Þjóðviljinn - 24.12.1961, Page 7

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Page 7
Sagan um ástir Jakobs, sonar fsaks, og ltakelar Labansdóttur, er einn fcgursti kafli Gamla- lestamentisins. Nóbelsverðlauna- höfundurinn Xhomas Mann (1875 —1955) hefur endursagt þessa fögru frásögn í sagnabálki sín- THOl Brúðkaupsnótt Jakobs i . ■ . Sverrir Kristjánsson þýddi um, Jósep og bræður hans, sem hann skrifaði i útlegð á árunum 1933-—1944, og er eitt stórfelid- astá skáldrit okkar aldar. Kafli sá sem hér fer á eftir, er þýdd- ur úr fyrstá hluta verksins, sem segir frá ævi Jakobs. WIAS MANN: Laban sat. gegnt honum álútur og studdi kraftalegum handleggjum á borðið, virti hann fvrir sér þungur á brún og hafði ekki af honum augun. ,,Gleð þig sonur og systursonur, því að stund þín er runnin upp og kaup- greiðsiudagur og skulu þér nú goldin iaun að réttu lagi og sáttmála fyrir sjö ár, sem þú hefur unnið húsi mínu og búi svo að húsráðandi telur sig bærilega sæmdan af. Oh kaupeyrir- inn er ekki vara eða fé, heldur ein smámey blíð, dóttir mín, sem hjarta þitt girnist, hana skaltu fá svo sem þig lystir, og skal hún vera þér eft- iriát í fangi þínu. Ekki undrar mig þótt þér hlægi hugur í brjósti, því að þetta er þér mikil stund, sönn lífs- stund, mér kæmi ekki á óvárt að þetta væri ein mesta stund lífs þins, mikii eins og sú stund, þegar þú fékkst blessun föður þíns í tjaidi hans, svo sem þú hefur einhvem- tíma sagt mér, bragðarefur og bragða- iæðusonur.“ Jakob lagði ekki hlustir við ' tali hans. En Laban hélt áfram að stríða honum gróflega í áheyrn gestanna. „Segðu okkur, ha, hevrðu tengda- sonur, hvernig er þér innanbrjósts? Fer ekki um big hrollur hamingju, þegar þú átt nú að fá að faðma að þér brúðina, ertu ekki með glimu- skjálfta núna eins og þegar þú varst að fá blessunina og gekkst á fund föður þíns beycðum fótum og titrandi knjám. Sagðirðu ekki' að svitinn þefðj runnið gf bér í lækjum af ótta 6g angist og jafnve] ekki mátt mæla þegar þú ætiaðir að fá blessunina á undan Esaú. hinum formæita? Þú mátt hrósa þinum sæla, að eftirvæntingin geri þér nú ekki grikk þegar á þarf að halda og þú finnir megin þitt til getnaðar. Gæti verið að brúðurin tæki því illa.“ . Allir hlógu hrossahlátri í hinum efra sal og Jakob k.vssti brosandi mynd ástargyðjunnar, sem guð hafði vígt þessa stund. SLaban reis á fætur þunglamalegur og lítið eitt reikull í spori og mælti: „Nú jæia þá, veri bað þá og veri, nú er miðnætti. gangið hingað fram, eg gef ykkur saman.“ Þá þyrptust allir að til að sjá er brúður og brúðgumi krupu á leir- gólfinu fyrir föður brúðarinnar og heyra Jakob koma fyrir sig orði svo sem siðvenia var. Því að Laban spurði hann, hvort kona þessi skyldi verða eiginkona hans og hann hennar mað' ur, og hvort hann vildi rétta henni blómið, og játaði hann bví. Og spurði. hvort hann væri maður vel borinn, hvort hann vildi cefa konu þessari auð fjár og gerg skaut hennar frjó- samt. Og Jakob svaraði, að hann væri sonur höfðingja og skyldi fvlla skaut hennar silfri og gulli og cera konu þessa frjósama svo sem einn ald- ingarð. Þá snart Laban enni þeirra beggja, gekk á milli þeirra og lagði hendur yfir þau, bauð þeim að standa upp og faðmast, og voru þá heitbund- in. Og leiddi hina vígðu konu til móð- urinnar. en tengdasoninn tók hann við hönd sér oc leiddi fram hiá gest- unum, sem tóku að syncja. niður leir- stigann út í steinlágðan húsagarðinip, en þar gengu spilarar í fararbroddi. Á eftir þeim fóru húskarlar og báru blvs, en þá komu börn á kyrtlum og héldu á reykelsiskerum, er voru fest saman á keðjum. Jakob gekk við hönd Labans i re.vkelsismekkinum, sem krakkarnij þyrluðu upp og hafði snjó- hvíta myrtusgrein í hæeri hendi. Hann tók ekki undir þegar hin fornhelgu ljóð voru sungin fullum hálsi á göng- unni, en er Laban gaf honum oln- bogaskot og minnti hann á að syngja með, raulaði hann eitthvað fyrir munni sér. Laban sönc með mikilli bassarödd og kunni lióðin utanbók- ar. Liúf voru þessi ljóð, afmorsvers um elskendur. um hann og hana, sem eru að því komin að ganga í ■ eina sæng saman og eru svo óþreyjufull, að þeim halda varla nokkur bönd. Og um þennan flokk, sem þarna gekk, fjallaði ljóðið: hann var á leið frá gresjunni í ilmi af myrru og reyr. Þar var brúðguminn, höfuðið krýnt blómsveig, móðir hans hafði ellilúnum höndum fært hann i skrúðklæði. Þetta kom ekki heim við Jakob, móðir hans var viðs fjarri, og hann var bara flóttamaður og það átti heldur ekki við um hann Það sem sagt var í ljóð- inu. að hann leiddi ástmey sina i hús móður sinnar, til dyngju þeirrar konu, er hafði alið hann. En einmitt fyrir þessa sök virtist Laban rifa sig upp úr öllu valdi til þess að efni ljóðs- ins stingi því meir í stúf við brota- silfur veruleikans og Jakob fengi að kenna hver munurinn var. Og' þá tók brúðgumi ljóðsins til máls, og brúðurin svaraði honum innfjálgum orðum og mæltust bæði við lofsyrðum og ást- ar. En að lokurn sárbændu þau alla og hvort um sig, báðu þau alla þess Jakob eiskaði Rakel og sagði við Laban, móðurbróður sinn: Ég vil þjona þér í sjö ár fyrir Rakcl, yngri dóttur þína. Síðan vann Jakob fyrir Rakel í sjö ár og þótti honum sem fáir dagar væru, sakir ástar þeirrar er hann bar til henn- ar (1. Mós. 29) — Tcikning cftir Gustave Doré síðast orða, að bau yrðu ekki vakin fyrir rismál er þau væru sofnuð sæl í losta, heldur léíi þeir brúðgumann hvílast og brúðina sofa sætt og rótt unz þau sjá'f mundu breeða blundi. í Ijóðinu særðu þau fólkið við rádýr og hind merkurinnar, og allir sungu' Ijóðið fjálgir og krakkarnir með reyk-' elsiskerin sungu bað einnig af mik- illi hluttekningu þótt þau skildu það ekki* fyllileca. Þannig sekk flokkur- inn út í nóttina umhverfis bæ Labans. og það var vindur úti og tungl af himni, þeir gengu einu sinni oc tvisv- ar umhverfis bæinn og staðnæmdust fyrir framan húsdyrnar, sem voru úr pálmaviði. þröngdu sér gegnum dyrn- ar. spilararnir fremstir, og komu að dyrum svefnstofunnar á neðstu hæð. og Laban leiddi Jakob við hönd sér. Hann lýsti inn í svefnstofuna með blysunum svo Jakob gæti séð handa sinna skil og hvar borðið væri og rekkjan. Þá óskaði hann honum heilla Og karlmannsgetu og sneri sér að fylgdarliðinu, sem tróðst við dyrnar. Það gekk á brott og hóf sönginn að nýju, og Jakob var eftir einn. Áratugum siðar í hárri elli og jafn- vel á banabeði var honum ekkert eins minnisstætt og þá er hann stóð einn í dragsúgi og dimmu brúðarherberg- isins; þvi að snarpan næturvind lagði inn um ljórana undir loftinu og áfram út urn ljórana, er sneru að húsagarð- inum, gjólan fór í feluleik í ársai og voðum, er Jakob sá í skini -blysanna prýða veggi stofunnar. Undir þessu herbergi var skjalasafnið og hörgur- inn með húsgoðunum og greiðsluskír- teinuni; í gegnum þunna ábreiðuna, sem breidd var á gólfið til hátíða- brigða, fann Jakob með fætinum fyrir haldhringnum á litlu fellihurðinni að jarðhýsinu. Hann sá einnic rekkjuna og gekk að henni framréttri hencíi. Það var bezta rekkjan í húsinu. ein af þremur, þar höfðu Laban og Adína setið fyrir sjö árum er hann neytti með þeim kvöldverðar í fyrsta skipti: legubekkur á fótum, er voru smelt- ir málmi, og ávalt höfðalagið úr skyggðum eir. Brekán voru breidd yíir beðinn vafin í lín og koddum komið fyrir til höfða; mjög var rúmið mjótt. Á borðplötu rétt hiá var framreidd- ur bjór og biti matar. Tveir lágir stólar voru í herberginu, þeir voru einnig huldir voðurn, oh Jampastæði h.já höfðalaginu. En encin olía var á lömpunum. Allt þetta skyniaði Jakob er vindur- inn lék um hann i dimmunni meðan fylgdarliðið fór um hús og hlað með hávaða og skarki að sækja brúðina. Hann settist á rúmið með blómið í hendinni og lagði við hlustir. Flokkur- inn geklc enn á ný umhverfis húsið, fremstir gengu þeir er léku á hörpu og börðu bumbur, og Rakel í hópn- um, hin munfagra mær, sem átti hjarta hans allt ög cekk með slæðu. Laban leiddi hana við hönd sér eins og hann hafði leitt Jakob, kannski Hka Adína, og aftur bárust að eyr- um hans hin ásthýru brúðkaupsljóð, stundum nær, stundum fjær. Þegar þeir loks komu nær sungu þeir: ■ Unnusti minn er minn og eg er hans, hans. sem heldur hjörð sinni til haga meðai liljanna. Unnusti minn komi i garð sinn og neyti hinna dýru ávaxta hans. Ástareplin anga og yfir dyrum okkar eru alls kyns dýrir ávextir, eg hefi geymt þér þá. Þarna heyrðist fótatak þeirra, sem sungu, fyrir l'raman hurðina, og dyrn- ar opnuðust í hálfa gátt, andartak glumdi söngur oc hljóðfærasláttur inn í opið herbergið og stúlkan hulin JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — (/, 7 /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.