Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 25

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 25
Berðu mig til blómanna-, þar sem Edgar bjargar Maud frá drukknun? — Ég er að hugsa um hverja einustu skruddu, sem hrökk úr penna frænku minnar. Hann leit á stúlkuna dálítið skrítinn á svip. Hann var búinn að ráða gátu. sem hafði vafizt fyrir honum dálitla stund. Allt frá því hann leit stúlkuna fyrst augum, hafði honum fundist hann kannast við hana. Og svo skildi hann það allt í einu, hvers vegna honum féll hún svo illa. — Vitið þér annars, sagði hann, þér gætuð sem bezt ver- ið ein kvenhetjan úr sögunum hennar frænku minnar. Þér er- uð einmitt sú tegund af kven- fólki, sem hún vildi festa á pappír. Það birti yfir andliti stúlk- unnar. — Ó, finnst yður það í raun og veru? Hún hikaði. Á ég að segja yður nokkuð? Frá því ég kom hingað hef ég haft það á tilfinningunni, að þér væruð alveg eins og einhver hetjan úr sögum ungfrú Pinckney. — Nei, heyrið þér mig nú! sagði James með viðbjóði. — Víst eruð þér það! Þegar þér hlupuð út um gluggann snarbrá mér. Þér voruð alveg eins og Claude Masterton í Þegar örlög ráða. — Ég hef ekki lesið Þegar örlög ráða, sagði James og það fór hrollur um hann. — Hann var fálátur, þung- brýnn, með djúp. dökk og dap- urleg augu. James útskýrði það ekki fyr- ir henni, að augun í honum væru döpur af því, að þurfa að halda henni upp á snakki. Hann hló bara með fyrirlitn- ingu. — Og nú má alveg eins bú- ast við því, sagði hann, að bifreið komi akandi og keyri yfir yður, en ég muni síðan bera yður varlega inn í húsið og — Varið yður!! Hann var of seinn. Hún lá samanhnipruð við fætur hon- um. Fyrir hornið hafði komið stór opin fólksbifreið og hald- ið sig af furðu mikilli ná- kvæmni öfugumegin é vegin- um. Bifreiðin fjarlægðist óðum og eini farþeginn hallaði sér aftur. Hann hafði tekið ofan hattinn — ekki í samúðarskyni við þann slasaða heldur til þess að hylja með honum núm- erið á bílnum. Til allrar hamingju var hundurinn Tótó ómeiddur með öllu. James bar stúlkuna varlega inn f húsið og lagði hana á sófann í vinnuherberginu. Hann hringdi bjöllu og búldu- leitin ráðskonan birtist. — Sendið eftir lækni. sagði James. það hefur orðið slys. Ráðskonan beygði sig yfir stúlkuna. — Ó, neióneiónei! sagði hún svo, guð blessi litla, engil- bjarta andlitið mitt! Garðyrkjumaðurinn, sem að nafninu til hafði yfir Snata að ráða, fannst bak við rifs- berjarunna og fékk þær fyr- irskipanir að sækja Bradley lækni. Hann skildi reiðhjólið frá Snata, sem var að gæða sér á öðrum pedalanum, og lagði af stað. Bradley læknir birtist og gaf skýrslu sína: — Engin bein brotin, en nokkrar slæmar skrámur. Og svo auðvitað taugaáfallið. Hún verður að vera hér nokkra hríð. Má ekki flytjast. — Vera hér!? Það er útilok- að! Það á ekki við! — Ráðskonan getur verið anstandsdama. Læknirinn stundi. Hann var gildvaxinn maður, miðaldra, og hafði barta. — Falleg stúlka, Rodman, sagði hann svo. — Ég býst við þvi, sagði James. — Yndisfögur stúlka, sann- kallað álfabarn. — Ha, hvað? hrópaði James. Hann hafði sfzt af öllu bú- izt við slíkum samlíkingum frá Bradley lækni. I eina skiptið sem þeir höfðu hitzt, hafði blessaður læknirinn eingöngu talað um hægðir og meltingu. — Álfabarn, viðkvæm álfa- mær. Þegar ég horfði á hana rétt áðan, féilust mér nærri því hendur. Litla höndin henn- ar lá á ábreiðunni eins og hvít lilja, sem flýtur á lygnri tjörn, og augun hennar blikuðu upp til mín, full af trúnaðartrausti. Hann rölti út etfir garðinum, röflandi, og James horfði á eftir honum, furðu lostinn. Og hægt en örugglega líkt og sól brygði sumri, lagðist skuggi óttans yfir James. * Það var um það bil viku seinna, sem Andrew McKinn- on, annar eigandi hins vel þekkta umboðsfyrirtækis Mc- Kinnon & Gooch sat í skrif- stofu sinni og horfði yggldur á brún á símskeyti sem lá á borðinu Hann þrýsti á bjöllu- hnapp. — Biddu Gooch að koma hingað sem snöggvast. Hann hélt áfram handritarannsókn- um sínum á símskeytinu. Já, Cooch, sagði hann svo þegar meðeigandi hans birtist, ég var að fá undarlegt skeyti frá Rodman. Honum virðist liggja mikið á að hitta mig að máli. Gooch las skeytið. — Bersýnilega skrifað I geðshræringu, samþykkti hann. En hvers vegna kemur hann ekki hingað, ef honum liggur þessi reiðinnar ósköp á því að hitta þig? — Hann vinnur eins og þræll við að ljúka þessari sögu. Er f vandræðum með niðurlag- Hverskonar viSgerSir á báfum Einnig bifreiSa- • vVt vVð • viogeröir HjólbarSar (Bridgestone) Benzin og oliusala GleSileg jól jbökkum samstarfiS á HSna árinu Vélsmiðjan Logi, Patreksfirii JÓLABLAÐ — 25)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.