Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 91

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Page 91
BRYTINN eftir HANS SCHERFIG Það var um haust, að ég kom að hinu enska aðalssetri Daverill Hall. Þessi sögufræga höll er hálfa dagleið frá Lon- don, og umbverfi hennar er gróðursælt og aðlaðandi. Höll- in er gömul og svipmikil. Leiðin heim að henni liggur í gegnum hinn afarstóra skrúð- garð hennar, en hann skiptist þversum og langsum og á ská og aftur á ská í reiti afgirta gömlum trjágöngum, svo ekki er auðvelt að rata. Þetta er haft svona til að skjóta aðkomumanni lotningarfullum skelk í bringu, vekja honum tilfinningu fyrir smæð sinni og auvirðileika, svo hann hljóti að álíta sig, er hann loksins fær að ganga fyrir hans há- göfgi, Daverill lávarð, sem hvern annan vesælan orm í duftinu. Maðurinn, sem tók á móti mér í forsal hallarinnar virt- ist vera þarna í hinum sama tilgangi. Á þvi var enginn vafi áð honum var ætlað að gera gestinn feiminn og miður sín. Enda var maðurinn kjörinn, í þet.ta hlutverk. Aldrei hef ég séð hátíðlegri mann og alvöru- þrungnari. Andlitið, sem var slétt og augnabrúnirnar dálítið hafnar, bar vott um ósegjan- lega tign og 'upphafna, óbif- andi rósemi. Og hann hafði snúið yfirskegg sitt eins og Phileas Fogg í Umhverfis jörð- ina á áttatíu dögum. Hann heilsaði mér með hóf- samlega útmældu lítillæti. Hneigði höfuðið rétt mátulega, en ekki millimetra fram yfir brýnustu þörf. Og þó að hann breytti ekki nokkra vitund um svip, og þó að enginn dráttur í andliti hans gæfi nokkurn skapaðan hlut til kynna, tókst honum samt að láta mig skilja svo að ekki varð um villzt, hvaða álit og þokka hann hefði á þessari persónu. Hann hafði ekki þurft lang- an tíma til að átta sig á mér, ekki nema eitt augnatillit, og útkoman gat varla verið lak- ari. Ég hafði fengið mér ný föt í London í tilefni af þess- ari heimsókh. Mér höfðu þótt þessi föt góð, úr dýrindis eíni og glæsileg í sniði. Nú sá ég að eitthvað hlaut að skorta á. Annað hvort var of mikið eða of lítið stopp í öxlunum, eða þá að hnapparnir á vestinu voru ekki mátulega margir. Og þetta var nóg til að koma upp um mig. Ég nefndi nafn mitt og umlaði eitthvað fleira — ég var málarinn, sem átti —. Það var vonazt eftir yður. herra, sagði hann, og það var jökulkuldi í röddinni. Þegar þér eruð tilbúinn, vill Hans hágöfgi fá að tala við yður. Hann hreyfði hönd og óðar var sprottinn upp úr ósýnis- tóminu lifandi maður, þjónn, sem tók ferðatöskuna mína og málarakassann, og gekk svo á undan mér upp breiðan hall- arstigann, lagðan teppum. Ekki hafði ég lengi dvalizt á þessum stað þegar mér var orðið það ljóst, að maðurinn, sem tók á móti mér, var að- alpersóna hússins. Þetta var brytinn. Hann svaraði að öllu leyti til þess, sem ég hafði gert mér í hugarlund um ensk- an bryta hjá stórhöfðingja. Já, það vantaði ekkert á. Annars hefur aldrei komið fyrir annað en ég hafi orðið fyrir vonbrigðum af að sjá í fyrsta sinn fræga staði, gripi eða persónur. Alltaf vantaði eitthvað á. Péturskirkjan var ekki eins stór og ég hafði hald- ið. Eiffelturninn og skýskaf- arnir í New York ekki eins háir og ég hafði haldið. Fyrst þurfti að ná í upplýsingar um hæð og breidd og þykkt og bera siðan saman við Sívala- turn, áður en maður gæti lát- ið sér tilhlýðilega mikið um finnast. Hvaðeina sem ég hafði séð af merkilegum sýningar- gripum í Evrópu, hafði reynzt vera öðruvísi en ég hafði bú- izt við. En enskur bryti í höll aðalsmanns veldur engum manni vonbrigðum. Hann er nákvæmlega eins og vera ber. Um hann hefur hver maður lesið í ótal bókum. Hann er óumbreytanlegur. Auðvitað hét hann Jakob. Hann hefði ekki getað heitið neitt annað. 1 Daverill Hall var enginn jafntiginn og hann. Auðvitað var Daveriil iávarður tignin sjálf uppmáluð og virðu- leikinn, þar sem hann birtist með einglyrni sitt og óviðjafn- anlega rósemi. En hvað var það á móts við Jakob? Ég veit ekki hve margir ættliðir af forfeðrum Daverills hafa átt heima í Daverill Hall, en mér var sagt að forfeður Jakobs hefðu verið brytar í höllinni lengur en elztu menn myndu, já lengur en nokkrar sagnir náðu til. Jakob var ávöxtur af margra alda þjálfun í háttvísi og virðuleik. — Jakob sýnir yður leik- stofuna, sagði Daverill lávarð- ur. Ég vona að yður gangi vel að vinna verkið. Lafði Daver- ill hefur séð myndir eftir yður í London og hún hrósaði yður mikið. Þégar ég var í London hafði ég einu sinni fengið tilbóð um að skreyta barnaherbergi. Ég málaði frumskóg á veggina og setti fíla, gíraffa og nashyrn- inga í þennan skóg. Þetta þótti mér skemmtilegt verk. En ekki voru menn á eitt sáttir um ágæti þess. Sumir sögðu að dýrin mín væru ekki í sam- ræmi við dýrafræðina, og að þetta mundi rugla hugmyndir barnanna um náttúruna. En sem betur fór þótti sumum þetta gott.1 Meðal þeirra var lafði Daverill. Og það var betra en ekki, því orðumhenn- ar var mikill gaumur gefinn, og þeim trúað. Það var borin lotning fyrir lafði Daverill. Hún horfði lengi á myndir mínar af fílum gegnum skaft- gleraugun sín Og að síðustu stakk hún upp á því að ég kæmi til Daverill Hall til þess að mála álíka myndir á vegg- ina í leikstofu sona hennar. Maður hennar hafði einhvern- tíma farið á stórgripaveiðar í Afríku, og hún vonaðist til að þessar myndir gætu kveikt hjá sonum hennar löngun til að fara að dæmi hans. Ef þeir sæju dagsdaglega myndir af þessum stórkostlegu dýrum; hlaut svo að fara, áleit hún, að það tendraði hjá .þeim ó- mótstæðilega löngun til að út- rýma sem flestum af tegund- inni. Ég varð auðvitað fegnari en frá megi segja. Viðurkenning lafði Daverill var mér ákaflega mikilsvirði, eftir allt skilnings- leysið, sem ég hafði orðið fyr- ir. Og óðar en ég komst burtu, var ég lagður af stað til Dav- erill Hall án þess raunar að gruna það hve hátíðlegur og lotningarhroilvekjandi staður- inn var. Um morguninn, þegar ég kom út úr herbergi mínu, og niöur í forsalinn, stóð Jakob þar hálfboginn fyrir framan arininn með harðkúluhatt. í höndunum. Hann bærði ekki á sér og svipurinn var svo há- tíðlegur, að það var engu lik- ara en hann væri að messa f einhverri launhelgi. Ég gat ekki að mér gert að spyrja hann hvað hann væri að gera við hattinn. Og hann svaraði án þess að líta við, með dýpstu alvöru: — Ég er að verma hatt Hans hágöfgi. Stundvíslega klukkan tiu s hverjum morgni fór Daverill lávarður 1 göngu í garðinum sínum. Og stundvíslega klukk- an fimm mínútur fyrir tíu var Jakob kominn að arninum til að verma hattinn, svo hann væri mátulega ylríkur fyrir hið ágæta höfuð hágöfginnar. Jakob hafði gætur á hverj- um hlut í því húsi. Meðan verið var að borða stóð hann hreyfingarlaus við dyrnar og gætti að matborðinu. Hann stjórnaði þjónunum sem gengu um beina með því. að kinka kolli örsnoggt, örlítið og nærri ósýnilega, og mér var vel ljós’t af svip hans, að hann skildi greinilega, að raunar mundi ég hafa lært í föðurlandi mínu þá list að handleika boga og örvar, en hitt var jafnvist, að ég hafði aldrei séð hníf og gaffal, eða að minnsta kosti ekki séð siðmenntað fólk hand- leika þessa hluti. Gestirnir voru margir. Ýms- ir ættingjar og vinir húsráð- anda af aðalsstétt. Og samtal- ið var lipurt og létt. Lávarðurinn sýndi mér þá kurteisi að fara að tala um Svíþjóð, sem hann hélt að hlyti að vera höfuðborgin í Kaupmannahöfn. Og ofursti með hvítt yfirskegg spurði mig um víkingana og rak það öfugt ofan í mig að landar mínir væru hættir að stunda sjórán. í hvert skipti, sem ég sagði eitthvað, fannst mér Jakob verða hneykslaður ofan í tær af því að önnur éins persóna og ég skyldi dirfast að láta sína ómenntuðu rödd heyrast í slíku umhverfi. Kona nokkur, sem hafði á- huga á bókmenntum, — ég held hún hafi verið hertoga- frú eða eitthvað þessháttar, sýndi mér sérstaka góðvild. — Æi, já, list, sagði hún. Hvað er list? Og allir kinkuðu kolli íhugandi með aðdáun. Ekki þótti mér minna til koma þegar hún fór að tala um hið danska skáld Henry Ipsen. — Auðvitað þekkið þér Ip- sen? sagði hún við Daverill lávarð. Hans hágöfgi kinkaði kolli með aivöru. — Já, ætli ekki það, það er eitthvað til eftir hann, minnir mig, ein- hvern sem hefur samið ein- hver tónverk, sagði hann. Þá fannst mér að ég þyrfti lika að láta ljós mitt skína, og ég fór að tala um Bernard Shaw. Og ég var svo montinn af þekkingu minni, að ég tók ekki eftir dauðabögninni, sem á var dottin allt í einu. Ég Framhald á 92 siðu JÓLABLAÐ — 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.