Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — PJÓÐVILJIMN 'Helgin 11. óg 12. aprll 1981 Tvöfalt siðgæði og Amnesty • All ir vita að af brot gegn mannréttindum eru f ramin í stórum stíl um allan heim. Menn eru handteknir fyrir skoðanir og pólitíska starfsemi sem er valdhöfum ekki aðskaptog enn algengari er að sjálfsögðu sú aðferð sem erfiðara er að hanka valdamenn á: að beita skoðana- kúgun með atvinnuofsóknum. Pyntingar á pólitískum föngum/ mannrán og morð/ sem enginn þykist geta bo, ið ábyrgð á, eru og algengari miklu en flestir vita., • En þeir sem órétti eru beittir sitja því miður ekki allir í sama báti. Flestir tel ja sig eiga nokkurn rétt til að lýsa samúð sinni eða samstöðu með ofsóttum mönnum, en alltof margirfremja um leið synd sem kenna má við tvöfalt siðgæði. Augljósdæmi gætu verið þessi: Opinber málgögn í Austur-Evrópu geta mótmælt hástöfum mannréttindabrotum í Suður-Ameríku — en þau munu ekki viðurkenna að nein slík brot séu framin hið næsta þeim sjálfum, né heldur í þeim ríkjum þriðja heimsins sem hafa samstöðu með austurblokkinni í utanríkis- málum. Með hliðstæðum hætti vita vestræn málgögn allt um sovéska eða tékkneska andófsmenn, atvinnuof- sóknir eða útlegðardóma yf ir þeim — en koma af f jöllum þegar spurt er eftir verkalýðsforingjum í Argentínu eða Brasilfu, sem hafa verið handteknir, eru horfnir, hafa verið myrtir. Það þekkja allir Lech Walesa, en hver hefur fylgst með baráttu Lula, hins merka leiðtoga verkamanna í Sao Paula sem nýlega var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi? Ekki Morgunblaðið, svo mikið er víst. • Ein eru þau samtök, sem vinna vel og dyggilega gegntvöföldu bókhaldi af þessu tagi,en það eru Amnesty International.i Þau samtök verða tvítug í næsta mán- uði. Amnesty hef ur nú 300 þúsund meðlimi í 110 þjóðríkj- um. Þau hafa unnið gífurlega merkilegt starf bæði að því að safna upplýsingum um stöðu mannréttinda í hin- um einstöku löndum og baráttu fyrir því að fá lausa samviskufanga. Og þau gera sér ekki mannamun: þau hafa einmitt tekið að sér marga þá menn ofsótta og pyntaða sem aðrir hafa látið sér sjást yfir, sumpart vegna hins tvöfalda siðgæðis sem fyrr var nefnt, sum- part vegna upplýsingaskorts. • Nú síðast hafa samtökin komið sér upp kerfi sem nefnist Urgent Action, sem mætti kenna við hjálp f við- lögum. Þetta kerfi þýðir að samtökin geta með sfm- skeytum og f jarritum náð til um tíu þúsund manna um heim allan ti I að taka þátt í að reyna að hjálpa föngum eða horfnum mönnum sem eru í bráðum háska. Þetta kerfi hefur þegar gefiðgóða raun. • önnur nýjung í starfi Amnesty eru svonefndir læknahópar, en í þeim eru nú 4000 læknar í 26 löndum. Þessir hópar hafa þegar komið að góðu haldi í baráttu Amnesty gegn pyntingum á f öngum. • Hin alþjóðlegu mannréttindasamtök eru um þessar mundir tvítug, sem fyrr segir — og er afmælið góð ástæða til að minna á þau og hvetja til eflingar þeirra. Og svo á það, að þau eiga í f járhagslegum erf iðleikum. Formaður þeirra, José Zalaquett, útlagi frá Chile, sagði á blaðamannafundi nýverið, að samtökin legðu mikla áherslu á sjálfstæði sitt og því vildu þau ekki taka við peningum frá neinni ríkisstjórn eða ríkisstofnun, ekki einu sinni frá Sameinuðu þjóðunum, sem eru stofnun, margra rfkja. Það skiptir miklu máli f yrir árangur þann sem Amnesty gæti náð, að samtökin væru með öllu óháð öðrum en meðlimum sínum og velunnurum. Og því er ítrekuð nauðsyn þess, að menn komi sem mest og best til liðs við þau samtök sem rísa f lestum betur undir þeirri sæmdareinkunn, sem kennd er við hreinan skjöld. — áb. Veldur Margar spurningar hljóta að hafa vaknað i brjóstum þeirra sem áttu þess kost i lok siöustu viku aö sitja ráöstefnu ASl um tölvumál. Þessi ráöstefna er fyrsta alvarlega tilraunin af hálfu verkaljíössamtakanna til aö taka þessi mál til umfjöll- unar og ekki seinna vænna, þvi örtölvubyltingin mun flæöa yfir Island á næstu árum ekki siöur en önnur þróuð riki, sem stundum eru kölluö iönvædd, en mér finnst varla að viö höfum efni á að kalla okkur enn. Það hefur aö visu örlaö á áhuga hjá einstökum verkalýösfélögum að undanförnu; bókageröarmenn hafa beinlinis neyðst til aö ræða málin og fyrir nokkru hélt Verslunarmannafélag Reykja- vikur kvöldfund um tölvuvæð- inguna. Eölilega er verkalýöshreyf- ingin nd i varnarstöðu. Dæmin frá öörum löndum sýna og sanna, aö i kjölfar tölvuvæð- ingarinnar kemur vofa atvinnu- leysisins. Þótt bent sé á stóra kosti örtölvubyltingar- innar eru hætturnar lika auð- séöar þeim sem sjá vilja. Um leiö og viö losnum við hættuleg, erfið og óþrifaleg störf verða þau sem öllum fjöldanum bjóö- ast á móti einhæf og innihalds- laus eða á þvi er amk. stór hætta. Vissulega veröa sum störf lika skemmtilegri, léttari, og innihaldsrikari, en þvi mibur litur ekki út fyrir, að þau verði ýkja mörg, þannig að þeir sem þau hreppa veröa hálfgeröur forréttindahópur. Þessi atriöi eru mikilvæg, en það er þó fyrst og fremst atvinnuleysisögnin sem spyrna þarf gegn. Þeir sem bjartsýnir eru benda gjarnan á, aö ný störf skapist i staö hinna sem leggjast niöur og hægt sé aö deila niður atvinnunni meö styttingu vinnutimans. Areiðan- lega er þetta lika rétt ef vilji er fyrir hendi hjá viðkomandi valdaaðilum. Sévilji fyrir hendi má nota aröinn af aukinni fram- leiöni vegna tækniþróunar til aö greiða fólki lifsafkomulaun fyr- irstyttri vinnutima en áður. Sé vilji fyrir hendi má beina sam- eiginlegum gróöa þjóðfélagsins vegna tæknivæöingar til að búa heldur að hennar kröfum um fulla at- vinnu og innihald vinnunnar að þvi marki að ekki sé litið á manninn sem tengibúnaö viö hiö vélræna. Þá munu atvinnu- rekendur einungis nota tækni- byltinguna til aö skapa sjálfum sér aukinn einkagróöa. Það verður þvi aldrei lögð of mikil áhersla á meöákvöröunarrétt vinnandi fólks, enda voru allir sammála um það á ASl-ráð- stefnunni. Hitt kanna svo að vefjast fyrir fleirum en mér hvernig hann veröur tryggöur og til nákvæmlega hvers notað- ur. Umræður um það eru næsta skrefið. Endurmenntun. Um hana eru allir sammála. En þar er lika mörgu ósvarað, bæöi varðandi sjálft inntak fræöslunnar og kostnaðarhliðina. Hver á aö sjá um hana, atvinnurekendur, verkalýðsfélögin eða rikið? Eöa allir þessir aðilar sameigin- lega? Frumkrafa hjá verka- lýöshreyfingunni hlýtur þó að vera aö þessi fræösla sé veitt á launuðum vinnutima, þannig aö allir geti nýtt sér hana. Hér er margt órætt. Og þá er það upplýsingasöfn- unin. Hvernig verður komið I veg fyrir, að upplýsingar sem atvinnurekandi hefur aflað sér með milligöngu tölvukerfis skaði á einhvern hátt persónu- lega friðhelgi viökomandi starfsfólks eða gerði þvl óhægra um vik síöar t.d. viö atvinnu- leit? Lagasetningin getur heft misnotkun, en hún ein getur ekki orðið algild trygging. Umræðurnar eru rétt á frumstigi. Ekki bara hjá okkur á tslandi, heldur lika þeim verkalýöshreyfingum erlendis sem þó hafa verið að velta mál- unum fýrir sér I nokkur ár. Viö gerð næstu kjarasamninga mun ASÍ fara fram á rammasamn- ing um tölvukerfi I atvinnulif- inu. Það er byrjunin. En fram- undan er ómælanlegt starf i þessu sambandi og þar er mikil- vægt að almennir félagar verkalýðshreyfingarinnar taki þátt 1 umræðum og mótun. Framtið okkar allra er undir þvi komin hverra hagsmunir ráöa ferðinni viö örtölvubyltinguna. —vh hver á betur að félagslegum þáttum einsog aðhlynningu aldraðra, sjúkra og barna. A þeim geira mættu aö ósekju koma fleiri at- vinnutækifæri einsog nú er farið að kalla stööur, þar mættikoma til fleira fólk til aö inna af hendi þau hlýju, mannlegu störf sem aldrei veröa leyst af höndum meö vélum hversu fullkomnar sem þær kunna að verða. Það má lika nota þennan gróða og fristundir sem styttri vinnutimi veitir til aukinnar menntunar þjóöarinnar, ungra jafnt sem eldri. Efvilji er fyrir hendi. Það er kannski ekki sist um þennan vilja og þetta ef sem ráðstefnu ASl var ætlað að fjalla, þótt ekki væri það bein- linis sett upp þannig. En þau þrjú meginatriði sem hæst bar I öllum umræöum voru með- ákvöröunar- eöa ihlutunarrétt- ur, endurmenntun vinnandi fólks og fræösla um tölvuþróun- ina og að lokum viöbrögö gegn hugsanlegri misnotkun upplýs- ingasöfnunar. Veldur hver á heldur. Beiting tækninnar og aölögun að tölvu- væöingunni eru félagslegt og pólitiskt atriöi og skipan þess- ara mála mun endurspegla valdahlutföllin i þjóöfélaginu. Sé verkalýðshreyfingin áhuga- h’til eða áhrif hennar litil sem engin veröur tæknin ekki löguð Vilborg Harðard skrifar UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ritstjórnargrein Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsbiaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- 'son. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. úr almanak inu Augiýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttír, Sigriður Kristjánsdóttir. Bíistjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúia 6, Reykjavlk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.