Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 7
Grímur M. Helgason a3 blaða
í einum spjaldskrárkassanum.
— (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason)
Blaðað
í kvæðaskrá
Framhald af 5. síðu.
Hvör sem setur son guðs á
sína trú gjörvalla,
eflaust hefur altíð sá
ólukkunni komizt frá,
þó megi kross og mótgangur til falla.
Vtanlands í einum bý
ekkja fátcek byggði,
fróm og guðhrasdd geðinu í;
góðan lofstír fékk hún því,
öngvan mann í athöfn sinni styggði.
Gullskorð ýmist grét eða svaf,
gjörðu þrautir herða,
voluðum börnum vatnið gaf,
vífið fyllti upp skikkju laf;
af góðn, sagði hún, guð sinn léti verða.
Litlu síðar sá hún mann,
sá var fríður ncesta; ;
hvítum skrúða skrýddist hann,
skikkju þöllu heilsa vann;
vífið honum virðing sýndi stcersta.
Fleiri átti börn en brauð,
björg þó oft nam gefa,
sagði cetíð í sinni nauð
sig hafa nógu mikinn auð;
þvt skyldi hún aldrei skaparans gcezku efa.
Bar so til, að hungrið hart
hennar þrengdi kosti;
bjargarlaus með barnið margt
burtu gekk, því so var vart;
var þá úti vetrarhríð með frosti.
Bak og fyrir börnin smá
bar hún langa vega;
hattcerið so herti á,
að 'hvörgi mátti gisting fá;
mœddist hún af megnum hungurs trega.
Bar hana einum brunni að,
brátt þá óvit kenndi,
settist niður í sama stað,
sér í hjarta drottin bað,
augum sírium upp til himna renndi.
Maðurinn spyr: „Hvört þenkir þú
þínum nauðum hnekki
eða lengi ttf þitt nú
lítilfjörleg ncering sú;
örmagndst, þó einsamalt vatn drekkir?"
Mcelti hún: „Guð er samicr sá,
sem seðja kann mig núna;
þó engin megi ég efni sjá,
sem ekkja þar í Sareptá,
á hann set ég atta mína trúna.
Hvör veit nema sýni sig
með sama kraft mig nceri,
þó ég gangi þennan stig,
ef þolgceðið ei brestur mig."
Svaraði henni sendiboðinn kceri:
„Þú ert kona trúar traust
trega þinn að stilla;
gakktu heim með geðið hraust;
guð drottinn mun efalaust
girnd þíns hjarta gjöra nú upp að fytta.n
Framhald á 98. sfðu
JÓLABLAÐ — 7