Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. og 12. aprfl 1981 stjórnmál á sunnudegi »__________________ Þess er fariö aö gæta á Alþingi tsiendinga, aö þinglok séu skammt undan. Formenn nefnda gerast áhyggjufullir vegna allra þeirra mála, sem ólokiö er aö skila úr nefndum, og ráöherrar landsins stytta . nú mál sitt til muna, þegar þeir mæla fyrir nýj- um stjórnarfrumvörpum. Þeir eru þreytulegri en i haust: ,,Ekki er hollt aö hafa ból...” sagöi skáldið foröum. Forsætisráöherr- ann einn sýnir engin merki um annaö en aö mætavel fari um hann „hefðar uppi á jökultindi”. Hann sýnir engin svipbrigöi, þegar aörir þingmenn eru al- verkja af leiöindum undir þrot- lausum vaöli hinna sjálfskipuöu oröabelgja, sem aldrei flytja undirbúin mál, en halda uppi endalausu málþófi til aö tefja þá sem vinna. Oröabeigirnir eru þó sem betur fer aöeins litill hluti þingmanna; allur þorri þeirra vinnur störf sin af mestu alvöru. Þingsköp þurfa að breytast Raunar er þaö furðulegt, að ekki skuli fyrir löngu vera búiö aö breyta þingsköpum í þá veru, að ræðumanni séu sett takmörk um ræöutima. Hvarvetna annars staðar gilda slikar reglur um ræðutima þingmanna. Menn verða þess vegna að undirbúa mál sitt og koma sjónarmiðum sinum á framfæri i fáum, skýrum orðum. Vonir standa nú til að úr þessu verði bætt og ber að þakka Benedikt Gröndal og fleiri þing- mönnum Alþýðuflokksins fyrir aö hefja umræður um þau mál nú i vetur. Fátt er þó svo með öllu illt, að ekki boöi nokkuö gott. Málþöfs- mennirnir tefja vissulega vinnu þingsins, en það þarf ekki alltaf aö vera af hinu illa við núverandi aðstæður. Sum þeirra mála sem fram eru lögö eiga ekki betra skilið en aö þau séu tafin. Eitt sinn sótti ég rithöfundasamkomu, þar sem meðal fyrirlesara var danska skáldið Vagn Steen, sem einmitt er staddur hér á landi þessa dagana. Mér er einkum minnisstætt úr máli hans, að hann sagði að menn ættu ekki að yrkja né skrifa bækur nema þeir fyndu til þess brýna nauðsyn. Þetta er pr.ýöileg kenning, og gildir um margt fleira, t.d. breytingar á lögum þjóðarinnar. Lögum skyldi nefnilega aldrei breytt nema aug- ljósa nauðsyn beri til. 1 fyrsta lagi skyldi jafnan vandað svo til laga- setningar, að breytinga verði ekki þörf aö sinni. 1 öðru lagi fylgir hverri lagabrevtingu ekki litill Guðrún Helgadóttir „Forsætisráöhcrra einn sýnir engin merki um annað en aö mætavel fari um hann „heföar uppi á jökultindi”. Hann sýnir engin svipbrigöi, þegar aörir þingmenn eru alverkja af leiöindum undir þrotlausum vaöli hinna sjálfskipuöu oröabelgja, sem aldrei flytja undirbúin mál, en halda uppi endalausu málþófi tii aö tefja þá sem vinna. Oröabelgirnir eru þó sem betur fer aöeins lítill hluti þingmanna, allur þorri þeirra vinnur störf sin af mestu alvöru.” rangra umsagna embættis- manna. Það mál fluttiég svo að nýju á þessu þingi, þá var ég sjálf i viðkomandi nefnd og gat leiörétt umsagnir, og þá hlaut málið samþykki. Slikt er auðvitað meö öllu óþolandi. Vorið er komið kostnaður t.d. við stjórn viðkom- andi mála, skipan nefnda, upp- lýsingakostnaöur og margt fleira. Ekki hafa menn þar alltaf erindi sem erfiði, og oft kallar slik laga- breyting einungis á nýja. Þetta hindra málgefnir þingmenn stundum og ber aö þakka það. Hins vegar væri til skemmti- legri leið til að hindra flausturs- legar tillögur til lagabreytinga. Mikil nauðsyn er oröin á starfs- mönnum i þinginu, sem heföu það verkefni að fara yfir öll mál á gagnrýninn hátt, áður en þau eru lögö fram. Þaö er stundum sagt aö margir lögfræðingar sitji á Alþingi, og vera má aö þaö sé rétt. Þeir ættu miklu fremur að sitja i skrifstofu þingsins. Þvi flóknari sem löggjöf þjóðarinnar verður, þeim mun meiri þörf halda menn að sé fyrir sér- fræðinga. Þannig er eflaust til kominn hinn mikli fjöldi lög- fræöinga á Alþingi. En sér- fræðingarnir eiga alls ekki aö stjórna þjóðinni, heldur þjóöin sérfræðingunum. 1 þvi er fólgiö hið sanna lýðræöi. Maöur sem tekur sæti á Alþingi á aTls ekki endilega að kunna að semja lög. Hann á einungis að lýsa þvi sem fyrir honum vakir, en lög- fróöir menn siðan aö vera tiltækir til aö setja saman frumvörp. Sér- fræðingarnir sem kunna aö smiða kjarnorkusprengjur, eiga ekki að ráöa þvi, hvort þær eru sprengd- ar, svo að dæmi sé tekiö. Þjónusta viö þingmenn er hins vegar langt frá þvi að vera sem skyldi. Bókasafn þingsins þyrfti að skipuleggja á allt annan hátt, en húsnæðisskortur hindrar allar breytingar. Allt of mikill timi þingmanna fer i upplýsingaöflun, sem ætti og þyrfti að vera auðveldari. Getur hver sagt sér sjálfur, að örfáir starfsmenn hafa engan tima til að sinna nema allra nauðsynlegustu störfum, og þess vegna er það ákaflega tilvilj- anakennt, hvert þingmenn leita eftir aðstoö. Timi þingmanna fer vegna alls þessa að allt of miklu leyti i handavinnu, bæði viö eigin mál og annarra, 1 staö þess að hugsa um hin eiginlegu rök fyrir málunum og samhengi þeirra við annað i þjóöfélaginu. 1 þeim erli, sem einkenna störf þingmanna, er tæplega hægt að ætlast til aö þeir geri það sem ennþá nauðsynlegra væri, en þaö er að fylgjast með straumum og stefnum i alþjóöa- málum, en slikt krefst mikils lestrar, sem vonlaus er viö þessar aðstæöur. Umsagnir um mál. Vegna þess aö vinnuaöstæöur eru á þennan veg, er gripið til þess ráös að senda öll mál frá nefndum i umsagnir til ótölulegra aöila i þjóöfélaginu. Oft er þaö æskilegt og nauðsynlegt, en þess- ir aðilar eru valdir fremur tilvilj anakennt. Margoft kemur það fyrir, að þeir sem frumvarpið sömdu fá það einnig til umsagn- ar, og gagnrýni Vilmundar Gylfa- sonar fyrr i vetur á þvi, að dóm- arar semji frumvörp fyrir ráö- herra, sem þeir eiga siöan sjálfir aö dæma eftir, er á rökum reist. Sjálf hef ég gagnrýnt auðsveipni Alþingis gagnvart Kirkjuþingi og biskupsembætti, einnig með rök- um. Eðlilegt og sjálfsagt er, aö framkvæmdaaðilar fái frumvörp til umsagnar, en þá er jafnnauð- synlegt að embættismennirnir geri sér stööu sina þar ljósa. Þeir eiga ekki að segja álit á þeirri pólitisku stefnu, sem frumvarpið er byggt á, heldur á þvi, hvort frumvarpiö sé vel eöa illa úr garði gert meö tilliti til framkvæmdarinnar. Hvort embættismenn eru meö eöa á móti umræddri lagasetningu, er Alþingi óviðkomandi. Alþingis- menn eru til þess kjörnir að taka afstöðu til þess. Ég er þess full- viss, að margoft stöðvast mál á Alþingi vegna villandi umsagna embættismanna, og á siðasta þingi féll sjálfsagt réttindamál hóps ellilifeyrisþega vegna Handavinna og pólitik Alþingismenn mega aldrei gleyma þvi, aö þeir eru kjörnir til að fara með vald, en ekki til að annast embættisstörf. Þeir eru alla jafna fulltrúar fastmótaðrar stjórnmálastefnu, og i þvi ljósi ber þeim aö fara með vald sitt. (Ég ber þó vissulega fulla virðing fyrir félaga Garöari Sigurössyni, sem er fulltrúi allra flokka á Alþingi ef marka má sunnudags- grein hans hér i blaðinu fyrr i vetur.) Skörp skil þurfa og eiga að vera milli embættismanna og stjórnmálamanna og báðir aöilar verða aö skilja þetta. Kjósendur eiga þess kost að velja aðra stjórnmálamenn til trúnaöar- starfa á fjögurra ára fresti, ef þeim likar ekki afstaöa hins kjörna á kjörtimabilinu, en hún á aö vera kjósendum ljós. Þaö getur hún þvi aðeins verið, aö stjórnmálamenn skorist ekki undan þvi að taka afstöðu og standa viö hana, þrátt fyrir aug- ljósan andbyr. Embættismenn mega ekki vera hækjur fyrir hug- lausa stjórnmálamenn, svo að enginn sé ábyrgur þegar til kastanna kemur. Abyrgðin er hjá stjórnmálamönnunum, hvort sem þeim likar betur eða verr. Störf stjórnmálamanna eiga þvi ekki aö vera handavinnudútl, heldur hugmyndamyndun. Engin lagabreyting er svo lítilsverö, aö hún hafi ekki einhver áhrif á lif fólksins i landinu. Það er skylda stjórnmálamannsins aö gera sér ljósa hugmynd um hvort þaö eru góð og æskileg áhrif eða af hinu illa, en ekki aö liggja yfir þvi, hvort frumvarpiö gæti veriö betur oröað. ... og grundirnar gróa Og nú eru vorannirnar i hámarki. Allt of mikill timi hefur fariö i tilgangslaust raus, og nú skal bæta þaö upp á fáeinum dög- um. Sólin skin æ lengur inn i loft- lausa þingsalina og bændur þingsins eru aö verða grænir til augnanna. Nú verður að hafa hraðar hendur, ef þeir eiga aö komast heim i sauðburðinn. Ég hygg þó aö hann fari fram eftir hætti undir stjórn þeirra góöu eiginkvenna, sem hvort sem er fara aldrei suöur til þings, af þvi að þær komast ekki frá börnum og búfé, þó aö menn þeirra tefjist nokkuö syðra. Ég er hræddari um, að nokkur fljótaskrift veröi á afgreiöslu þingmáia undir lokin, og nokkur bið verði þess vegna á þjóöfélagsbreytingum sem um munar. skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.