Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 28
mm&//M 1 Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Helgin 11. og 12. apríl 1981 blaösins Iþessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 nafn vikunnar Úlfar Þor- móðsson Bók sem mikið hefur verið talað um undanfarið ár og töluverð eftirvænting bundin við er nú loks komin út eða réttara sagt fyrra bindi hennar. Það er bókin um Frímúrararegluna, Bræðra- bönd eftir Olfar Þormóðs- son. I fyrra bindinu er greint frá sögu Frimúrarahreyf- ingarinnar i heiminum, heimspeki hennar og helgi- siöum, og kennir þar margra kynlegra grasa og einnig er sagt rækilega frá sögu Fri- múrarareglunnar á Islandi frá upphafi fram til ársins 1945. Þá er frimúraratal fram til ársins 1960 meö upp- lýsingum um völd einstakra frimúrara og stööu þeirra i þjóðfélaginu. Til gamans má geta þess aö i bókinni kemur fram að núverandi stórmeistari og æösti stjórnandi Frimúrara- reglunnar og vitrasti staö- gengill Salomons er Viglundur Möller aöalbókari sjúkrasamlags Reykjavikur. Hann er bæöi i stjórn Guö- spekifélagsins og fulltrúa- ráði Sjálfstæöisfélaganna i Reykjavik. Sér til halds og trausts hefur hann sér viö hlið eins konar ráöherra og eru þeir fjórir. Þeir eru nú Gunnar J. Möller f.v. for- stjóri Sjúkrasamlags Reykjavikur, Svanbjörn Fri- mannsson f.v. seðlabanka- stjóri, Vilhjálmur Jónsson forstjóri OLÍS og Sigurgeir Guömundsson f.v. skóla- stjóri. Viö náöum tali af tilfari rétt áður en hann skaust inn i flugvélina til Irlands en þar hefur hann nú vetursetu. — Er þetta nógu ýtarleg bók, aö þvi er upplýsingar varöar, tilfar? — Það er nú sitt af hver ju i henni sem gæti komið mönn- um á óvart, en sjálfsagt vantar margt. Þetta er leyniregla, þaö setur manni vissar skorður — bræöurnir kæra sig ekkert um aö um þá sé f jallaö og þeir eru bundnir römmum þagnarheitum. — Veröurðu ekki hengdur fyrir tiltækiö? — Ég veit þaö ekki. Ég hefi heyrt þaö útundan mér aö sumir frimúrarar reyni aö breiða það út, að þessi skræöa min sé ósköp ómerki- leg. En samt telja þeir i reynd máliö svo mikilvægt aö þeir eru aö I öllum skúma- skotum til aö reyna aö bregöa fyrir bókina fæti. — Attu viö Innkaupasam- bandiö? — Já, þeir felldu á jöfnu aö dreifa bókinni minni. Merki- legir menn. Þaö heyröist úr þeim herbúöum i fyrradag aö þeir vildu ekki taka þátt i aö dreifa einhverju sem gæti sært einhvern. Þaö mætti nú skjóta þvi aö i þessu sam- hengi, aö meöal þess sem Innkaupasambandiö dreifir eins og aö drekka vatn eru glæfralag klámblöð utan úr heimi. Miöaö viö ýmisleg þau ósköp er skruddan min eins og hver önnur sunnu- dagaskólalesning. Textíl- félagið sýnir: í dag, laugardag, hefst i Listasafni alþýðu glæsi- leg sýning á vegum Textíl- félagsins svokallaða og taka 23 konur þátt í henni. Það sem kallað er textíll (íslenskt orð vantar) er vefnaður, tauþrykk, myndvefnaður, þráða- skúlptúr, fatahönnun og prjón. og falleg sýning 1 vandaðri sýningarskrá segir að haustiö 1974 hafi Textilfélagiö ekki verið annaö en vinnuhópur kennara og nemenda við Mynd- lista- og handiöaskóla, en ári siðar hafi verið stofnaö félag 11 manna. Siöan hafi áhrif þess hérlendis stóraukist og séu nú 29 félagar og auk þess sé það nú oröiö aöili aö erlendum sam- tökum og taki þátt i sýningum erlendis. Þaö er Hildur Hákonardóttir sem skrifar formálsorðin og hún bætir við: „A miðjum siöasta áratug var ljöst aö fjöldi verkefna biöi þeirra, sem vildu helga sig textil- greinum, bæði i listum og iönaöi. Textildeild hafði þá verið stofn- sett viö Myndlista- og handiöa- skdla íslands og kennsla i mynd- vefnaði endurvakin. Ljóst var að stórlega þyrfti aö bæta meöferö ullarinnar og innlend hönnun þyrfti aö setja svip sinn á ullar- framleiösluna. Jafnhliöa þessu vaknaöi aukinn áhugi á eldri hefðum og virðing fyrir listrænu gildi textila jókst að mun. Kom þar til hvorttveggja aukinn áhugi í Listasafni alþýðu á greininni erlendis og ötulleg og sterk vinna þeirra fáu kvenna, semstundað höfðu myndvefnað viö erfiö skilyröi áratugina tvo á undan. Island á ekki siöur en önnur lönd rikulega hefö vefn- aðar, prjóns og sauma jafnt til skrauts og nytja. Þrjár greinar textila eiga sér þó enga eða mjög takmarkaöa hefö. Listin aö prenta á dúka var óþekkt hér, myndvefnaöur var aðeins stundaöur i takmörkuðu formi og textilhönnun heyrir eðlilega nútimaiönaöarþjóðfélagi til. En þaö eru einkum þessar þrjár greinar sem félagar Textilfélags- ins stunda.” Það sem sameinar félaga Textflfélagsins er fremur efniö, en aðferöin. I tilefni sýningarinnar er gefin út vönduö sýningarskrá, þar sem jafnframt er að finna heimildir um félaga, menntun þeirra og störf. Svo sem venja er hjá hinu vandaða Listasafni Alþýðu veröur samtimis sýningunni haldin litskyggnumyndasýning, þar sem gestum gefst tækifæri til að sjá fleiri verk textillistakvenn- anna og gefur þaö rikari yfirsýn og rifjar upp eldri verk. Listasafn Alþýöu hefur einnig sýnt þann stórhug að standa aö gerð lit- skyggnumöppu um textil á Islandi. Ber mappan heitiö Islensk vefjarlist 1950—1980. Er þetta önnur mappa i litskyggnu útgáfu safnsins, en hin fyrsta var um verk Gisla Jónssonar. Sýning Textflfélagsins mun standa til 26. april og er safnið opiö frá kl. 14—22 dag hvern að undan- skildum föstudegin langa og páskadegi. Þess skal að lokum getið aö Listasafn alþýöu er til húsa á horninu á Grensásvegi og Fellsmúla. — GFr. Björt Stcinunn Pálsdóttir meö verk sitt Spegilmynd (það átti upphaflega aö heita Ráðherrar) — Ljósm.: EUa. Þær taka þátt í sýning- unni /luiunciuur Skarphéöinsdóttir Anna Halla Björgvinsdóttir Auöur Vésteinsdóttir 'Eva Vilhjálmsdóttir Guörún Auðunsdóttir Anna Þóra Karlsdóttir Asgeröur Búaddttir Guörún Gunnarsdóttir Guörún Marindsdóttir Ásrún Kristjánsdóttir Hanna G. Ragnarsdóttir Ragna Róbertsddttir Salome Fannberg Hákonardóttir tna Salome Hallgrlmsdóttir Sigrlöur Candi Sigrlöur Jdhannsddttir Sigrún Sigurlaug Guöm undsdóttir Jdhannesdóttir Steinunn Bergsteinsdóttir Steinunn Pálsdóttir Valgeröur Eriendsdóttir Þorbjörg Þóröarddttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.