Þjóðviljinn - 24.12.1965, Síða 38
LATRA-
BJARG
I ' :
FYRIR
BÖRN
OG
UNGUNGA
Þið vitið 611, að Bjargtangar
eru- vestasti oddi landsins, og
eí þið æ.tlið að taka landspróf,
verðið þið að vita á hvaða
breiddarstigi þeir eru. Þetta
lærði ég einu sinni til að kunna
það á prófi. Eftir það hugsaði
ég aidrei um hnattstöðu Látra-
bjargs. Og mér var alveg sama
um þetta bjarg.
En einn góðan veðurdag reis
það upp úr gleymskunni, ekki
á íslandskorti, og ekki í bók,
heldur Bjargið sjálft, hrikalegt
og ógnandi. Og niöri í þess-
um hamrabeltum, þar sem
grjót og klaki hrapaði í sífellu,
voru menn í lífsihættuför og
biðu skammdegisnæturinnar.
Nú vitið þið öll, aö hér er
étt við björgunina við Látra-
bjarg. Sum ykkar hafa eflaust
séð kvikmyndina. Hún var
-gérð í góðviðri og auðri jörð
haustið eftir.
★
Það vantaöi farkennana í
Rauðasandshreppinn haustið
1947. Hann varð að geta geng-
ið Lótraheiði i ófærð, ef þvi
var að skipta. Leiöin miili
skólastaðanna var nær sjö
tíma gangur. Þá var hreppur-
inn veglaus með öllu, að und-
antekinni ruddri bílagötu frá
fjarðarbotninum vestur á
Rauðasand. Hún var að vest-
an snarbrött og lá í mörgum
krókum tæpt á gjárbarmi.
Mörgum þótti það glæfraleg
leið. Nú er kominn þarna
breiður akvegur. Sumum þyk-
ir hann dálítið glæfralegur
líka.
Rauðisandur er milli Skorar
og Látrabjargs. Þar kenndi ég
í litlu, gömlu fundarhúsi.
Krakkarnir komu gangandi á
morgnana, sumir allt að
klukkutíma leið, og sóttu skól-
ann af miklum dugnaði.
Mánuði seinna fór ég að
Látrum. Mér var fylgt á hestí.
Jörð var enn alauð. Við fór-
um út ströndina, upp brattan,
klettóttan háls, sem heitir
Kerlingaháls. Sagan segir að
einu sinni hafi tvær förukerl-
ingar gengið hann í ófærð.
önnur var löt og gekk ailtaf
í sióð hinnar. Þó reiddist sú,
sem ó undan gekk, steig fram
af brúninni. þar sem gatan var
tæp, og sagði: ,;Gakktu nú i
38 — JÓLABLAÐ