Þjóðviljinn - 24.12.1961, Side 9

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Side 9
slæ.ðu kom inn," en Laban' lokaði á eftir henni- o« bau voru ein í myrkr- inu’ ; ■ ” „Ert þaði þú: Rakel?“ spúrði Jakob -eftir stutta stund meðan hann beið þess að þeir fyrir handan færðust nokkuð fjær... Hann spurði eins o§ þegar maðúr spyr: ..Ertu komin aft- ur úr ferðinni?“ Þótt sá sem ávarp- aður er standi frammi fvrir honum og tæpast geti annað verið en að hann sé heim kominn, o« spurningin út í bláinn, aðeins sögð til að segja eitt- hvað, og hinn getur engu svarað. en hlær bara. En þó vissi Jakob að hún hneigði höfði til sambykkis, heyrði hvernig skrjáfaði í þungri, fínofinni :slæðunni. „Ljúfan mín smá. dúfan mín og augasteinn, vndi mitt,“ sagði hann fjálgur. „Hér er svo dimmt og drag- súgur. Eg sit hérna á legubekknum, •ef þú hefur ekki séð hann, beint af augum og lítið eitt tii hægri. Komdu nú, en rektu big ekki á borðið, ann- ars færðu marblett á viðkvæma hör- "undið þitt og þá veltir bú líka bjórn- um. Ekki svo að skilja að mig þyrsti í hann, mig þyrstir bara í þig, gran- ateplið mitt — þvað það er gott að þeir hafa komið með þig til mín og eg þurfi ekki lengur að sitja einn hér í súginum. Kemurðu núna? Ee skyldi gjarna ganga í móti þér, en eg má það víst ekki, því að það mun vera siður og sveitarvenja að ég rétti þér blómið úr sæti mínu, og bótt enginn sjái okkur, skulum við halda allar reglur og verða með réttum hætti heitbundin svo sem við höfum jafn- an viljað án þess að láta bugast öll þessi löngu ár í bið,“ Hann ko.mst við er hann mælti þessi orð og fékk grátstaf í kverkarn- ar. Þegar hann hugleiddi þann tíma er hann hafði mátt bíða með þoiin- mæði og óþreyiu þessarar stundar, varð hann klökkur og hugsunin um það, að hún hafði beðið hans með honum og náð því langþráða marki, fyllti hjarta hans blíðum sefa. Slík er ástin þegar hún er alger: við- kvæmni og losti í sama mund, blíða og girnd, og þegar augu hans fyllt- ust tárum af geðshræringu kenndi hann um leið karleðlis sins. ..Þai’na ertu,“ sagði hann, ,.þú hefur fundið mig í myrkrinu, á sama hátt og eg fann þig eftir meira en sautján daga ferð og þú gekkst á meðal sauð- anna og mæltir; ,,Nei sko, þama er erlendur maður!“ Þá kusum við hvort annað í mannheimi og eg vann fyrtt' þér árin sjö, og tíminn liggur fyrir fótum okkar. Hérna, hindin min, dúf- an mín, hérna er blómið. Þú sérð það ekki og finnur það okki, hér skal eg færa hönd þína að myrtusgrein- inni, og eg gef þér hana: þá erum við eitt. En eg held eftir hendi þinni, því að eg elska hana svo, mikið, og elska hnúana í liðamótum hennar, þá hef eg lengi þekkt, svo eg megi þekkja þá aftur mér til gleði í myrkrinu og er mér hönd þín eins og þú sjálf og hold þitt allt — en það er eins og hveitibingur kringsettur rósum. Ástvina min, systir min, hverf til mín við hlið mér, eg færi mig til svo rúm verði handa tveimur, og mundi nægja þremur, ef með þyrfti. En hvað guð er góður, að hann lætur okkur vera tvö saman, fjarri öllum, mig hjá þér Og þig hjá mér, því eg ælska aðeins þig, vegna andlits þíns, sem eg sé ekki núna, en sá þúsund sinnum áð- ur og kyssti af ást; bví að yndisleiki þess krýnir líkama þinn líkt og væri með rósum, og. þegar ,eg hugleiði. að þú ert Rakel, sem eg he.f svo oft.,ver- ið með, en ennþá ekki með þessum hætti; eg sem hef beðið þín - og þú hefur beðið mín og bíður mín einn- ig núna og biíðu minnar, þá verð eg svo ’heillaður, að eg má mín einskis og mér verður afls vant. Dimman hjúpar okkur þéttar en slæðan. sem prýðir höfuð þitt, hreina mær, og myrkrið hefur lagzt fyrir augu okk- ar, svo að þau sjá ekki út fyrir sjálf sig og eru blind. En þau ein eru blind, svo er guði fyrir að þakka. en annars engin önnur skvnfæri ökkar. Þvi að við heyrum í hvort öðru og myrkrið skilur ekki lengur með okk- ur. En segðu mér, sál min, ert þú einn- ig heilluð á þessari miklu stund?“ ,.Sæl er eg þín, ljúfi herra,“ sagði hún lágt. „Þetta heíði Lea getað sagt, stóra systir þín,“ svaraði hann. „Ekki að meiningunni til, heldur tungutakinu. að sjálfsögðu. Raddir systra eru sjálf- sagt líkar, og þær mæla orð af vör- um, sem hljóma líkt. Þvi hinn sami var faðirinn, sem sat þær i hinni sömu móður og eru nokkuð frábrugðnar í timanum og ganga aðgreindar, en eru eitt í skauti upprunans. Siáðu, eg ótt- ast nokkuð min blindu orð, því það var hægur vandi að segia að myrkrið fengi engu ráðið um ræðu okkar, en nú tek eg eftir, að torskilin verða orð mín og valda mér nokkrum ugg. Við skulum hrösa happi yfir mismun- inum og að þú ert Rakel og eg er Jakob og ekki til að mynda Esaú, bróðir minn, hinn rauði. Feður mínir og eg höfum að sönnu marga stund hugleitt, er við stóðum yfir fé, hver guð sé. og börn okkar og barnabörn munu feta í fótspor okkar og hugleiða slíkt hið sama. En eg segi á þessari stundu og geri ljósa ræðu mína, svo að myrkrið fælist hana: Guð er mis- munurinn. Tak því af þér slæðu þína svo að eg fái séð þig sjáandi hönd- um og legðu hana á hægindi það, sem þarna stendur, því að hún er skreytt dýrmætum myndum og skal ganga í arf til kynslóðanna og ó- teljandi ljúflingar munu bera hana. Sjá, hér er haddur þinn, dökkur og fagur, eg kannast vel við hár þitt, og ilm þess, sem engum er líkur, eg ber það að vörum mínum, og hvað má þá myrkrið sín? Það getur ekki troðið sér á milli vara minna og hárs þíns. Hér eru augu þín, brosandi nóttin í náttmyrkrinu, og fingerðar augnatóft- ir, og þar fyrir neðan hið meyra hold, af því hef eg kysst mörg ó- þreyjutár og vætt varir mínar. Hér eru vangar þinir mjúkir eins og fuglsfiður, eins og voðfelldasta ull af útlendum geitum. Hér eru axlir þín- ar, mér finnst þær nærri þreklegri þegar eg fer um þær höndum en þeg- ar eg lít þær augum á ljósum degi, armar þínir hér, og hér — “ Hann þagnaði. Þegar hann tók sjá- andi hendur sínar frá andliti hennar og þreifaði um líkama hennar og lík- amshörund snart Istar þau bæði sprota sínum, og graðungur himinsins fnæsti og andardráttur hans var and- ardráttur beggja, og féll í emn far- veg. Og alla þessa vindblásnu nótt var dóttir Labans Jakobi dýrðlegur rekkjunautur, mikil í frygð og ör til getnaðar og hneig undir hann oft og aftur, svo þau fengu ekki tölu á kom- ið, en smalamennirnir ræddu það síðar, >að verið hefði í níu rennur. Síðan svaf hann á gólfinu við hönd hennar, því að beðurinn var þröng- ur og hann vildi að hún hefði rúmt um sig og lægi þægilega er hún hvíld- ist. Þess vegna svaf hann við hlið- ina á rekkjunni og kúrði með vangann á hendi hennar, sem lá út af bríkinni. Það lýsti af degi, dumbrauður og , hljóður orðinn stóð dagurinn við ljóra og fyllti brúðarherbergið hæggengri birtu. Jakob vaknaðí fyrstur, hann vaknaði við dagsljósið, sem smaug undir augnalok hans, og vrð kyrrðina; því að- langt fram á: nótt höfðu hlátr- ar og sköll glumið frá húsi og hlaði af svalli fólksins, og ekki fyrr en und- ir morgun, er brúðhjónin höfðu tekið á sig náðir, var komin kyrrð á, Einn- ig lá hann illa, þótt hann gerði það með gleði — og var því léttsvæfari. Hann lokaði augunum og hristi hÖf- uðið brosandi. Jæja, hugsaði hann, og hrollur hríslaðist um hjarta hans og maga; jæja, sjáum til. Grályndir morg- unórar, glettnar sjónhverfinga’’. Myrkr- ið hafði byrgt augu hans — nú þykjast þau sjá ofsjónir þegar þau mega sjá. Systur eru víst dálítið líkar svona undir niðri, þótt ekki séu sviplíkar í andliti, kannski sést það þegar þær sofa? Látuiþ okkur nú skoða! En hann þorði ekki að líta þangað, því að hann var óttasleginn, og einskært bull í hryllingi mælt, þetta sem hann var að telja sér trú um. Því acj. hann hafði séð, að hún var ljóshærð og nefið var lítið eitt rauðleitt. Hann neri augun með hnúunum og neyddi sig til að horfa á hana. Það var Lea, sem þar svaf. Hugsanir han-s veltust í hringiðu. Hvernig var Lea komin hingað, og hvar var Rakel, sem hafði verið leidd inn til hans og hann hafði kennt þessa nótt? Hahn staulaðist afturábak frá rekkjunni íram í mitt herbergið, stóð þar á nærskyrtunni og hélt krepptum hnefum að kinnum sér. „Lea!“ hróp- aði hann og var kominn að köfnun. Hún var risin upp í rúminu. Hún drap tittlinga, brosti, lokaði augunum einS og henni hætti oft til. önnur öxlin var nakin og brjóstið, fagurt og hvítt. „Jakob, bóndi minn,“ sagði hún, „láttu við svo búið standa sem faðirinn vill. Því þetta vildi hann og hefur hagað því á þessa lund, og það gefi guðirnir, að þú þakkir honum og svo þeim.“ „Lea!“ stamaði hann og benti á barka sér, enni og hjarta „síðan hve- nær varstu hér?“ „Alla stund var ég hér“, svaraði hún, „og var þín þessa nótt síðan ég gekk hingað inn í slæðu. Alltaf var ég búin þér til blíðu, ekki síður en Rak- el, síðan ég leit þig augum í fyrsta skipti af húsþakinu, og það hef ég sannað þér, geri ég ráð fyrir, alla þessa nótt. Því segðu til hvort ég hafi ekki þjónað þér svo sem í valdi stend- ur nokkurrar konu, og kunni vel til frygðar! Ég er viss um það með sjálfri mér, að ég er með barni eftir þig, og mun verða sveinbarn, vaskur drengur og góður, og hann skal heita Rúben.“ Þá minntist Jakob þess, að hann hafði haldið hana vera Rakel alla þessa nótt, og hann gekk að veggnum, hallaði höfði fram á arm sér og grét beisklega. Hann stóð þannig langa stund kram- inn á hjarta og hverju sinni er hann minntist þess, hveriu hann hafði trúað og hverrar hann hafði kennt, að ham- ingja hans hefði öll verið svikinn málmur og óskastund hans svívirt, og . hafði hann þó stritað fyrir henni og borið sigur af tímanum, þá var að því komið að hann seldi upp, og hann ör- vænti um sál sína. En Leu var nú varnað máls, fékk aðeins grátið líka, svo sem hún hafði oft áður grátið hiá systur sinni. Því að hún skildi, að sjálf hafði hún ekki verið sú, er hnigið hafði svo oft og aftur undir hann, og sú hugsun ein var henni nokkur hugg- un, að hún hefði þó orðið barnshaf- andi og mundi eignast með honum vaskan son að nafni Rúben." Þá kvaddi hann hana og æddi út ur herberginu. Hannivar nserri oltinn um sofandi menn senfe lágú eins o® hrá- viði um hús og hlað hingað og þangað eftir veizluna frá deginum áður og sváfu úr sér vímuna á ábreiðum og mottum. „Laban!“ kallaði hann og stökk yfir mannsskrokkana, sem urr- uðu geðvonzkulega og héldu áfram að hrjóta. „Laban!“ kallaði hann aftur og lækkaði róminn, því að þrátt fyrir kvöl sína og reiði, gat hann ekki að sér gert að sýna hinum sofandi mönn- um nokkra linkind er þeir Iágu þarna. í dagrenningu eftir mikla drykkju. „Laban, hvar ertu?“ Og hann kom að herbergi Labans bónda, þar sem hann lá hjá Adínu konu sinni, barði utan bæinn og hrópaði: „Laban, lcomdu út!“ „A-há!“ svaraði Laban að innan. „Hver fer þar og vekur mig um sólris og hef þó setið að drykkju?“ „Það er ég, þú verður að koma út!“ svaraði Jakob. „Sona, sona,“ sagði Laban. „Það er þá tengdasonurinn! Hann segir að vísu „ég“ eins og krakki, rétt svo sem þar- af mætti ætla hver maðurinn væri, en ég þekki röddina hans og skal nú út fara og forvitnast um, hvert erindi hann á við mig, þótt varla sé runninn dag- ur og ég vakinn af værasta svefni.“ Og hann gekk fram á skyrtunni, hárið úfið og kipraði saman augun. „Ég var sofandi,“ tók hann aftur til máls. „Ég svaf værum og góðum svefni. Hví sefur þú ekki líka, eða sinnir þeirri iðju, er stétt þín og staða býður þér?“ ■ „Það er Lea!“ svaraði Jakob og var- ir hans skulfu. „Að sjálfsögðu“, svaraði Laban. „Rífur þú mig upp úr rúminu áður en dagur rís og sviptir mig réttmætum svefni eftir mikla drykkju til þess að boða mér það sem ég veit eins vel og þú sjálfur?" „Drekinn þinn, tígrisdýrið þitt, þú djöfuls hundsspott!" öskraði Jakob og missti alla stjórn á sjálfum sér. ,,Ég segi þér þetta ekki i fréttaskyni, held- ur til að tjá þér, að ég veit þetta h'ka og láta þig sæta ábyrgð í kvöl minni.“ „Gættu fyrst að rödd þinni og lækk- aðu róminn,“ mælti Laban. „Það verð ég að skipa þér ef þú lætur.ekki skip- ast við kringumstæðurnar, sem mæla allar með því. Því að ég er ekki aleina móðurbróðir þinn og tengdafaðir, held- ur húsbóndi þinn í þokkabót, og sæm- ir ekki, að þú mælir köpuryrðum til mín, en í annan stað liggja hér sof- andi brúðkaupsgestir um hús öll og hlað, svo sem þú sérð, og munu þeir innan stundar fara með mér á veiðar - að skemmta sér í auðn og mýrasefi, þar sem vér munum veiða fugl.í gildru, akurhænsn og trappgæs, eða kannski leggja villigölt að velli og kneyfa yfir honum tíikar áfengs víns. Því er það, að gestir mínir styrkja sig með værum blundi og virði ég það þeim til vork- unnar, en þegar kvöldar munum vér þreyta drykkju sem fyrr. En þegar þú gengur á fimmta degi út úr brúðarher- berginu skaltu fylla flokk vorn og skemmta þér við veiðar.“ „Ég kæri mig ekkert um að.skemmta mér við veiðár,“ sagði Jakob, „og má ég vesalingur minn ekki til þess hugsa, því að þú hefur svikið mig og svívirt, svo hróplegt er. Þú hefur framið hin mestu svik við mig og leikið mig á hinn hraklegasta hátt, hleypt Leu inn til mín, eldri dóttur þinni, en ekki Rakel, sem ég hef unnið fyrir í þinni þjónustu. Hvað á ég að gera við þig og mig?“ „Heyröu," svaraði Laban. „Til eru orð, sem þér væri sæmra að taka þér ekki í munn og forðast að mæla, þvi í landi því, er Amurru heitir, býr mað- ur einn grimmur í skapi og rífur hár sitt og sækist eftir lífi þínu, sá maður mætti víst tala um svik. Það er ekki þægilegt þegar maðúr verður að blygð- ast sin; íýtir annan mánn, végna þess 1 að sá hinn sami gerir það ekki sjálf- Framh,- á 37. síðu. JÓLABLAÐ ÞJÖÐVILJANS — (9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.