Þjóðviljinn - 24.12.1961, Side 40

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Side 40
inn-í og líkaði ;lifiðT Ég bef' ofti hugsað uiri; það síðan á þessurij áruá> hvú líkur skaði þaðkvár'' fyrir Jsfenzka rík- áð. þegar þessi djarfi sjómaður var settur í land af varðskipinu Ægi á rniðjum starfsaldri. Þeir vissu áreið- anlega ekki hvað þeir voru að gera, þeir sem hví réðu. En Bretarnir kunnu að meta starfshæfni hans, og þvi var hann hér. Allt í einu kallaði Einar: Nú förum við að nálgast skipið, en það eru geysilega mikil sog við það, svo rétt er að fara að öllu með gát. Svo bæt- ir hann við á sama andartaki; Ég verð að treysta á ykkur, drengir, því Norðmennina þekki ég ekki. , Við komum upp undir bakborðg- síðu skipsins fyrir aftan miðju og héldum íram með því. Hér var að nokkru hlé fyrir storminum þó aft- urstefni sneri skáhallt upp í vind- inn. Skipið lá þannig að það hallað- ist mikið yfir í bakbo.rð. Hafaidan kom æðandi fram með skipinu og íaldur hennar teygði sig hátt upp, en að andartaki liðnu hafði myndazt öldudalur allt niður undir botn skips-” ins. Hér mega engin mistök verða. sagði Einar, þar sem við hömluðum á árunum og biðum eftir réttu lagi, eins og þegar brimlending er tekin. Menn voru nú komnir á hreyfingu uppi á skipinu, Einar kallaði til þeirra og gaf þeim fyrirskipanir á ensku. Að andartaki liðnu höfðu þeir um borð sett kaðalstiga á skipshliðina, en spölkom fyrir aftan stigann 02 eins framan við hann biðu menn með kast- linur í höndum. Viðbúnir, einn. tveir, þrír. Það var Einar skipherra sem gaf fyrirskipunina, og á samri stundu kom aldan, sem bar okkur mjúklega á baki sínu fram með skipshliðinni ;að kaðalstiganum. Festarnar frá skip- inu flugu niður í bátihn, ég náði í þá aftari og kom henni undir þóftu, fil að draga úr skrið bátsins, en ann- ar Norðmaðurinn greip þá fremri. Dolmas, Einar og Brynjólfur hlupu hver á eftir öðrum í kaðlastigann og þomust um borð. Þessi verkaskipting hafði verið á-~ kveðin fyrirfram svo hver maður vissi hvað hann átti að gera. Nú vorum við komnir að skipinu og engin mis- tök höfðu verið gerð frá því við yf- irgáfum Estellu. enda er ekki víst að ég hefði þá getað sagt þessa sögu. Nú varð að varðveita björgunarbátinn heilan og óskemmdan á meðan þeir félagar væru um borð. Þetta verk var hægara um að tala en í að kom- ast, því þarná voru allt að tuttugu metra öldusog, og fólst vinna mín og Norðmannanna í því, ýmist að hala festarnar inn í bátinn í blóðugri skorpu þegar aldan hóf bátinn upp á faid sinn, eða þá gefa þær út nógu fljótt og örugglega að sama skapi þeg- ar báturinn féll niður í öldudalinn. Minnstu mistök í þessu starfi gátu valdið því að bátnum hvolfdi eða að hann brotnaði við skipshliðina. Ég held að við bátverjar höfum allir gert okk- ur þetta ljóst, og því lagt okkur fram um að gera það sem var á okkar valdi, til að þetta tækist vel. ^.Við sem i bát'mm biðum vissum gkkert ,.um fvriræHanir þeirra Einars og Doimasar viðvík;andi björguninni, en þó ályktuðum við. að gerð myndi tilraun til að siósetia bakborðsbáta skipsins sem voru tveir. Um stjórn- borðsbátana þurfti ekki að ræða, vegna hallans á skipinu. Hið strandaða skip var fjögur til fimm búsund lestir að stærð og hlaut því að hafa nokkuð fjölmenna skips- höfn, en hvort bakborðsbátarnir væru nægjanlega stórir til að rúma þá alla, vissum við ekkert um. Veðurútlit fór nú sýnilega versnandi, því aldan óx heldur, og skýjabakkinn til hafsins varð dekkri og ljótari. Skipið barðist um á boðanum eins og helsærður risa- hvalur, og það rykkti í því og söng. þegar hafsjórinn skall á þvi. Hve lengi það þyldi þessi átök, um það var ekkert hægt að segja eins og á stóð. Ég veit ekki hvað biðin var löng í bátnum, þar til við sáum að skips- höfnin hafði hópazt saman á bátaþil- farinu við bakborðsbátana. því þegar svona stendur á, getur hið hrað- f'eýga andartak fundist langt, þó sam- kvæmt mælingum klukkunnar sé það stutt. Skipshöfnin hafði nú skipt sér og helmingur hennar var komin í fremri björgunarbátinn þar sem hann hékk í gálgum utanborðs, en hinn hlutinn beið átektar við aftari bátinn. Einar. Dolmas og Brynjólfur voru þarna í nánd við fremri bátinn, það var sýni- lega verið að bíða eftir réttu lagi. Við sáum hægri handlegg Einars á lofti og hnefann krepptan. Svo var merkið gefið, og höndin féll niður. Báturinn seig fallega niður á bak öldunnar um ieið og hún æddi áfram, og á sama andartaki var hann laus frá skipinu og menn komnir und- ir árar. Þetta hafði tekizt sérstak- lega vel og mundi gefa hinum hluta skipshafnarinnar áræði og þrótt. Það fór líka svo, eftir að beðið hafði verið örlitla stund, tókst sjósetning síðari bátsins á sama hátt og hins fyrri. Erfiðleikarnir sem við áttum í þarna við skipssíðuna með okkar eig- in björgunarbát gleymdust yfir þeim fögnuði sem gagntók okkur þegar við sáum hve vel björgunin tókst. og þó máttum við ekki gleyma því eitt andartak hvar við vorum staddir, því þá gat illa tiltekizt. En spenningur- inn sem þessu var samfara olli því, að við fundum ekki til þreytu þrátt fyrir mikið erfiði. Þeir Einar, Dolmas og Brynjólfur komu nú brátt að kaðalstiganum og biðu þar færis að láta síga niður til okkar nokkurn farangur sem þeir höfðu meðferðis, en annar Norðmað- urinn tók á móti. Þetta voru tvær stórar handtöskur og mjög þungar, auk tveggia stórra poka sem voru fullir af flöskúm. Þegar við vorum komnir vel frá skipinu, var inni- haldi pokanna raðað undir botnfleka bátsins til að fá hann stöðugri; og eins til að rýmið nýttist betur. Sjó- ferðin um borð í Estellu gekk svo slysalaust hjá öllum bátunum. Okkar bátur var tekinn í gálga á bátaþilfari, en hinir tveir hafðir í eftirdragi hvor aftan í öðrum, þvi það var metnað- armál hjá Einari 'að komá ;bátúnum til lánds. Rétt eftir að við vorum komnir um borð í Estellu skall á hvassviðri og í sama mund var orðið dimmt að kvöldi. Ferðin til Re.vkjavíkur sótt- ist því frekar seint og varð nokkuð slarksöm. Þegar svo kom inn á f!ó- ann gekk hann til á áttinni. og eftir það fengum við suðaustanrok. Éftir að við vorum kornnir um borð í Estellu sagði Einar mér hvernig á- statt var um borð í hollenzka skipinu þegar þeir félagarnir komu þangað. Skipstjóri skipsins taldi það sama og sjálfsmorð að ætla sér að sjósetja bak- borðsbátana og neitaði því algjörlega að gera það. sagðist þá eins vel geta farið með skipinu á botninn. Þegat- Dolmas og Einar höfðu hlýtt á mál skipstjóra, dró Kanadamaðurinn upp marghleypu sína og miðaði henni á skipstjórann um leið og hann sagði: ,.Þú hefur aðeins u.m eitt að velja og það er að hlýða fyrirskipun herstjórn- arinnar. en hún er sú að sjósetja bak- borðsbátana, önnur leið er ekki til, því skipið getur horfið af boðanum í d.iúp- ið hvenær sem er“. Síðan tilkynnti hann skipstjóra að Einari væri falin st.iórn á því að sjósetja björgunarbát- ana. Við vorum nú á heimleið með þrjá- tíu og sex skipsbrotsmenn innanborðs. Við Brynjólfur stóðum vakt á aftur- þilfari og litum eftir bátunum sem skipið hafði í eftirdragi, en öðru hvoru urðum við að láta hægja ferðina á meðan við drógum bátana upp að skut skipsins og fórum um borð í þá til að ausa sv'o þeir fylltust ekki atveg af sjó. Bátarnir voru útbúnir með ftotgeym- um svo þeir áttu ekki að geta sokkið, en kæmi of mikill sjór í þá, urðu þeir þungir í drætti. Við vorum komnir langt inn á fló- ann þegar það óhapp henti um borð, að nokkrir menn af áhöfn hollenzka skipsins sem við höfðum bjargað fyrir fáum klu.kkustundum, fengu sjálfs- morðsæði. Við Brynjólfur gripum tvo þeirra, þar sem þeir voru að stöklcva fyrir borð. Við urðum að beita þá hálf- De Luxe STEREO Sönn stofuprýði og yndisauki hverjum þeim, sem kröfur gerir til frábærra tóngæða. Hinar norsku útvarpsverksmiðjur EDDA RADIO hafa unnið sér stöðu meðal allra fremstu viðtækjasmiðja heims. Með þessu nýja viðtæki „Haugtiissa 4“ hefur náðst nýr áfangi í hljómi og tóngæðum. Hinir 8 nýju NOVAL-lampar eru jafnvígir 16 venjulegum útvarpslömpum. Kynnið yður þetta frábæra taski. EDDA RADIO ,.Haugtússa 4“ í SKEIFUKASSA er unnin af framúr- skarandi fagmönnum úr völdu efni. 80) — JÖLABLAÐ ÞJÖÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.