Þjóðviljinn - 24.12.1961, Síða 28

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Síða 28
} að Þorbjörgu hafi skipzt jarðir á Fljótsdalshéraði úr Eiðaauð, sem síðan hafa verið í ættinni, og Árni Þorleifs- son vitjað eignar sinnar á Héraði, er hann kom austur. Ekkert er nú um þetta vitað, en líklegt er, að sú jörð hafi verið í Tunguhreppi, því munn- mæli eru það, að Árni, sem átti að vera tóskytta góð, hafi unnið greni í Geirastaðalandi í Tungu. Fyrir utan búsetu hans á Móbergi, er hans get- ið á Tindum í Svínavatnshreppi. Fór af honum fjöikynngisorð, og er hann líklega sá Árni, sem samdi við kölska um að slá túnið á Tindum, sem í þjóðsögum segir og kviðlingurinn stað- íestir: Grjót er nóg í Gníputótt — glymur járn í steinum. Þótt túnið sé á Tindum mjótt, tefur það fyrir einum. Sú saga fylgdi þessum bræðrum að norðan, að þeir hefðu verið breytnir í háttum og eigi komið sér vel, en verið þó röskir menn. Þetta orðspor þaðan að norðan mun eigi á rökum reist, en eiga sér vissar orsakir, því einn þeirra, Erlendur, sagði sögur, sem áreiðanlega eru sama eðlis og sögur vel-lygna-Bjarna, en fólkið hefur ekki áttað sig á gjörð þeirra og tekið þær of bókstaflega. Sú saga, sem hér verð-. ur sögð af Þórði, gat einmitt verið þannig tilkomin, og kannski sögð til að villa um aðra sögu, sem verið hef- ur rétt, en óþægileg. Sú saga er sögð af Þórði, að hann gisti í Möðrudal, og átti það að vera, er þeir bræður fluttu austur. Þar var þá hinn margvísi prestur Narfi Guð- mundsson, er hélt staðinn frá 1672—1685. Er líklegt, að einmitt á þeim árum hafi þessi fjölskylda flutt austur, en þá Var Erlendur of ungur ^(f. 1675)' til þess að hrekkjasögur af honum úr Langadal eigi við rök að styðjast. NaiTi prestur svaf i skála meðal vinnumanna sinna, og mun hann þá enn hafa verið ókvæntur, en hann virðist ekki kvænast fyrr en litlu fyr- ir 1680. Griðkur höíðu sett graut á hlóðir í skálanum, en farið síðan til annarra verka, en karlmenn eigi klæddir. Þórður svaf í hinum sama skála, og tók nú grauturinn að vella. Naríi prestur sagði til sinna pilta að hræra í grautnum, en þeir lágu sem fastast. Brást þá Þórður, gesturinn, fram úr sínu rúmi og hrærði í grautnum. Narfi prestur, sem var vit- ur maður og framsýnn, gat þá ekki orða bundizt og mælti það um Þórð, er síðan þótti á sannast, að fyrir hon- um lægju meiri forlög og velsæld en þeim hinum, sem ekki gegndu skyldu sinni, að hlýðnast húsbóndanum. Þórður kvæntist fyrir 1689 Oddnýju Pálsdóttur, er þá var ekkja eftir Ein- ar nokkurn, sem eigi er þekktur. Bjó hún á Brekku. í Fljótsdai, er var þá ein af Skriðuklaustursjörðum, svo að gera má ráð fyrir því, aö eigi hafi hún verið íjáð kona. Hún var talin mik- ilhæf kona og átti skammt að rekja ætb til Þorsteiiís jökuls, hins merka bónda á Brú í Jökuldal um og eftir 1500. Þau Oddný og Þórður áttu einn son barna, Árna f. 1689. Árið 1703 búa þau á Arnheiðarstöð- um. Var sú jörð kristfjárjörð og áttu biskupar byggingarráðin. Ekki finnst byggingarbréf Þórðar fyrir Arnheiðar- stöðum, en ekki mun hann hafa kom- ið þangað fyrr en litlu fyrir 1700. Með Þórði er á Arnheiðarstööum 1703 móð- ir hans, Guðrún Þórðardóttir, 74 ára. Er ókunnug ætt hennar og getgátur, að hún hafi verið systir Sturlu, föður séra Böðvars á Valþjófsstað, fá ekki staðizt; auk hennar tvær dætur Odd- nýjar af fyrra hjónabandi, Helga og Oddný. Varð Helga mikil ættmóðir, átti Rustikus hinn forna á Kóreks- stöðum, Þorsteinsson. Bessi, bróðir Þórðar er þar vinnu- maður, ókvæntur, 36 ára. Hann bjó síðar á Hrafnkelsstöðum, 1734, en 1753 býr ekkjan Kristín Sigurðardóttir þar. Þessi kona er eflaust ekkja Bessa og hefur verið dóttir Sigurðar bónda á Kleppjárnsstöðum í Tungu, Þórðar- sonar, og ætla ég af ýmsu, að þetta sé Þórður er bjó í Fellum, getur við visitasíur biskupa, Snjólfsson prests á Ási, Bjarnasonar. Séra Grímur var sonur Bessa og getið finnst Þórðar Bessasonar í Fljótsdal, og hefur hans sonur verið Árni á Víðivöllum 1762, eflaust íaðir Finnboga á Arnhóls- stöðum í Skriðdal f. 1765. Árni, sonur Þórðar, er þá 14 ára, og fóstursynir eru Jón Einarsson 9 ára og^Grímur Þorleifsson 10 ára. Segir það þá sögu að Þorleifur á Víðivöllum, sem fyrr gat, er bróðir Þórðar. Þrír vinnumenn á góðum aldri eru á heimili Þórðar og þrjár ungar vinnu- konur, sem sýnir það að Þórður hefur búið vel á Arnheiðarstöðum, og verið áthyggjusámur bóndi og efnamaður, eins og Narfi prestur spáði honum. Ekki verður þeirra síðar vart, Þor- ieifs Árnasonar og Gríms sonar hans. Erlendur býr í Brekkugerði 1703 og hefur eina 17 ára stúlku á búi. Ekki er vitað hvort hann hefur átt hana síðar, en ekki getur barna hans, utan Gróu, áðurnefndrar, og móðir hennar hét Gróa Finnbogadóttir á Ásgeirs- stöðum í Eiðaþinghá 1703. Ekki er ljóst hvort hún hefur verið kona Erlendar, en hún virðist ógift þegar hennar er getið í dómi ásamt dóttur sinni 1752. Gat Erlendur þá verið dáinn. Erlend- ar er getið við búskap á Hofi i F.el 1- um 1723, en 1734 er hann ekki í bú- endatölu né 1753, en fram um 176®< telur séra Einar að hann hafi lifað- Það er eigi með öllu líklegt. Erlendur var kallaður Erlendur klóki og hrekkja-Erlendur. Mun ekkert tif marks um það nema þær sögu.r, sem hann hefur sagt af sjálfum sér, og: allar eru i þeim stíl að vera klókindi eða hrekkir. Við athugun sést að þetta eru skáldsögur, sagðar til gam- ans og kannski til að gabba auðtrúa. fólk, sem heíur trúað þeim, því eng- um manni taldist það fært á þessum dögum, uppá sína sóluhjálp, að fara með lygi. Var t.d. ein sagan á þá lund,, að hann hefði kúgað Þorstein sýslumann Sigurðsson til að greiða-, svo til hvað, sem honum sýndist, fyrir sig, og átti sú saga að liggja til, að sýslumaður tck lögtak hjá Erlendi, sem þá átti að búa á Klúku, hjábýli í túni á Víði- völlum, þar sem Þorsteinn sýslumað- ur bjó. Erlendur var ekki heima og tók sýslumaður kú í lögtakið og mark- aði sér hana á eyrum. Er Erlendur kom heim skar hann kúna, en herti e.vrun með marki sýslumanns og kallaði glöp hans í embætti að marka kúna. Hafði Erlendur síðan eyrun fyr- ir pressu á sýslumann. Hér er náttúrlega aðeins skemmtil- lega logið. Fátæklingar kúguðu ekki sýslumenn á þessum tíma, og allra sízt ríkan og glöggan mann, eins og Þor- stein sýslumann, jafnvel þótt þeir hefðu kunnað að hafa málefni að ein- hverju leyti rétt. Mun hitt sannara, að Erlendur hafi dvalið síðustu ár sín í skjóli Þorsteins sýslumanns, og sagt söguna til þess, að ekki skyldu menn halda, að Þorsteini gengi eintóm Vlðskiplamemi! Munið, að með því að verzla við kaupfélagið tryggið þér bezt yðar eigin hag. Öskum öllum viðskiptamönnum vorum gleðilegra jóla og góðs og farsæls árs og þökkum viðskiptin á liðna árinu. ECaupfélagiS FRAM Neskaupstað. BDimd U ifcíH Munið mvAfSi.'í íjt að vér erum ætíð þjónar viðskiptavinarins. Þökkum viðskiptin. Gleðileg jól! — Gott og íarsælt komandi ár! Kaupféiag Austfirðingo Seyðisfirði. : i.v j " - •♦Öfi- 1 írj i.iif1 ....................v'i'fw'ir-"1;.1 28) — JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.