Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 11
Helgin 11. og 12. áprll 1981 ÞJÓÐVILJlNN — SÍÐA 11 .......... ..............._, -.- .1....rSv.^.w..xs&œ-:■.:■.'.?. s. .>■•>..< i i lllWlllli||||i liMlililil Þdr Magnússon þjóftm injavörður og Ole Willumsen Krog skoöa kaleik sem Sigurður gullsmiður gerðiá sinni tlðog ættmenn hans fluttu til landsins. Ljósm.: gel. sýningu silfurmuna Sigurðar Þorsteinssonar sem nú stendur i Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þess má geta til samanburðar að hús sem Sigurður keypti og rúmaði bæöi heimili hans og verkstæði kostaði 2850 rikisdali. Morgungjöf Ólafs hefur ekki verið neitt smá- ræði á þeirra tima mælikvaröa, hvað þá okkar. Á ferð í Kaupinhafn Sigurður gullsmiður var i mikl- um metum, hann smiðaði te- maskinur fyrir hirðina, kaleika fyrir kirkjur og annað það sem var i verkahring gullsmiða, en afar lftið hefur fundist af skart- gripum eftir hann. A sýningunni er hluti af stokkabelti og næla, ásamt deshúsi, en það er lika allt og sumt. Islendingar sem voru á ferð I Kaupmannahöfn voru I vinfengí við Sigurð, menn eins og Skúli fó- geti, Magnús Stephensen I Viðey og fleiri gistu hjá Sigurði og áttu við hann bréfaskriftir og þeir tóku gjarnan heim með sér smiðis- gripi. Sigurður hefur án efa verið einkar greiðvikinn og ættrækinn, þvi það voru að lokum ættmenni hans sem kipptu undan honum fjárhagsfótunum, þegar Sigurður var orðinn fjörgamall maður. Bróðursonur hans Guðmundur Pétursson lét gamla manninn ganga I ábyrgð fyrir skuldum sinum og þegar Sigurður lést árið 1799 átti hann ekki fyrir skuldum, en margur skuldaði honum. Þaö er undarleg tilfinning að horfa á þessa gömlu og fallegu hluti sem hafa ýmist verið á borðum Islenskra valdsmanna, eöa veitt syndugum löndum vorum aflausn með blóði og likama Krists, fyrir næstum þvi 200 árum. Ég sé fyrir mér stof- urnar i steinhúsinu á Bessa- stöðum þar sem Ólafur stiftamt- maður og Sigriður Magnúsdóttir eigruðu um iskalda sali. Einhversstaöar I skápum hafa tarinan og borðsilfrið beðið þess aö vera tekiö fram við hátiðlegar heimsóknir danskra umboös- manna eða erlendra ferðamanna sem einmitt þessi ár lögðu leið sina hingaö til lands. 1 Boga- salnum má nú heyra það sem meistari Þórbergur kallaði nið aldanna. Brot úr sögu Daninn Ole Willumsen Krog hefur komiö árlega til Islands þeirra erinda að leita, mynda og skrá silfurmuni eftir danska gull- smiöi, en í undirbúningi er endur- ritun sögu danskrar gullsmiði, þar sem nokkrir Islendingar munu skipa verðugan sess. Ole Willumsen Krog sagöi þegar hann gekk meö blaðamanni um Bogasalinn og sýndi silfrið að búið væri að skrá nálægt 500 muni. Nú er eftir að fara I gegnum skriflegar heimildir, finna dæmi um kaup kirkna á silfurmunum og annað það sem kann að vera sagt um silfur. 1 reikningabók Hannesar biskups Finnssonar er ein lína þar sem stendur: „Gullsmid Sig. Þorsteinss. Kaleik ....30 r”. A sýningunni er einn kaleikur sem enginn veit deili á, en llkur benda til að þar kunni að vera kominn kaleikurinn sem keyptur var fyrir 30 rfkisdali áriö 1787. Þaö er saga á bak við hvern grip og þaö er spennandi verkefni að raða brotunum saman I sögu gullsmiðsins frá Skriðuklaustri sem aldrei kom aftur til Islands eftir að hann fór til náms, en hefur skiliö eftir sig dýrgripi sem halda munu nafni hans og hand- verki á loftisvo lengi sem menn kunna aö meta fagurt form og listilegt handbragð. —ká „Veröld án vímu” segir Þingstúka Reykjavíkur A aðalfundi Þingstúku reykjavlkur (IOGT) sem haldinn var nú nýlega kom m.a. fram, að ó liðnu starfsári höfðu tvær nýjar deildir hafið starf á vegum góðtemplara i höfuðborg- inni. Þá var greint frá verkefni, sem þingstúkan stendur að ásamt Islenskum ungtemplurum og nefnist „Veröld án vlmu”. Er þar um að ræða fræðslustarf meðal skólafólks, kynningarfundi og almennt fræðslustarf um bind- indis- og áfengismál. Aðalfundinn sóttu 46 fulltrúar frá 17 stúkum góðtemplara. Samþykkt var á fundinum tillaga þar sem lýst er ánægju með framkomna tillögu á Alþingi um afnám áfengisveitinga á vegum rikisins. 1 húsráð voru kjörnir: Gunnar Þorláksson, Sigurður Jörgensson og Valdór Bóasson, en fyrir voru: Ása Jörgensdóttir, Kristjáh Jónsson og Leifur Halldórsson. Formaður ráðsins er Hreggviður Jónsson en framkvæmdastjóri Templarahallarinnar er Brynjar Valdimarsson. 1 stjórn þingstúkunnar fyrír næsta ár voru kosin: Grétar Þor- steinsson, þingtemplar, Einar Hannesson, Sigrún Gissurardótt- ir, Björn Eiriksson, Þorlákur Jónsson, Sigrún Sturludóttir, Bryndís Þórarinsdóttir, Sigurður Guðgeirsson, Leifur Halldórsson, Sigurjóna Jóhannsdóttir og Halldór Kristjánsson, fyrrver- andi þingtemplar. — mhg Þrymskviða og Baldursdraumur eftir Harald Guðbergsson. Snjallar og hnyttilegar myndabækur við efni úr norrænni goða- fræði. Langfremsta verk Haralds Guðbergssonar sem þegar hef- ur fengið margar heiðursviðurkenningar fyrir bókaskreytingar slnar. Verð hvorrar bókar kr. 88.90. Félagsverð kr. 75.60. Barnabækur Jóhannesar úr Kötium. Hinar vinsælu barnavisur Jóhannesar, Bakkabræður, Jólin koma og Ljóðið um Labbakút. Myndskreytingar: Tryggvi Magnússon og Barbara Arnason Verð hverrar bókar kr. 24.70. Félagsverð kr. 21.00. Fuglinn segir. Dýrasögur. Myndir eftir Tryggva Magnússon. Verðkr. 37.05. Félagsverðkr. 31.50. ________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________! og menning Alli \Talli ogtunglið eftir \ '1' >rgu Dagbjartsdótt- ur og Gylfa Gislason. Sagan um það hvers vegna tunglið er svona stórt og kringlótt. Eftirlætisbók yngstu barnanna Verð kr. 13.60. Félagsverð kr. 11.55. Lyklabarn eftir Andrés Indriðason. Verðlaunabókin úr barna- bókasamkeppni Máls og menningar. Sagan um Disu, foreldra hennar og litla bróður, og allt það sem mætir þeim þegar þau flytja i nýtt bæjarhverfi. Myndskreytt af Haraldi Guðbergssyni. Verð kr. 79.05. Félagsverð kr. 67.20. Vera eftir Asrúnu Matthiasdóttur. Saga um 5 ára stelpu sem er sjálfstæð og ákveðin og ekki alltaf sátt við það sem talið er hollt og gott fyrir litla krakka. Myndskreytt af börnum. Verð kr. 79.05. Félagsverð kr. 67.20. Börn eru lika fólk eftir Valdisi óskarsdóttur. Viðtöl við tiu börn á aldrinum 3 til 10 ára um lifið á jörðinni, i himninum hjá Guði og hjá ljótu skröttunum niðri i jörð- inni. Bráðskemmtileg fyrir börn —- og fróðleg fyrir full- orðna. Myndir eftir viðtals- börnin sjálf. Verð kr. 86.45. Félagsverð kr. 73.50. Veröldin er alltaf ný eftir Jóhönnu Alfheiði Stein- grlmsdóttur. Saga um litlu frændsystkinin Gauk og Perlu og þá dular- fullu og spennandi veröld sem þau uppgötva I kringum sig. Myndskreytt af Haraldi Guðbergssyni. Verð kr. 86.45. Félagsverð kr. 73.50. Mamma i uppsveiflu eftir Armann Kr. Einarsson. Sagan um 6. bekk H.B. og leikhúsið sem krakkarnir þar stofna. Skemmtilegasta bók þessa vinsæla höfundar. Myndskreytt af Friðriku Geirsdóttur. Verð kr. 79.05. Félagsverð kr. 67.20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.