Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 51

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 51
í þessari kirkju hefur saga Frakklands gerzt. en þá var. í þrjátíu og sex ár var hann vakinn og sofinn að vinna að því að þetta kæmist í framkvæmd. Reyndar fór þá um allt landið mikill áhugi á kirkju- byggingum, og mætti nefna margar stórfrægar kirkjur sem reistar voru, og sumar lengi í smíðum. Ekki færri en 80 dómkirkjur og 500 kirkjur voru þá í smíðum samtímis. Af þeim verður þó að nefna hinar alfegurstu: kapelluna og klaustrið á fjalli sankti Mikaels. Þessi stíll, sem þá var uppi, kallaðisf gotneskur stíll, og var nafnið raunar úrelt og táknaði annað, en stíllinn barst til ná- lægra landa, og nægir að nefna Westminster. kirkju sankti Gudulu í Brussel, dómkirkjurnar í Köln, Tóledó, Milanó, Chartres og Reims. Hvað mundi eiga að kalla þessa öld þegar Thomas frá Aquinos kenndi í París, þegar Villon reikaði þar um stræti, og þegar Filippus-Ágúst hrósaði sigri — í fyrsta sinn — yfir óvinasambandi Þjóð- verja og Englendinga, þessum draug, sem eitraði líf Frakklands allt fram að orrustunni við Waterloo. Þessi öld var hið fyrsta Endurfæðingartímabil, og því verður með engum orðum betur lýst en þeim sem Pierre Gaxotte hafði um það: „Það fór vor um allt þetta land á 12. og 13. öld . Aldrei síðan rann upp fegurri öld“. Notre-Dame þaut ekki upp eins og höll Sameinuðu þjóðanna í New York, og jjafnvel Péturskirkjan í Róm. Bygging hennar var trúarathöfn, og aldrei fléttaðist inn í hana nein drambsemi og mikilmennska. Hver lagði sinn skerf fram í auðmýkt; aðalsmenn, borgarar, listamenn prestar og prelátar. og allir gáfu af rausn, gull sitt, jarð- eignir, tíma og erfiði, æsku sína, allir vönduðu verk sín. Enginn veit nú orðið hvað smiðirnir hétu, ekki einu sinni yfirsmiðirnir, ekki sjálfur meistarinn, ekki lista- menniimir, allir þessir sem verkin unnu og verkunum stjórnuðu á fyrri öldinni. Hornsteinninn mun hafa verið lagður 1163, og það er ekki fyrr en við miðbik 13. aldar, sem kirkjan átti að heita fullgerð, — en það er hún reyndar ekki enn. — Það er áætlað að um þúsund menn hafi unnið við þessa smíð á hverjum degi í hálfa aðra öid. (Bandaríkjamenn, sem hafa gaman af að meta allt og virða, líka hið ómetanlega, hafa gizkað á að Notre-Dame hafi kostað 500.000.000.000 franka) Myndhöggvararnir, múrararnir, trésmiðirnir, hafa ekki haft sitt erfiði ein- ungis til að vinna fyrir sér, það kom nokkuð annað til: ástin á verkinu sjálfu hreyfði hendur þeirra. Svo vönd- uð smíð er kirkjan að hún hefur staðið af sér sjö aldir, og þar setti Napóleon kórónu á höfuð sér, og margt mætti nefna sem oflangt væri að telja f Notre-Dame hófst allt, þar lauk öllu. Og enn skín hún við okkur í ljósi frá átta öldum. Hún er stórkostleg En við sjáum hana ekki í réttu ljósi. Við sjáum hana með augum ferðamannsins. Vitn- isburður hennar er jafn ljós þó fáir skynji hann. Hún var reist guði til dýrðar, hún er engu síður vottur um mannlega snilli. Og kynslóð okkar. sem annars á svo annríkt, ætti að gefa sér tíma til að nema staðar sem snöggvast, eða öllu heldur lítið eitt lengur en svo, fyrir framan þetta mikla skip úr hafi aldanna. og spyrja sig þeirrar spurningar, hvort ókomnar kynslóðir muni hafa jafn mikla ástæðu til að miklast af verkum forfeðra sinna sem við af verkum þessara forfeðra okkar. O"1 hvaða hallir, hvaða guðshús, hvaða háskóla, hvaða nýtízkuborgir (Brasilíu), hvaða boðskap í steini mun samtið okkar láta eftir sig ókomn- um öldum til slíkrar furðu og aðdáunar sem þennan? í átta aldir hefur skinið sem liggur við festar á bökkum Signu borið þegjandi fram þessa sömu snurningu. JÓLABLAÐ — 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.