Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 17
tróð þeim síðan vandlega með
hnífnum sínum í hverja glufu
og hverja smugu við glugga og
dyr. Að þvi loknu slökkti hann
Ijósið, skúrfaði frá gashanan-
um og lagðist kyrrlátlega fyrir
í rúminu.
Þetta kvöld var það frú Mc
Cool, sem átti að veita ölið.
Síðan settust þær stallsystur
við bjórinn i einni af þessum
kjallarakompum, þar sem ráðs-
konur eru vanar að hittast að
afloknu dagsverki, og gróu-
sögurnar blómgast vel.
„í kvöld tókst mér að leigja
herbergið á þriðju hæð. bak-
dyramegin,‘‘ sagði frú Purdy.
ölið löðraði vel á könnunni
hennar. ,,Það var ungur mað-
ur, sem tók það á leigu, hann
tók við því fyrir tveimur tím-
um á að gizka.“
„Nei, segið þér þetta satt
frú Purdy,“ og aðdáunin leyndi
sér ekki. ,Ja því segi ég það
að láta sér takast að leigja
þvílíkt og annað eins. Sögðuð
þér honum þá nokkuð?'1 bætt.i
hún við í hálfum hljóðum.
„Herbergi,“ sagði frú Purdy.
,,sem leigð eru, eiga fyrst og
fremst að skila arði Éf, sagði
honum ekkert, frú McCool."
„Þar gerðuð bér rétt. þvi
arðurinn af þessum herbergj-
um er lífsviðurværi okkar, þér
kunnið lagið á þvi, frú. Ég
býst við að leit yrði á þeim
manni, sem vildi taka herbergi
á leigu ef hann vissi að sjálfs-
morð hefði verið framið þar
fyrir stuttu, og að sjálfsmorð-
inginn hefði dáið í rúminu.
sem hann ætti að sofa i.“
„Viðskiptin verða að ganga
fyrir öllu,“ svaraði frú Purdy.
,,Satt segið þér. Ég held það
sé ekki nema vika síðan ég
var að hjáipa yður til að leigja
þeta herbergi. Gróflega var
þetta annars lagleg stúlka, já,
þvilíkt, og fara svo að drepa
sig á gasinu. — já, hún var
tiltakanlega andlitsfríð."
„Það hefði mátt kalla hana
laglega.“ sagði frú Purdy, ,«f
hún hefði ekki haft þessa
svörtu vörtu á vinstra gagn-
auga. Gerið svo vel að hella
í könnuna yðar aftur, frú
Purdy.‘‘
Vér þökkum hinum mörgu við-
skiptavinum vorum ánægjuleg
viðskipti á árinu sem er að líða,
og óskum þeim, og landsmönn-
um öllum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs.
BRÆDRABORCARSTÍC 7 - REYXJ.WÍK
WREVFILL
ER STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ LANDSINS
HREYFILL veitir yður hjónustu allan sólarhringinn
TALSTÖÐVARNÁR í bifreíðum vorum gera kleift, að hvar
sem þér eruð staddir í borginni er HREYFILLS-bíll nálægur
Þér þurfið aðeins að hringja í síma
22-4-22
WWEVF\ÍL
Sími 22-4-22
JÓLABLAÐ 17