Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 11
gaman að því. Hann hafði oft-
ar en einu sinni spurt, hvort
við ættum að fá banana i
eftirmat hjá Hinrik, og ég
hafði ekki vitað hverju ég
ætti að svara. Pontus var mik-
ill bananavinur og hann var
aldrei vanur að gefast upp á
spurningum fyrr en svarað
var.
. ,,Þú ert orðinn stór og stálp-
áður“. Móðir mín settist við
gluggann og dró mig að sér.
Væri eitthvað hvimleitt á
seyði, mátti ég hafa það til
marks, að sagt væri að ég væri
stór og stálpaður, svo ég átti
ekki von á neinu góðu. Var
hún búin að tala við föður
minn? Var það þá útkljáð
mál, að ég fengi ekki að fara?
; „Mundi þér þykja fjarska
leiðinlegt að fara ekki i
afmælið?“ Líklega las hún
svarið af svipnum á mér,
því hún hélt áfram: ,,Faðir
þinn hefur ekki mikil peninga-
ráð nú sem stendur, og þú
átt enga lakkskó. Þess vegna
verðurðu víst að sitja heima.
Við getum haft happdrætti um
jólatrésskrautið."
[ ,,Ég þarf ekki að vera á
lakkskóm", svaraði ég með á-
kefð. Mér fannst ekki ná nokk-
úrri átt að ég sæti heima að-
eins vegna þess að ég átti ekki
lakkskó. Það gat svo sem verið
gaman að hafa þetta happ-
drætti en ég vissi að skraut-
inu mundi verða skipt milli
okkar þegar trénu væri hent.
En faðir Hinriks hafði pantað
galdramann — annan galdra-
mann.
,,Þú verður líka að gefa Hin-
rik gjöf, og faðir þinn hefur
enga peninga til að kaupa gjöf
fyrir“. Móðir mín var mjög
álvarleg og ég var gráti nær.
Þetta var langtum þungvægari
ástæða en hin fyrri. Auðvitað
hlaut ég að gefa gjöf, fyrst
allir aðrir gerðu það. Móðir
mín hafði rétt fyrir sér í því.
feg vildi heldur fara ekki neitt
én koma tómhentur.
, Ég leit á tindátana mína og
kvaddi þá. Þeir voru tólf, all-
ir á hestbaki, og Pontus átti
feðra tólf. en Jörgen hafði kos-
3ð sér bók, og aðrar jólagjafir
höfðum við ekki fengið það ár-
ið. Ef ég gæfi Hinrik tindátana
jnína. var víst að hann gat
ekki krafizt þess að fá stærri
liöf.
I í En ekki þótti mér gaman að
verða að láta þá, og Ppntus
'yjldi aldrei ljá mér neitt af
|>ví sem hann átti. Ég vissi
áð ég mundi aldrei fá að leika
jmér að dátunum hans.
’ , ,,Ég gæti gefið honum tin-
jdátana mína.“ Þetta sagði ég
ýið móður mína, og hún klapp-
íiði mér á kollinn eitthvað svo
einkennilega. Hún leit út um
gluggann áður en hún sneri sér
aftur að mér. Röddin var ó-
skýr eins og vant var þegar
hún var að berjast við grát:
,.Ef þú tímir að gefa honum
tindátana þína, skaltu fá að
fara‘‘ Hún stóð upp, og ég
vissi ekki hvort viðeigandi
væri að ég færi að dansa af
gleði. Pappastokkinn utan af
tindátunum hafði ég geymt,
svo enginn gat vitað nema
gjöfin væri nýkeypt. Ég mátti
leika mér að þeim þangað til
á sunnudaginn, ef ég léti ekk-
ert sjá á þeim.
Móðir mín þaggaði niður í
mér: ,,Þú mátt ekki hafa hátt.
Faðir þinn sefur,“ og ég þagði
þó mig langaði til að gala af
kæti. Hún klappaði mér á
kinnina og þurrkaði sér um
augun, en ég var ekki að setja
það fyrir mig, þó illa lægi á
henni. Ég hljóp á undan henni
niður stigann til að leita að
Pontusi. Enginn annar en hann
gat látið sér skiljast hve
merkilegt það var sem ég átti
í vændum á sunnudaginn.
Ég fann hann niðri í kjall-
ara. Hann sat á kartöflukass-
anum og vaggaði fótunum og
tók þátt í tilhlökkun minni án
nokkurrar öfundar. Hann
spurði í barnslegri einfeldni:
..Heldurðu að þið fáið banana
í eftirmat?“
Það rigndi seinni hluta
sunnudagsins. Ég átti að vera
kominn til Hinriks klukkan
fjögur og ég lagði snemma af
stað. Faðir minn lofaði að
sækja mig klukkan níu, og
óskaði mér jafnvel góðrar
skemmtunar. Pontus og
mamma stóðu innan við glugga
og veifuðu til mín, og ég hélt
á stokk með tindátum í undir
hendinni. Jörgen hafði hjálpað
mér til að pakka þeim niður.
Hann var svo handlaginn að
enginn gat séð að þeir hefðu
nokkurntíma verið teknir upp.
Þau sögðust öll æt.la að vera
á fótum þegar ég kæmi aftur
og heyra hvað ég hefði að
segja.
Ég bretti upp kragann á úlp-
unni minni að aftan og arkaði
af stað. Hinrik átti heima í
einbýlishúsahverfi utanvert við
borgina, og leiðin var löng.
Pontus hafði hvíslað að mér
svo enginn heyrði að stinga
á mig einum banana handa sér,
en því hafði ég ekki þorað að
lofa. Ef það var satt sem barst
manna á milli í skólanum, átt-
um við bæði að fá ís og ban-
ana, en var það nú víst að
þetta væri að marka? Fyrst
um sinn ætlaði ég að láta mér
nægja að hlakka til að sjá
svipinn á Hinrik, þegar ég
fengi honum gjöfina. Ég vissi
að hann safnaði tindátum. og
ég bjóst ekki við að hann ætti
neina svona að minnstq kost.i
Pf? fllHr'PÍ C trono foH.
ega riddara, og mér blæddi að
þurfa að láta þá af hendi.
Ung stúlka tók á móti mér og
hengdi úlpuna mína á snaga
í forstofunni, innan um úlpur
hinna drengjanna. Á gólfinu
voru svo þykk teppi að ekki
heyrðist skóhljóð. Þó að ég
hefði flýtt mér svona, kom
ég einna síðastur. Þegar ég
kom inn f stofuna, stóðu þeir
flestir ásamt Hinrik kring um
borðið sem gjöfunum var rað-
að á.
Þeir voru að skoða gufuvél
og tóku ekki eftir mér, fyrr en
Hinrik allt í einu tók eftir
bögglinum undir hendi minni
og greip áfjáður eftir honum.
Allir horfðu á hann taka
þetta upp. Ég horfði framan í
hann og treysti því að gjöfin
mín yrði vel þegin.
En hann varð ekkert feginn,
og það var fjarri því að nokk-
ur fögnuður væri í röddinni,
þegar hann sá hana: Hann
sagði ekki annað en þetta:
„Nú, tindátar ....“
Svo rétti hann mér hönd-
ina: „Auðvitað verð ég að
þakka þér fyrir,“ og sneri sér
svo samstundis að gufuvél-
inni. Ib hinn feiti góndi á mig
og benti á gjafaborðið en þar
var heil herfylking af tindát-
um. ,,Hinrik á sex hundruð,"
sagði hann. ,,Mikið ertu vitlaus
að vera að gefa honum tin-
dáta.‘‘
Ég var þegar orðinn utan-
veltu og mér sárnaði mikið.
Gjafaborðið svignaði, og á því
stóðu alla vega litir tindátar
undir öllum hugsanlegum
vopnum. Þar voru líka bílar
sem hreyfðust sjálfkrafa. flug-
vélar og járnbrautarlest sem
gekk fyrir rafmagni. Böggull-
inn minn datt undir borðið,
og þar lá hann. Ég hafði gefið
Hinrik af auðlegð fátæktar
minnar og hann hafði ekki
hugmynd um það, hve stór
gjöfin mín var.
Á matborðinu voru fjórar
lagkökur handa seytján drengj-
um, en ég át ekki af þessu
nema eitt stykki. Móðir Hin-
riks spurði mig hvernig á því
stæði að ég vildi ekki meira,
og ég svaraði því til. að ég
væri ekki svangur. Þetta var
satt og hún fór burtu með
diskinn. Ég var alltaf að líta í
áttina til gjafaborðsins, þar
sem gjöfin mín lá á gólfinu
við einn borðfótinn. eins og sá
hlutur sem ofaukið er og bíður
þess eins að vera fleygt.
En þegar galdramaðurinn
kom, bráði af mér. Við vorum
búnir að leika okkur í tvo
klukkutíma og nú átti að
skemmta okkur þangað til við
færum að borða. Við settumst
í hring umhverfis hann, og við
skildum ekkert í því hvað
hann gat. Raunar dró hann
ekki kanínur út úr nösunum
á neinum af okkur, en hann
lét þær hoppa upp úr háum
hatti, sem virtist vera tómur.
Þetta voru tvær litlar, hrædd-
ar kanínur, sem flýðu undir
skáp, þegar við fórum að elta
þær. Hann gat Iíka breytt
vatni í vín og náð peningum
upp úr læstri hirzlu. Mér var
leyft að skoða þessar östkjur
áður en hann gerði þetta, og ég
gat fullyrt að þær væru tóm-
ar, en samt voru þær orðnar
fullar af fimmeyringum, þegar
hann opnaði þær næst.
Síðan spurði hann mig
hvort hann mætti fá að láni
annan lakkskóinn minn Ég
veit ekki hvernig á því stóð
að ég varð fyrir þessu, en lík-
lega hefur það verið vegna
þess, að ég sat næstur, og ég
tók af mér skóinn í granda-
leysi. Ég skildi ekki hvemig
á því stóð að allir lustu upp
hlátri, þegar ég fékk honum
skóinn.
.Skárri er það lakkskórinn“.
Það var Ib, sem enn var kom-
inn á stúfana að kvelja mig,
og galdramaðurinn studdi
hann: ,,Já, þetta er nú raimar
líkara morgunskó, en það ætti
að vera hægt að nota hann
samt,“ og svo dró hann kan-
ínu upp úr skónum. Ég fann
að ég roðnaði og mér fannst
ég vera meira utanveltu en
nokkru sinni fyrr. Galdra-
maðurinn hélt þannig á skón-
um að allir gátu séð að reim-
in var bundin saman á tveim-
ur stöðum. Ég hafði sagt
mömmu frá þessu, en hún
hafði ekki getað keypt nýja
reim.
Nú fór mig að langa til að
fara heim. Galdramaðurinn
fékk mér skóinn, og hélt svo
áfram að skemmta, en nú var
ég hættur að hafa gaman af
galdrabrögðunum hans. Ég fór
að horfa kringum mig og tók
eftir því að allir voru betur
til fara en ég. Mér hafði aldrei
dottið í hug að nokkur munur
væri á klæðnaði okkar, en nú
sá ég að svo var. Ég var líka
sá eini sem ekki var á lakk-
skóm, og það kunni ég ákaf-
lega illa við. Ég hafði alltaf
fyrirlitið lakkskó, en nú brá
svo við, að ég hefði viljað
mikið til vinna að eiga eina.
Enn bættist á hrellingar
mínar áður en við settumst að
borðum. Galdramaðurinn var
hættur að sýna en við sábum
í hring og biðum. Sumir þótt-
ust geta skilið hvernig hann
færi að, en öðrum leiddist
þetta og nenntu ekki að tala
um það. Einu sinni, þegar all-
ir þögðu, sneri Ib sér að mér
og sagði: ,,Er það satt að þú
eigir að fara úr skólanum okk-
ar?“
Þessi spurning kom mér svo
á óvart að ég gat engu svar-
að, enda litu allir á mig.
Hverju átti ég að svara? Móð-
ir mín hafði raunar sagt að
líklega yrðum við Jörgen að
fara í ódýrari skóla, en ég
hafði ekki tekið mark á þessu.
Hvers vegna ættum við að
fara í annan skóla fyrst okkur
leið svona vel í þessum?
„Hvers vegna ætti ég að
fara úr skólanum?‘‘ Ég komst
ekki hjá því að svara, enda
var ekki dregið af svarinu.
Ib yppti öxlum fullorðinslega
og svaraði: „Já, faðir þinn
hefur ekki efni á að hafa þig
í skólanum, þegar hann missir
Framhald á 60. síðu.
JÓLABLAÐ — l\