Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 13
timabiliö var sérstaklega á þaö bent aö stjtírnmáiaþróunín heföi veriö furöulega brokkgeng. Þegar Giscard var kjörinn, virtust vinstri menn mjög hafa byr i seglin og greinilegt var aö mikill hluti kjósenda vildi róttæk- ar breytingar. Hinn nýkjörni for- seti lýsti því þá yfir aö hann myndi taka upp svo volduga um- btítastefnu aö Frakkar yröu þrumu lostnir á skömmum tima. Hann lét ekki standa viö oröin ein, heldur ttík þegar aö framkvæma ýmsar breytingar, sem vinstri menn og reyndar fleiri höföu krafist en Pompidou forseti haföi staöiö gegn: hann lækkaöi kosn- ingaaldurinn niöur i 18 ár, lét setja lög sem leyföu fóstureyöing- ar o.þ.h..Jafnframt tók hann upp mjög alþýölegan stil. Klæddist smekklega en einfaldlega, og fór i kvöldveröarboð til óbreyttra borgara. Lengst náöi þessi um- bótaviöleitni sennilega þegar hann heimsótti fangelsi, heilsaöi föngum með handabandi og lét þau orö falla aö breytinga væri þörf I fangelsismálum. En þaö kom fljótt í ljós aö þessi stefna vakti talsverða óánægju meöal sjálfra kjósenda forsetans: á þingi, sem Giscard-sinnar héldu nokkrum mánuöum eftir kosning- arnar, braust fram töluverð gremja og viökvæðiö var stööugt: „Viö kusum hann ekki til þess aö hann geröi þetta!”.Og I einka- samtölum gáfu ýmsir góöborg- arar það glögglega i skyn aö þeim fyndist Giscard algerlega vilja- laus — „hann gæfist hreinlega upp fyrir kommúnistum ! ”. Ekki er óliklegt að Giscard hafi aö lokum fariö aö aöhyllast þá skoöun, sem ráögjafar Pompidous höföu boöaö, — sem sé aö þaö væri fráleitt aö rembast viö einhverja umbótastefnu, þvi að meö þvf móti fældi hann aöeins burt sína eigin kjósendur, en laöaöi samt engan veginn aö sér þá kjósendur, sem hölluðust aö vinstri flokkunum. Eftir tveggja ára setu i forsetastóli sneri hann nefnilega við blaöinu og tók upp miklu heföbundnari og haröari hægri stefnu. Þessi umskipti duldust mönnum i fyrstu, og var ástæðan e.t.v. sú aö Simone Veil, heilbrigöismálaráðherra, var þá mjög i sviðsljósinu og fylgdi nokkuð róttækri umbótastefnu i sinum málum. Hún varö siöan forseti Evrópuþingsins i Strass- búrg, og héldu þá margir aö Giscard ætlaöi aö hafa hana sem e.k. „tromp” i bakhöndinni: hann ætlaöi aö gera hana aö forsætis- ráöherra nokkrum mánubum fyrir forsetakosningarnar til aö njóta vinsælda hennar — sem voru gifurlega miklar — og eiga þannig hægara um vik meö aö komafram i annað sinn sem víö- sýnn og umbótasinnaður fram- bjóðandi. En þaö kom svo alltaf betur og betur I ljós að andrúms- loftið var aö breytast, og Simone Veil varö um kyrrt i Strassbúrg og hefur aö þvl er virðist horfiö burt Ur franskri stjórnmálabar- áttu. Þaö var þó ekki forsetinn sjálfur sem gekkst fyrir þessari stefnubreytingu, heldur varö það verkþeirra samstarfsmanna sem hann valdi sér og varö hlutur þeirra sifellt meiri. Þrjú veröa að teljast þar fremst i flokki: Raymond Barre, forsætisráö- herra, Alain Peyrefitte, dóms- málaráðherra, og Alice Saunier - Seité, háskólamálaráðherra. F orsætisráðherrann Raymond Barre hefur aöallega látiö til sin taka á sviöi efnahags- mála og hefur hann fylgt þeirri „frjálslyndu” hægri stefnu, sem mjög hefur veriö á dagskrá aö undanförnu, þótt ekki hafi hann gengiö eins langt og frú Thatcher gerir I Englandi eöa Ronald Reagan ætlar aö gera i Banda- rikjunum. Ef miðað er viö ástandiö annars staðar i Vestur- Evrópu má segja aö stefna hans hafi gefist miðlungi vel, þvi aö hingaö til hafa Frakkar sloppiö betur frá kreppunni en Englend- ingar en mun verr en Vestur- Þjtíöverjar. En ósveigjanleiki hans og sjálfsöryggi vöktu fljót- lega gremju meðal Frakka, og þegar i ljós kom aö ekkert gat haggaö við þeirri sannfæringu aö stefna hans væri rétt og hann væri um þaö bil aö vinna sigur á kreppunni — jafnvel ekki þaö aö Helgin 11. og 12. apríl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Demantagjafir Bokassa hafa orðiö Giscard dýrar veröbólgan var um 12% á ári og tala atvinnuleysíngja hækkaöi stööugt uns hún var komin upp i eina og hálfa miljón — jukust óvinsældir hans stöðugt. Hlut- verki Barres var svo háttað aö almenningur kenndi honum meir um erfiöleika kreppunnar en Giscard — en ástandið bitnaöi þó óbeint á forsetanum, þvi aö menn veltu því fyrir sér hvers vegna hann léti þennan „duglausa” for- sætisráðherra sitja áfram i em- bætti og hvers vegna hann kæmi ekki sjálfur með einhverja töfra- áætlun til aö leysa vandann.. Barre lætur nú litið sem ekkert á sér bera I kosningabaráttunni, og virðist það jafnvel vera ein af sterkari röksemdum Giscards aö ef hann nái kjöri I annað sinn muni áreiðanlega veröa skipt um forsætisráöherra (hann lýsir sliku þó ekki yfir sjálfur, heldur lætur blaðamenn um það). Aðrir ráðherrar A sviöi dómsmálanna hefur Alain Peyrefitte valdið algerum umskiptum. Hann hefur fallið frá þeirri kenningu, sem veriö haföi rikjandi I áratugi, að fangelsis- vist ætti að búa afbrotamenn und- ir aö koma aftur inn 1 þjóöfélagið sem nýir og betri menn. 1 staöinn hefur hann lagt áherslu á nauösyn þess aö gera þá rækilega óskaö- lega, og hann hefur sett fram kenningu um aö refsins glæpa- manna sé griöarlega mikilvæg — sem e.k. „trúarathöfn” — fyrir þjóöfélagiö I heild og samheldni þess. Um það hefur hann skrifað i nýútkominni bók sinni, sem nú er mjög vitnaö i. Hann hefur lagt mikla áherslu á aö glæpir séu stööugt aö aukastog tilfinning um öryggisleysi því aö breiðast út I landinu og notað þaö sem átyllu til aö setja ný lög sem auka vald lögreglunnar og heröa refsingar. Þótt hann heföi lýst þvi yfir ábur en hann varð dómsmálaráðherra að hann væri andvigur dauöarefs- ingu af heimspekilegum ástæöum — en Frakkar munu nú vera þeir einu i Vestur-Evrópu sem skubba hausnum af óbótamönnum — tel- ur hann nú aö ekki komi til mála aö svo stöddu aö nema hana úr lögum eöa hætta aö framkvæma hana. Vinstri menn telja stefnu Peyrefittes vera hiö argasta afturhald og hún hefur einnig vakiö óánægju meöal dómara og lögfræöinga, en almenningur viröist ráövilltur: þótt sumir séu býsna ánægöir meö hörku hans hafa aðrir orðiö fyrir meiri áhrif- um af tali hans um glæpi og öryggisleysi og vilja skeleggari lausn. Loks hefur Alice Saunier-Seité gengiö ötullega fram I því að af- nema flestar þær umbætur, sem geröar voru i háskólamálum eftir 1968, og er hún mjög óvinsæl meö- al háskólamanna — jafnvel hinna ihaldssamari — en sagt er aö stefna hennar fái góöan hljóm- grunn bæöi meðal þeirra sem hlynntir eru þvi aö skólakerfið veröi skipulagt að bandarlskum hætti og einnig meðal hinna sem hafa ímugust á menntamönnum. Kóngasiðir Hafi umbótastefna Giscards fyrstu tvö ár kjörtimabilsins valdiö upplausn I herbúðum hans sjálfs, hefur stefna þessara þriggja samstafsmanna hans ekki fjdlilega megnaö að stappa stálinu I fylgismenn hans aftur, og gagnrýna menn forsetann fyrir aö láta þessa samstarfs- menn mtíta stefnuna I stab þess aö ganga sjálfur fram fyrir skjöldu. En viö þetta bætist aö persónulegur still hans hefur ekki aflaö honum nýrra vinsælda. Fyrri hluta vetrarins var mjög um þaö rætt aö teknir heföu veríö upp nánast þvi konunglegir hirö- siöir I Elysée-höll og forsetinn gengist æ meira upp i þvi aö vera af aöalsættum og fjarlægur af- komandi Lúöviks konungs 15. ( en m jög er umdeilt hvort svo er). Og hneykslismálið, sem kennt er viö „demanta Bokassa”, keisara- nefnu Mið-Afriku, er alltaf að skjóta upp kollinum. Það er sennilega auöveltfyrir tslendinga aö skilja að Frökkum sé það gremjuefni aö forsetinn skuli hafa þegið demantagjafir af þess- um blóbuga einræöisherra, en ef eitthvert hneyksli er á feröinni er það þó fremur fólgið i vináttu og samstarfi opinberra aöila I Frakklandi viö harbstjórann heldur en gjöfum einum saman, þvi segja má aö það heyri til venjulegum kurteisisvenjum aö þjtíöhöfðingjar skiptist á gjöfum, svo framarlega sem þaö er gert fyrir opnum tjöldum. En Giscard hefur einhvern veginn klaufskaö þessu máli svo mjög úr höndum sér aö úr gjöfunum sjálfum hefur einnig orðið stööugt hneyksli. Yst til hægri Af þessum ástæöum er staöa Chiracs, leibtoga Gaullista, senni- lega talsvertsterkari en ella heföi verið — og Gaullistar sjálfir meira afl I frönskum stjórnmál- um en búist var viö að þeir yröu eftir 1974. En má þá eiga von á þvi aö óvinsældir Giscards geti leitt til þess aö Chirac sigri? Svariö er að öllum llkindum neikvætt. Þrátt fyrir allt eru Gaullistar nú færri en Giscard-sinnar og þar aö auki eru þeir klofnir. Þótt yfirgnæf- andi meirihluti þeirra fylgi Chirac aö málum hafa ýmsir leiö- togar þeirra — þ.á.m. allir ráð- herrar úr fldcknum — gengið til stuönings við Giscard, og tvö klofningsframboö hafa komiö fram: Michel Debré, fyrsti for- sætisráöherra de Gaulle, býður sig fram sem e.k. fulltrúi þeirra sem viöurkenna Chirac ekki sem fullgildan arftaka hershöfðingj- ans, og Marie-France Garaud, fyrrverandi ráögjafi Pompidous og Chiracs, býður sig fram sem fulltrúi þeirra sem allra harðastir eru i andstööu sinni gegn kommúnistum og Ráöstjórnar- rikjunum. Hvorugt þeirra getur fengið meira en örfá prósent atkvæöa en þau draga frá Chirac, þannig aö hann getur ekki gert sér vonir um aö komast hærra en i þriöja sæti i fyrri umferðinni, hvaö sem ööru liöur. Og þá á hann ekki nema einn kost: ganga tii stuðnings viö Giscard. Allir gera sér grein fyrir þessu, ekki síst stuðningsmenn Chiracs sjálfs, sem hættir til aö llta svo á aö Giscard sé aðalframbjóðandi þeirra og þvl best að greiða hon- um þegar atkvæði I fyrri umferð- inni til ab styrkja stööu hans gagnvart Mitterrand. Deilur Gaullista og Giscard-sinna snúast þvi i rauninni eingöngu um stööu hinna fyrrnefndu innan hægri armsins eftir kosningarnar: ef fylgi Chiracs reynist mikiö svo aö Giscard þurfi mjög á stuöningi hans aö halda til að ná kosningu, geta Gaullistar seilst til aukinna áhrifa, krafist háfættra ráðherra- stóla og haldib höröum aga innan flokksins sjálfs. Annars er hætt viö að þeir veröi aö einhvers konar „hornkerlingum” og þeir leiötogar sem nú styöja Giscard lendi fljótt utan flokksins og gæti þá fariö svo aö hann viki af sjónarsviðinu sem sterkt stjórn* málaafl, sjö árum siöar en spáö haföi verib. (Framhald) e.m.j. Fyrra bindi % %%X ^ a <$>' «•* OL 'n V O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.