Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐV.ILJINN Helginr 11. og 12. aprll:1981- Komums t í kallfæri Mig langar að vikja að fáeinum atriðum i framhaldi af viðræðum okkar Arna Bergmann hér i blað- inu. Ég ætla ekki að ámálga neitt, við virðumst sammála um að vaxtarbroddur bókmennta komi fram i framúrstefnu, að öðrum bókmenntum ólöstuöum. Einnig að þessi framúrstefna eigi oftast mjög ógreiðan aðgang að al- menningi framanaf, og aö fyrst viö ætlumst til þess af listamönn- um að þeir skapi okkur nýjar myndir af tilverunni, þá getum viö ekki gert neinar frekari kröf- ur til þeirra. Auðvitað ætlum við okkur svo fullt málfrelsi um þessi sköpunarverk einsog önnur fyrir- bæri mannlifsins, annars gætum viö ekki tileinkað okkur þau. 1 leiðinni verð ég að nefna, að mér finnst úti hött að hafa miklar áhyggjur af lágmenningu. En frá þvi ég man eftir mér hafa reyf- arar átt að eyðileggja málfar æskunnar, hugmyndaheim og bókmenntasmekk. Þessi skoðun sýnir heldur reyfarakenndar hugmyndir um mótandi áhrif bókmennta. Var ekki aöalkostur Islendinga i 5-600 ár lágmenning? Rimur eru i heild svipaðar bók- menntir og sjoppulitteratúr. Reyfarakenndur söguþráður, tilviljunarflækjur, flatar persón- ur, geigandi málfar, ambögur, og allt gersamlega staðlað og ófrumlegt i fimm aldir. Stendur þjóðin þó upprétt enn, stórum menntaðri en þá. Viðtökuskilyrði innan- iands og utan. Eftir standa áhyggjurnar af þvi hve miklu tómlæti nýstárleg verk eiga oft að mæta hjá þorra les- enda. Um það langar mig að ræöa. Ég er kannski ekki eins áhyggjufullur og Arni. Hann segir útfrá Bretlandi (Þjv. 21-2/2): „Veggur hinnar menningarlegu stéttaskiptingar er þá svo hár, að fáir munu yfir komast...! örsmáu þjóðfélagi er upphleðsla sliks veggjar að þvi leyti miklu háska- samlegri en með stærri þjóðum, aö hæð hans ræður miklu um það, hvaö yfirleitt getur þrifist i smá- rikinu af hverskyns menningar- viðleitni og hvað er dauðadæmt.” En ef við litum á þetta frá ann- arri hlið, má þá ekki segja að islensk skáld eigi miklu greiðari aögang aö lesendum sinum en nýstárleg skáld stórþjóða? Litum á Frakka til samanburðar. Um daginn komst ég á um- ræðufund meö fáeinum ljóðskáld- um i Lyon, sem gefa út timarit i likingu við Listræningjann. Slik timarit eru nokkuð mörg i Frakk- landi (20-30?), en þetta þykir óvenju stöndugt, þvi út hefur komið 21 tölublað. Flest slik ljóðatimarit deyja nálægt 5. tölublaði. Þetta er i mesta lagi 30 bls. i A 5 broti, 5 tbl. árlega, fjölritað af skáldun- um sjálfum á venjulegan blek- fjölritara, einsog tiðkast i islensk- um skólum. Engum kapitalista dettur I hug að styrkja svona fyrirtæki með auglýsingum. Upp- lagið er 350 eintök, áskrifendur 115 og allir ljóöskáld. Lausasalan er svo litil (2—5 eintök hverju sinni) að bókabúðir neita að taka timaritiö til sölu. Og þetta er helsta bókmenntatimaritið i tveggja millj manna borg — með tifaldan ibúafjölda tslands. t samanburði við þetta er Listræn- inginn stórveldi. Og þaraðauki eru á tslandi Svart á hvitu og timarit Máls og menningar. Hafi tslendingur á annað borð áhuga á nýsköpun á bókmenntum, kemst hann varla hjá þvi að lesa þessi timarit. Sifellt sér hann og heyrir vitnað i þau, fyrr eöa siðar finnst honum hann utanveltu án þeirra. Hvað Frakkland \arðar er þess að gæta, að rniðstöö menningar- lifs þar er ekki þessi borg sem ég var að tala um, heldur Paris. Og þar eru gefin út um 30 gróin bók- menntatimarit sem ég þekki ekki. Að sögn er hvert þeirra vettvang- ur eins skáldahóps eða kliku, og mjög erfitt fyrir utanaökomandi að fá þar birt efni. Enn erfiðara er fyrir óþekkt skáld að koma út ljóðabók i Frakklandi. Algengt mun aö það gangi þannig fyrir sig: Höfundurinn sendir vélrit sitt til eins af þeim fáu útgefendum sem hafa sérhæft sig i ljóðaút- gáfu. Ef- mjög frægt ljóðskáld eða gagnrýnandi mælir eindregiö með honum, fær hann venjulegan útgáfusamning. Það er mjög sjaldgæft. Reglan er sú að skáldið fái svarbréf frá útgáfunni, þar sem segir að þetta séu raunar mjög góð ljóö og ekkert vildi for- lagið frekar en gefa þau út. En þvi miður sé ljóöamarkaðurinn ákaflega erfiður. Til sé bó lausn á þessum vanda: Forlagið gefi út bókina i segjum 500 eintökum (fyrir 53 milljón manna þjóð!), skáldiö kaupi sjálft 300 eintök, og fái 15% af öllu saman. Hið óþekkta skáld reynir nú að snara út 14 þúsund nýkr. tilað verða gefinn út af þekktu ljóðfirma og fá auglýsingar þess og dreifingu. Oft fær það hinsvegar hvorugt, þvi nú fleygir forlagið sinum 200 eintök'um og hugsar ekkert meira um höfundinn. Það er nefnilega búið að græða eins mikið á óþekktu ljóðskáldi og hægt er, án verulegs tilkostnaðar og óvissu. Eftir situr skáldræfillinn með skuldir og bókabúnka, sem hann hefði getað fjölritað sjálfur fyrir 1—2000 nýkrónur. Auðvitað fjöl- rita mörg skáld sjálf, en hvernig á aö dreifa bókunum? Hvar verða þær kynntar? Augljóst er að óþekkt skáld is- lensk eiga miklu betri möguleika á að ná til lesenda. Einmitt vegna fámennis ættu islenskir lesendur að eiga mun betri tækifæri á aö kynnast amk. þ.vi sem i boði er, þótt það taki svo alltaf nokkurn tima fyrir miklar nýjungar að verða fjöldaeign. Og þaö er aldrei að vita hvernig gengur i hvert skipti, fámennið á tslandi gæti boðið uppá merkilega tilrauna- starfsemi. En til að merkilegar bók- menntanýjungar nái sem skjótast til almennings á tslandi þarf mik- ið og markvisst starf, þar sem notaöir yrðu allir tiltækir mögu- leikar tilað kynna þær vel. A þetta sýnist mér mikið vanta, islenskri alþýðumenningu til tjons. Fjölmiðlar. Eitthvað þarf aðgera tilað bæta sambandið. En hvað má helst veröa aö gagni? Blaðamanninum verður þá helst hugsað til kenn- ara, en bókmenntakennaranum finnst hann ná til sárafárra, fyrir utan fyrrnefnd listatimarit væntir hann helst einhvers af fjölmiðla- mönnum. Enda gera þeir margt vel. Sjónvarp og útvarp hafa þætti um bókmenntir i jólaflóð- inu, og i útvarpinu er mikið umað skáld lesi uppúr verkum sinum. Það er þakkarvert; en fer það ekki eingöngu eftir ágengni skálda, hver komast aö? Ef svo er, er þá svo lágkúrulegt stefnu- leysi boðlegt i jafnáhrifamiklum fjöimiðli? Ber ekki útvarpinu að taka frumkvæði, að leita uppi for- vitnilegt efni? Einstakir þættir hafa gert það, en þá orðið skammlifir, minnir mig. Dagblöðin sinna nýútkomnum bókmenntum mikið, birta kafla úr nýútkomnum bókum einsog út- varpiö og leggja mikiö rúm undir ritdóma. En þvi miður — þessir ritdómar eru oftast ákaflega ófullkomnir. Reglan er sú að þeir eru mjög huglægir, segja fátt um skáldsög- ur annað en söguþráð, hvar sagan gerist, hvenær og i hvernig sam- félagshóp, siðan er sagt frá þvi hvernig hún orkaði á ritdómar- ann. t ritdómum um ljóðabækur er bara þetta siðasttalda auk sýnishorna ljóða. Nú er það allsekki vegna hæfi- leikaleysis ritdómara, að afurðir þeirra eru svona ófullkomnar. Ég þekki marga þeirra persónulega,- og fullyrði að þeir séu sk'.rp- skyggnari en algengt er og óvenjuvel að sér um bókmenntir. Skýringinn er einfaldlega sú, að þetta fólk starfar viö óþolandi að- stæður. Það ritdæmir 1—4 bækur á viku — ofaná venjulegt annriki islendinga á húsabyggingar- og barneignaaldri. Það sér hver maður aö við svona aðstæður er ekki hægt að gera betur. Þar við bætist að þessi bókmenntakynning fjölmiðla hef- ur veriö umborin gagnrýnislitiö. En i rauninni er mjög afdrifarikt, hversu ófullkomin hún er. Og þá komum viö aftur aö sambands- leysi framúrstefnuskálda viö fjöldann. Slys. Nú verður að rifja upp sögu sem ég vék að hér i blaöinu fyrir tveimur árum. Ungt skáid, óþekkt meö öllu, gaf út fyrstu skáldsögu sina 1977. Þetta vakti athygli, samtiðarsaga úr lifi Reykjavikurungmenna. Ekki man ég glöggt hvernig gagnrýnin var, svona beggja blands, sagði kostog löst, held ég. Sagan seldist vel, yfir 4000 eintök, og næsta ár kom skáldið með nýja bók, mun betri aö minu viti, og var nú auðvitað stórum þekktari. Þessi skáldsaga Hafliða Vil- helmssonar snerist m.a. um örðugleikana á að skrifa skáld- sögu (algengt efni i erlendum bókmenntum, en litt þekkt á ts- landi). Og fyrst sagan fjallaði um misheppnaöa skáldsögu, þá var hún sjálf misheppnuö skáldsaga, sýndist mér einn gagnrýnandinn álykta. Annar taldi bókina boða þá karlrembufordóma sem leiða aðalpersónu hennar i fullkomið gjaldþrot! Allir voru gagnrýn- endur sammála umaö bókin væri gerómöguleg. Ég skýri það með þvi að hún leynir á sér, þarf ihygli við og yfirlegu, sem gefst einfald- lega ekki kostur á við fyrrgreint vinnuálag gagnrýnenda. Hvað um þaö, þessi bók, Helgalok, seldist miklu verr en hin fyrri, Leið 12; i rúmlega 1200 eintökum, og hefur siðan ekki farið sögum af skáldi þessu. Þarna sjá menn hvi- lik áhrif ritdómar hafa. Ég er ekki I aðstöðu tilað kanna hve oft þvilik slys hafa orðið. Þó verð ég að segja, að mér þykir ó- eðlilega hljótt hafa verið um þann miklanýjungamannEinar Guðmundsson (höfund Lablöðu hérgulu, Flóttans til lifsins, Án titils, m.a.). Er ekki skýringin sú, að hann er of nýstárlegur tilað nokkurt forlag þori að gefa hann út, og að ritdómar séu einkum skrifaðir um þær bækur sem for- lögin keppast við að auglýsa? Lesendur ætlast helst til sllkra ritdóma. önnur skýring gæti ver- ið að einnig ritdómarar séu sein- teknir fyrir nýjungum. Og til þess dregur þá sterklega núverandi vinnuálag. Enn kemur til hið út- breidda borgaralega viðhorf að lita á bókmenntir(og aðrar listir) sem stjörnuiþróttir, það er bara rúm fyrir eina stjörnu á toppinum i hverri sérgrein. 1 rauninni er þessu þveröfugt farið, hver lista- maður getur eflst af afrekum annarra og af skilningi lesenda á verkum hans. Það eru sterk öfl sem draga að meðalmennskunni. Og hér sé ég aðalhættuna á menningarflat- neskju. Fjölmiðlar hafa svo mikil áhrif á bókamarkaðinn, að ekki hverjum ekki meira en svosem tvær bækur i öllu jólaflóðinu. En þá fengjum við lika greiningu á þessum bókum. Greining skáldsögu fæli m.a. i sér úttekt á persónusköpun, stað- arlýsingum, málfari, timarás og byggingu verksins, viðhorfum sem i þvi birtast, og hvernig allt þetta tengist saman. Siðan má ritdómari gjarnan segja frá þvi hvernig verkið orkaði á hann, ef hann vill, það álit yrði þá loksins rökstutt. Ritdómarinn þarf að hafa kafað djúpt i verkið tilað rit- dómurinn verði lýsing á þvi', en ekki honum. Þarsem greininginn yrði rannsókn á verkinu, ætti að stórminnka hættan á að mönnum sjáist yfir eitthvað verulega markvert. Slik umfjöllun um inn- viði verksins getur verið stórlega menntandi og ætti að auðvelda lesendum aö nálgast „érfiö” verk (sjá nánar um aðferðina t.d. bæk- ur Njarðar P. Njarðvik: Saga, leikrit, ljóð og Eðlisþættir skáld- sögunnar). Það er t.d. menntandi fyrir okkur aö fá úttekt á þeim viðhorfum sem birtast i skáld- sögu, ekki bara viðhorfum ein- stakra sögupersóna, heldur um- fram allt þeim sem bókin byggist á. Ekki tilað forðast bókina. Kommúnistar geta lesið sögur fasista ss. Hamsun og Céline sér til gagns og gamans, hvað þá ihaldsmenn hinar róttæku sögur Halldórs Laxness. Tilað svona greiningar fari ekki yfir mörk þess sem fólk almennt nennir að lesa i dagblaði (1-1 1/2 bls?), má takmarka ritdóminn við greiningu merkustu atriða hverju sinni — og samtengingu þeirra. Sjá menn betri leið tilaö greiöa fólki aðgang að nýstárlegum bók- menntum? Haldiði ekki, svo ég nefni nú bara tvö ólik dæmi, að is- lenskur almenningur hefði auðg- ast betur af verkum Thors Vil- hjálmssonar og Steinars Sigur- jónssonar, ef hann hefði fengiö svona greiningar á verkum þeirra i dagblöðunum? Tæknilegir örðugleikar á slik- um ritdómum eru engir. Það er allt krökkt af fólki sem hefur hlot- ið menntun i þvilikum bók- menntagreiningum (enda hefur stundum örlað á þessu i ritdóm- um). Nú er timi til kominn að nota þessa menntun til almenn- ingsheilia. Auðvitað yrðu grein- ingarnar misjafnar, margar vondar tilað byrja með. En jafn- vel þær yrðu framför frá nú-. verandi fyrirkomulagi, viö getum lært af þeim, þvi þær gæfu þó allt- af tilefni til bókmenntaumræöna. Málið er einfaldlega það, að nú- Staldraðu við! Þessa g/æsi/egu stereosamstæðu frá geturðu veitt þér, þvi verðið er einstakt 4.198,- Úrvals fermingargjöf ) 1 « > r 333333 Vegna hagstaeðra samninga við Toshiba, Japan og engra milllliða, getum við boðið þetta afbragðs sett á verði, sem vekurathygli. , Fyrir aðeins kr. 4.19«.- færðu þetta allt: • llwllw útgangskraftur • Ffnstilling á hrafta plötuspilarans • 3 bylgjur. Y M-stereo • Keimdrifinn diskur Möguleikar á tónblöndun (Mic Mixing) • Slekkur á sór sjálfur Skemmtilegt fryrir þá sem æfa söng • Sér tónslillir fyrir bassa og hátóna Kassettan sett 1 taekift aft framan • 2 stórir hátalarar • Vökvadempaft kassettulok • l.jós f skala • Sjálfvirk upptaka • Fallegur litur á læki og hátölurum. • Geymsla fyrir kassettur Þetta er glæsilegt tæki á einstöku veröi. Láttu ekki Toshiba SM 2750 samstæðuna renna þér úr greipum. Líttu viðog viðsýnum þér úrval stereosamstæöa á veröi viöallra hæfi Nær lOgeröir og ein þeirra hentar þér örugglega. EINAR FARESTVEIT &, CO. HF. BERCSTAOASTR/fTI 10 A Sini 16995. Greiðsluskilmálar Ábyrg þjónusta verður unað við þeirra yfirborös- legu afgreiöslu. Úrbætur. Mér viðist býsna auðvelt að bæta úr þessu hneykslisástandi. Einfaldlega meðþviað fá miklu fleira fólk til ritdóma og ætla verandi bókmenntaumf jöllun fjölmiöla er stórhættuleg og gjör- samlega úrelt, eftir þær miklu framfarir sem orðið hafa i bók- menntakennslu á tslandi. Lyon 9. mars 1981 Örn Ólafsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.