Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. og 12. apríl 1981 skammtur Af söngrænni spaðadrottningu Blaðstjórnin hefur farið þess á leit við mig að ég skrifi listræna gagnrýni um óperuna Spaðadrottninguna, sem margir telja höfuð- verk Tsjækofskís. Mér er þettabæði Ijúft og sky lt, þó ég hafi að vfsu ekki séð verkið í flutningi sjónvarpsins á dögunum. Ég nauðaþekki „Spaðadrottning- una" frá námsárum mínum og veit af langri reynslu að saga er sjón ríkari og þvf oft óþarft að rýna f hlutina aðmiklu gagni þó skrifa eigi gagnrýni. SPAÐADROTTNINGIN Þegar vel ja á sögusvið f yrir harmleik er oft brugðjð á það ráð að láta leikinn hef jast á torgi, eða í garði. Þetta þjónar tvennum til- gangi, að leyfa f lytjendum að bera harm sinn á torg og gera garðinn frægan. Á þetta gamalkunna ráð bregður einmitt Tsjækofskí í Spaðadrottningunni. I. þáttur Við erum stödd í Pétursborg. Nánar tiltekið á einhvers konar barnaleikvelli. Vandræðalegar, en snoppufríðar barnapíur eru f óðaönn að passa barnakór kynþroska smámeyja sem syngja og sippa sem óðar séu, þó þær ættu fyrir löngu að vera farnar að gera hitt. Víndauður róni situr á bekk og sef ur úr sér (tilgangur ól jós). Þarna hittast svo—eins og fyrir einskæra tilviljun— f jórir hefðarmenn: Chekalinskí, Súria Hermann og Tomskí.og syngja um það, hvað það sé gaman að hittast svona á förnum vegi. Skyndilega fær Hermann botnlangakast og þeir félagarnir syngja um það hinn fræga kvartett,, Refriado appendiks". Þegar kvartettinum lýkur, liggur Hermann í hnipri á garðbekknum en róninn er vaknaður. Hermann virðist of kvalinn til að geta rétt úr sér og f slíkum „þjáningarkuðungi" f lytur hann aríuna „Botón ojal pantalone", en í arí- unni skýrir hann þeim félögunum frá því að hann hafi fest flibbahnappinn í buxnaklauf- inni og þess vegna sé hann í þessari kvalaf ullu stellingu. Chekalinski bregður þegar hnífi og sker flibbann í sundur að aftan. Hermann réttir úr sér, en flibbinn situr fastur í klaufinni. II. þattur Nú trúir Hermann þeim félögum fyrir þvf að hann þjáist ekki að iðrakvef i, heldur ástar- sorg, en það valdi honum óbærilegri þjáningu að vita ekki, hver hin heittelskaða sé. Á meðan hann er að syngja um þetta ein- stæða, kvalafulla sálarástand, reynir hann árangurslaust að ná flibbanum úr buxna- klaufinni og í þeim svifum kemur Lísa inn á sviðið með gamla og hruma greifafrú í hjóla- stjól. Greifafrúnni — sem orðin er sjón- döpur— verður starsýnt á tilburði Hermanns í hinni vonlausu baráttu við tvíklofinn flibb- ann í klauf inni. Og það er eins og æskuljóma bregði fyrir á vörtum slegnu andlitinu, lík- hárin bifast og hún syngur hina gullfallegu aríu „ Non credo mio ocúlí" (Lausl. þýtt: Ég trúi ekki mínum eigin augum). En í miðju við- laginu ,, Diverti miembro" (Tvíklofinn vinur) leiðir Lfsa greifafrúna í sannleikann um það að ekki sé allt sem sýnist og síst af öllu flibb- inn í klaufinni. Hún gengur til Hermanns, tjáir honum ást sfna með því að losa flibbann og setja hann á sinn stað (um hálsinn). Síðan saumar hún flibbann saman að aftan, laumar að Hermanni lykli og segir honum að koma á sinn f und í skjóli næturinnar, en nota fyrir alla muni ekki lykilinn, heldur koma í gegnum gluggann. III. þáttur Þátturinn hefst með þeirri ógnþrungnu hrollvekju sem sjálfsagtá sér enga hliðstæðu í öllum hinum f jölskrúðugu óperubókmenntum. Greifafrúin kemur inná sviðið og háttar sig. Þegar klukkan slær svotólf tekur hún af sér hárkolluna og í því kemur Hermann, sem leið liggur, innum gluggann. Sú hrikalega og ógnþrungna sjón sem mætir honum—greifafrúin hárkollulaus á slopp—er honum um megn. Hann hnígur niður í sömu stellinguna og í garðinum (flibbahnappsstellinguna), en greifafrúin, sem gerir sér ekki Ijóst að Hermann er allur, heldurað hann sé kominn til ástarfundar við sigog skjögrar að himinsænginni, leggst þar á bakið og tekur andvörpin. Nú kemur Lísa inn, sér hvernig komið er og drekkir sér samstundis í ánni Nevu, sem rennur þarna um. Og þannig lyktar þessum átakanlega harm- leik. Það er næsta undarlegt að aðeins einn islenskur gagnrýnandi skuli hafa f jallað um Spaðadrottninguna og það raunar af slíkri ónákvæmni að ég get ekki orða bundist. Þessi gagnrýnandi segir að Hermann hafi verið eins og lundabaggi, en Lísa eins og illa vafin rúllupylsa. Þetta stenst ekki nema hvað Hermann-áhrærir. Lísa er í óperunni Spaða- drottningunni síður en svo „illa vafin" — fyrr en þá alveg undir leikslok.. Og þó ef til vill megi segja að hún hafi verið einsog lif rarpylsukeppur verður að taka slíkri fullyrðingu með varúð, þar sem ekki er vitað til þess að Tsjækofskí haf i nokkurn tfma aug- um litið, eða í sig látið, lifrarpylsu. Að greifafrúin hafi verið eins og hertur þorskhaus í fyrsta þætti, vísa ég alfarið til föðurhúsanna. Það er ekki fyrr en hún er búin að taka af sér hárkolluna og komin á nátt- sloppinn í lll.þætti, sem ótvírætt skreiðaryf ir- bragð kemur á þessa aðalbornu hefðarkonu. En hvað sem allri gagnrýni Ifður er eitt víst að þessi gamla vísa er enn í fullu gildi: Óperuna allir sjá, allir þykjast heppnir, þó að verkið endi á að allir séu drepnir. Stefán: Gerir lít á Dauöa- hafiö Eiríkur: Máliö tekiö til vin samlegrar athugunar i viö- skiptaráöuneytinu. Sverrir: Fær tækifæri tilaö fylgjast meö bardögum. Magniís: Ruglaöist i rim- inu. Utgerðarmenn nokkrir austan af fjöröum eru nú staddir I Frakklandi til aö leita hófanna um togarakaup i skipa- smiöastöö þar. Taliö er aö gjald- eyrisfyrirgreiösla muni veröa tekin til vinsamlegrar athugunar i viöskiptaráöuneytinu þar sem umboösmenn viökomandi skipa- smiöastöövar eru engir aörir en þeir frændur, Vilhjálmur Arna- son lögfræöingur (bróöir viö- skiptaráöherra) og Eirikur Tómasson (sonur ráöherrans) Þeir Þórshafnarmenn misstu siöur en svo móöinn þó aö þeir misstu af togara um daginn. Nú hafa þeir tilkynnt Framkvæmdastofnun rikisins aö þeir bjóöist til aö ganga inn i kaup á togara nokkr- um sem veriö er aö smiöa i Nor- egi og eigi hann aöeins aö kosta um 3 miljaröa gamalla króna sem þykja kostakaup og mun hag- stæöari en þau fyrri. Er nú von- andi aö fari aö rætast úr hjá þeim nyröra Hagstofan er komin i standandi vandræöi meö nafnnúmer þar sem nú vantar númer á nýja borgara. Eins og kunnugt er ræöur staf- rófsröö hvar viö lendum inn i nú- merarööinni og sums staöar er hún oröin svo þétt aö ekki er pláss fyrir fleiri inni á milli. Má þvi segja aö slegist sé um hvert nú- mer sem losnar. Gárungarnir segja aö nú sé þaö úr móö aö börnin biöji ömmu sina um rokk- inn hennar aö henni genginni heldur segi þau: Amma, má ég fá nafnnúmeriö þitt? Stefán Valgeirsson alþingismaöur er staddur i Israel þessa dagana og er þaö almælt meöal samþing- manna hans aö hann sé aö semja þar um aö „gera út I Dauöahaf- inu”. Og fleira af þingmönnum. Fjögurra manna sendinefnd frá Alþingi er nú á förum til Sovétrikjanna i boöi æöstaráösins þar og þykir sumum lltið fyrir þá boðþiggj- endur leggjast sem böröust sem mest gegn þátttöku íslendinga I Olympfuleikunum i Moskvu i fyrra. Einn af þátttakendum er Sverrir Hermannsson alþingis- maöur Sjálfstæöisflokksins og segja gárungur aö honum muni veröa boöiö allt aö landamærum Afghanistan þar sem hann fái tækifæri til að fylgjast með bar- dögum i sjónauka ur.dir handar- jaöri rússnléskra hershöföingja. íslendingabyggðin iGimli I Kanada á 100 ára afmæli á þessu ári. Verður margt um dýröir á afmælishátiöinni og m.a. flytur 18 manna leikhópur nem- enda framhaldsskólans á Gimli frumsamiö leikrit sem nefnist Harald og Yelisatweta. Fjallar þaö um islenska og úkrainska landnema sem settust aö á Gimli foröum og samskipti þeirra. Nöfn söguhetja eru tekin úr Haralds sögu haröráöa en hann lagði ást á prinsessuna Yelisatweta úr Áusturvegi foröum. A Nýja-ís- landi I Kanada var allur þorri fólks kominn annaðhvort frá Is- landi eöa sléttum Suöur-Rúss- lands og þvi má segja aö þar hafi gömul samskiptasaga Slafa og norrænna þjóöa veriö aö endur- taka sig. Magnús L. Sveinsson er eins og fleiri Sjálfstæöismenn kominn i próf- kjörsham og i vikunni boðaöi hann til fundar meö Breiöhylting- um vegna „fyrirhugaörar byggöar I Elliöaárdal”. TIu mættu á fundinn aö meötöldum framsöeumönnum og fundar- stjóra. Skýringin á þessari lé- legu aösókn kann aö stafa af þvl Haraldur: Þykir ekki meö öllu óhlutdrægur. aö nýja aöalskipulagiö sem Magnús er aö berjast gegn gerir alls ekki ráö fyrir neinni byggö i Elliöaárdal. Hins vegar er fyrr- verandi hraöbrautarstæöi noröan Stekkjarbakka með aðalskipu- laginu tekiö frá til annarra nota eftir aldamót! Ákveðið hefur veriö aö leggja „Morgun- póstinn” endanlega niöur i vor. Þættinum hefur hrakaö svo i vetur aö megn óánægja er meö hann hjá ráöamönnum útvarps- ins, auk þess sem fréttastofa hljóövarpsins hefur aldrei tekiö þáttinn I sátt. Þá munu einnig hafa komiö fram kvartanir vegna pólitiskrar hlutdrægni stjórn- enda, bæöi I vali viðmælenda og ekki slöur I spurningum sinum. Þykir mönnum hafa keyrt um þverbak eftir aö Haraldur Blön- dal tók viö stjórninni ásamt Páli Heiöari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.