Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 88
-------- --------------------
Kaupfélag Langnesinga
Seiur ailar innlendar og erlendar
vörutegundir. * Starfrækir útibú á
Bakkafirði. * Ennfremur kjötfrysti-
hús, skipa- og bifreiðaafgreiðslu á
Þórshöfn. " Höfum umboð fyrir
Olíufélagið h/f og Samvinnu-
tryggingar. • Gleðileg jól og þökk
fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Kaupfélag Langnesinga
Þórshöfn. — Utibú á Bakkafirði.
Stofnsett 1911.
hrukkótt og hrukkurnar ótelj-
andi. Hann virtist gamall, —
áfgamall. Svo tók hann sér
penna í hönd, án þess að hafa
lokið við að lesa bréfið, og
svo byrjaði hann:
„Ég var búinn að gleyma
þessu öllu, Anulka mín, en nú
rifjast það upp. En hvað mað-
ur er annars skrítinn og skil-
ur lítið í sjálfum sér. En nú
finnst mér ég skilja betur.
Meðan ég var að saekja eftir
fé og frama, þá einbeitti ég
mér að því, en þegar markinu
var náð, æ, hvílík markleysa
og villa og svími er þetta líf!
Þarna berst maður eins og
óður fyrir því að öðiast það
sem ekki reynist annað en
hjóm, þegar maður hefur það
milli handa! Ef ég væri ekki
svona einn míns liðs, gæti ver-
ið að þetta hjóm yrði mér ein-
hvers virði, — en fyrst svo er
ekki, verður það hreint að
engu. En hvað ég er feginn
að þú skulir hafa kallað mig
Vladya! Ja, þvílíkur strákur,
þessi Vladya, feitur eins og
selur og gamall, — gamall fyr-
ir timann, en samt er þetta
Vladya. Nú eru liðin tuttugu
ár síðan ég seinast talaði móð-
urmálið mitt, málið sem þau
töluðu, faðir minn og móðir
mín. Ég held ég hafi verið
búinn að gleyma því, þangað
til áðan. Já, skrítið er þetta!
Þegar ég var ungur, þótti mér
gamar. að öllu, mér var sama
hvað var. En núna, þegar blóð-
ið í mér rennur svo hægt um
æðarnar, þá er öðru máli að
gegna. Nú skal ég segja þér
nokkuð: Þú átt betra en ég,
Anulka! Þú átt miklu meira
af því sem nokkurs er vert:
þú átt Stach og Júlka, jörðina
þína, þér eru sýnd margvísleg
vinahót, svo hefurðu nóg að
hugsa um, og þú þekkir alla
þarna, fólkið er þitt fólk. Þér
þykir gaman að rækta jurtirn-
ar þínar, þér þykir vænt um
þær og villtu espitrén, hnet-
urnar, skóginn, bændakonurn-
ar og börnin þeirra. — Þú
segir satt, þyturinn í skóginum
var inndæll og limurinn af
grösunum hennar mömmu var
það líka. Ætli þú getir étið
eins mikið af hnetum og í
gamla daga? Og heslisópurinn,
ertu ekki búin að höggva hann
upp? Hvað er orðið af hund-
inum, honum Burk? — Ég bið
lotningarfyllst að heilsa skóg-
inum, espitrjánum, tréhestin-
um mínum og gröf Holubova.
Og nú skal ég segja þér nokk-
um. Ég ætla mér að koma.
Ég get ekki farið núna, ég
kemst ekki frá stöðu minni,
en í sumar, ef guð lofar, þá
skal ég víst láta verða af því.
Nei, annars, ég fer öðruvísi að.
— Eftir eitt eða tvö ár þá
hætti ég þessu og fer alfarinn
og kem til ykkar, og fer aldrei
frá ykkur framar.“
Höfugt tár hrundi á næsta
orð og gerði það ólæsilegt.
Vélsmiðjan Klettur hf.
HAFNARFIRÐI
SMIÐAR:
Hraðírystitæki — Humarþvottavélar —
Skreiðarpressur — Síldarsöltunarsam-
stæður — Flutningabönd og allskonar
tæki til íiskvinnslu.
Vélsmiðjan Klettur hf.
Vesturgötu 18 — 24, Hafnarfirði.
Símar 50139 — 50539.
88 ~ JÖLABLAÐ