manna á Nýfundna- landi. Nyrzti skagi þess lands kemur talsverf við landfundasögu 15. aldar (ferðir Cabots), og það á Helge að vera Ijóst m.a. af ritgerð amerísks prófessors í The Hispanic American Historical Review 1956. Á þeim skaga hafa leiðangursmenn, sem leituðu norðurleiðarinnar til Asíu eflaust oft slegið búðum sfnum. Vitað er, að Dana- og Portúgalskonungur gerðu út landa- leitarleiðangur til landa Vestan Atlanz- hafs um 1476 og útgerðarmenn í Bristot voru farnir að senda skip að leita landa vestur af írlandi um 1480. Grænlendingar sigldu einnig vestur til Marklands a.m.k. 1347. Á skaga þess- um getur margt leynzt, en það er vafa- samt, að bar opinberist neitt sem „sannar“ eitthvað um legu hins eina og sanna Vínlands. Námu Grænlendingar hinir fornu land í Kanada? I bók sinni um Grænland, sem áður hefur verið nefnd, styður Helge á ýms- an hátt betur en áður þá kenningu, að Grænlendingar hinir fornu hafi flutzt til Kanada og setzt þar að. Or- saktr flóttans hafi m.a. verið s.iórán enskra víkinaa á 15. öld. För hans til Kanada í sumar mun upphaflega hafa verið gerð m.a. til þess að finna þeirri kennineu traustari grundvöll. Ýmislegt í landnámssögu Kanada bendir til þess, að þar hafi búið hvítt fólk, þesar Frakkar komu þansað á 16. öld. Jacques Cartier hét franskur sæfari d. 1557, sem telst landkönnuður St. Lawrence-fljótsins í Kanada. f ann- arri för sinni til Kanada 1535 náði hann í Indíána og hafði heim með sér. Indíánahöfðingi sagði honum m.a. frá landinu Saguenay (í Austur-Kanada), en bar bió fólk, hvítt eins og Frakkar og klæddist ullarfötum. Um það segir hann m.a., að það sé „forneskiulegt fólk, sem sé á stöðugu fJakki yfir lönd, ár og fljót“. Gini telur. að ýmislegt hafi fundizt einmitt við Ontari.o-vatnið, sem bendi til þess, að þar hafi búið norrænir menn í fyrndinni, en það er bezt að fara ekki lengra út í þá sálma að sinni. HeJge Ingstad og ýmsir aðrir telia líkl.egt, að svonefnt Skálholtskort eða landabréf Sigurðar Stefánssonar skóla- meistara af Norður-Atlanzhafi frá 1590 hafi að geyma forna sjálfstæða þekk- ingu á landaskipun á því svæði. Það mun marklaust, kortið mun gert eftir samtíma heimildum og íslénzkum fornsögum. Otreikningar, ssm gerðir hafa verið samkvæmt korti þessu, fá ekki staðizt. Það veitir því engar upp- lýsíngar um legu Vínlands fram yfir það, sem segir í Grænlendinga sögu. Viðgerðir 09 leiðréttingar á áttavitum. Konráð Gíslason, Tryggvagötu 6, Sími 1 5 4 7 5. OFT VELDUR LITILL NEISTIST ORU BÁLI • BRVNID FYRIR BO RNUNUM ADGÁT MED ELD • OFT VELDUR LITILL NEISTIST ORU BÁLI. BRYNIÐ FYRIR BO MED ELD . 0FTVI FYRIR BO D ELD. LITILL NEISTIST RYNID FYRIR BO MEÐELD. ST ALMENNAR TRYGGINGAR Pósthússtræti 9 Sími 17700. l 4) — JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.