Þjóðviljinn - 24.12.1961, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Qupperneq 19
Það var svalt og notalegt í stóru bið- stofunni í New Memorial Hospítal. Það var ekki laust við að sjúklingun- um væri órótt sem sátu þar og voru að bíða eftir því að röðin kæmi að þeim. Sumir reyndu að stytta sér stund- ir méð því að blaða í vikublöðum, aðr- ir gerðu ekki annað en að stara út í bláinn. Við og við var sjúkrabörum ekið hjá, og gerðu það aðstoðarmenn klæddir hvítum sloppum. Fólkið fylgdi þeim eftir með augunum, unz þeir hurfu sjónum við endann á þessum langa gangi. Tompkins bankamaður tók í. hönd sér síðasta eintakið af The New Yorker, en fyndnin og fjörið í dálkunum, sem hann var vanur að hafa svo gaman af, átti ógreiðan aðgang að honum í þetta skipti. í gær var allt svo sem vera bar, það var ekki lengra síðan. En um morgunverðartímann hafði það borið til, að honum varð litið á blaða- grein um krabbamein. Þar ýar skil- merkilega frá því skýrt, hvernig skipt- ing frumanna, sem vanalega gerist sam- kvæmt föstu lögmáli líkamans, brýzt skyndilega úndan þessari stjórn, ærist, fer að gerast í ofboði svo að af hljót- ast illkynjuð æxli, sem heilsu manns og lífi stafar hætta af. Höfundur grein- arinnar bar þessa skemmdarverkastarf- semi einstakra líkamsvefja saman við óstjórn og upplausn í þjóðfélagi, eða byltingaráform, og mælti svo um, að bið eina sem dygði gegn þessu sem binu væri hnífur eða sverð. „Það hlýtur að vera rétt“, sagði Tompkins við sjálfan sig, „að hér dug- ir ekkert kák. Si vis pacem para bell- um (viljirðu hafa frið skaltu hervæð- ast)“. Og á leiðinni í bankann gat henn ekki hrundið frá sér þeim ljóta grun, að einhver slík ískyggileg og byltingarkennd frumuskipting kynni að vera í aðsigi eða þegar hafin í líkama hans sjálfs, og meðan hann var við verk sitt £ bankanum, að afgreiða ávís- anir, fannst honum undir niðri sém yrði hann var við að eitthvað óviðfelld- ið væri að gerast í þessu vel skipu- lagða samfélagj. af frumum, sem hann kallaði líkama sinn. Honum var þungt í höfði og óhægt um andardrátt, og hann fami til verkja í öllum liðamótum. Auk þess var matarlystin sama sem engin og þessvegna tók hann þá ákvörð- un að hætta við að fá sér að borða. um hádegið, en verja heldur tímanum til þess að fara í ókeypis rannsókn í rannsóknarstofu spítala nokkurs, sem var örstutt frá bankanum. Honum fannst hann verða að fá úr því 'skorið' þegar í'stað, hvort nokkur af frumun- um í líkama hans hefði tekið upp á slíkum; ósóma, að fara að skiptast í vit- leysu. í biðstofunni var margt um mann- inn, svo han tók sér blað,'spttist í eina hægindastólinn, sem var auður, og fór að lesa. Nú leið honum miklu betur, hann fór að sjTja, og ekki leið á löngu áður en blaðið féll hægt úr hendi hans niður á gólfið. AUt í einu réttust allir upp í sætun- um og litu, í áttina til dyranna inn að lækningastofunni. Út um þær kom há- vaxinn maður í drifhvítum slopp. Tompkins þekkti þennan mann í sjón, því hann hafði oft séð myndir af hon- um í blöðunum. Þetta var Streets lækn- ir, viðfrægur maður, einkum fyrir rannsóknir á óeðlilegum breytingum á líkamsvefjum. Læknirinn kom þegar í stað auga á Tompkins, þó að afar digur frú skyggði nærri því alveg á hann, og hann gekk rakleitt að hon- . . . því líkast að væri hann úlfaldinn frægi að fara gegnum nálaraugað. um með báðar hendur framréttar. „Herra Tompkins, hvernig stendur á því að þér eruð hingað kominn?" Tompkins varð hvumsa við, því ,þó að hann þekkti vel lækninn, svo frægan mann, var ekki við því að búast að læknirinn þekkti hann. „Ég kom hingað," sagði Tompkins, „til þess að fá úr því skorið hvaða mitosishlutfall sé í líkamsvefjum mín- um, og hvort nokkuð beri á neoplastisk- um formíasjónum eða hvort nokkur hætta sé á metastasis." (Hann talaði svona latínuskotið til þess ef verða mætti að svo háfleygt og lítt skiljan- legt mál almenningi gæti réttlætt það í augum viðstaddra að læknirinn sneri sér til hans á undan þeim sem áður voru komnir). „Rétt er nú það,“ sagði læknirinn og varð allt í einu alvarlegur í bragði. „Við ættum líklega að skreppa inn í yður og l.itast um til að geta gengið úr skugga um að frumurnar í líkama yðar hagi sér eins og þeim ber að gera. Ég ætla að spýta yður inn í blóðrásina á s.iálfum yður, og leyfa yður að skyggnast þar um bekki, þér getið orðið margs vísari af því. Það tekur ekki nema hálfa mín- útu að fara hringferðina, og til þess að okkur gefist tóm til að átta okkur og hafa gagn af þessu, ætla ég jafn- framt því sem ég smækka okkur sjálfa niður úr öllu valdi, að teygja tímann fyrir meðvitund okkar í sama hlut- falli." Um leið og hann var að mæla þetta, tók hann litla bandsprautu upp úr vas- anum á sloppnum sínum, og beindi skínandi nálinni að Tompkins, en hon- um fannst hann sogast af miklu afli inn um eitthvert op, því líkast sem væri hann úlfaldinn frægi að fara súrefni handa frumunum í líkamanum. En finnist þér fara illa um þig, skaltu klifra upp á eitt af þessum erythrocyt- um og hvíla þig þar, það er álíka nota- legt að sitja þar og á hinu fljúgandi klæði ævintýranna." Þá tók Tompkins eftir því að í kring- um hann var mikill fjöldi af íhvolíum hlutum, sem flutu í vökvanum. Hver blóðvökvann, geta þau numið og bor- ið með sér sjötugfalt á við það sem blóðvökvinn megnar.“ „Ekki eru þau lítils megandi, sagði Tompkins íhugandi. „Satt er það,“ svaraði læknirinn. „Ég skal segja þér það, að enn veit eng- inn til fullnustu hvernig þau eru sam- sett. Efnafræðingarnir eru enn að glíma Grein sú sem hér birtist er tekin úr einni aí bókum bandaríska vísindarnannsins og rithöfundar- ins George Gamow sem flestum betur kann þá erf- iðu list að segja frá vísindalegum efnum á alþýð- legan og skemmtilegan hátt. Hann heíur skapað sögupersónu, bankastarfsmann sem kallast Cyril George Henry Tompkins, sem á vanda fyrir að dreyma hina íurðulegustu hluti. 1 einni bók Gam- ows (Herra Tompkins lærir staðreyndir lífsins) seg- ir írá því þegar Tompkins dreymdi að hann íæri í ferðalög um sinn eigin líkama. Það er kafli úr þeirri bók sem hér birtist. Teikningarnar sem fylgja eru eftir höfundinn. gegnum nálaraugað. Næst fannst hon- um eitthvað stingast inn í handlegginn fyrir ofan olnboga, sogandin breyttist í þrýsting, og Tompkins fannst sér vera fleygt sem af hendi inn í hraðan straum af gagnsæjum gulleitum vökva. Honum varð felmt við, eins og óvön- um manni að fara á kaf í vatn, og hann buslaði ákaft í vökvanum til þess að reyna að sleppa, en 'þó að það kæmi öldungis fyrir ekki, fann hann ekki til neinna óþæginda af því að vera í kafi, og lungun virtust starfa eðlilega. „Þetta vai' ljóti hrekkurinn“, hrópaði hann, „skyldi hann vera bú- inn að breyta mér í fisk?“ „Vertu ekki hræddur um það,“ var sagt rólegri röddu skammt frá hon- um. „Þeim sem flýtur í blóðrás sjálfs sín, er engin þörf á að breytast í fisk, því blóðið flytur með sér gnægð af um sig var þrjú fet á þykkt og h.u.b. tuttugu að þvermáli, og virtust vera klæddir fagurrauðu flaueli. Þeir Tompkins klifruðu upp á einn af þess- um ,,bátum“ og þótti Tompkins þá sem öllum vanda væri af létt. „Eru þá þessir erythrocytar, sem þú svo kallar, nokkuð annað en það sem við leikmenn köllum rauð blóðkorn?" sagði .hann og hallaði sér" aftui' á bak á flauelsmjúkan beðinn. „Ekkert ann- að, „erythros" í grísku merkir „rauð- ur“. Efnið sem veldur hinum rauða lit, heitir hemoglobin eða blóðrauði, og það er mjög flókið efni að sam- setningu, og ákaílega næmt fyrir súr- efni. Þegar blóðið streymir um lung- un, nema blóðkornin kynstur af súr- efni og bera til allra vefja líkamans. Sko, þó að rauðu blóðkornin séu ekki nema fimmtíu af hundraði móts við við þetta vandamál, og enn hefur þeim ekki tekizt að hafa hendur í hári nema lítils hluta af þessu mjög samsetta mólikúli. Það kalla þeir hematín. Taktu við þessu stækkunargleri og sjáðu hvort það er ekki satt að sam- setningin sé nokkuð flókin." „Áttu við það að ég muni geta greint hvert atóm fyrir sig í þessu mólikúli?“ spurði Tompkins undrandi. „Það ættirðu að geta. Þú ert ekki nema tvö mikron nú sem stendur. Þess- vegna munu þér sýnast atórnin vera hnattlaga hlutir, tíundi til fertugasti hluti úr millímetra að þvermáli! Það þarf enga smásjá til að geta greint glöggt samsetningu þe-ssa mólikúls, heldur aðeins venjulegt stækkunargler. Sko, líttu á þessa nabba þarna á yfir- borði blóðkornsins, sem þú situr á.“ Tompkins tók við stækkunarglerinu, lagðist á grúfu á blóðkornið og leit í gegnum það á klasa af sjötíu og sjö atómum sem mynduðu hematínmólikúl. 1 miðju var þungt járnatóm, en hin röðuðu sér utan að því á reglubundinn hátt. Næst járnatóminu voru fjögur köfnunarefnisatóm og tuttugu kolefnis- atóm. Utar mátti greina raðir af kol- vetnishópum, sem gengu út frá mið- bikinu í allar áttir eins og fálmarar á kolkrabba. Utan að þessum „fálmur- um“ röðuðust súrefnisatóm. Eins og flugur sem dragast ómótstæðilega að kongulóarneti, þannig di’ógust súrefn- isatómin að hematíninu. „Skrítið er þetta,“ sagði Tompkins, og horfði fast og reyndi að setja allt á sig sem bezt, ég sé greinilega hvernig hematínið er samsett, en hinir hlutar þessa mólikúls, sem raunar eru miklu meiri um sig, renna út í móðu fyrir augunum á mér.“ „Það kemur af því að þá hluti sem ^ÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.