Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 5
mér datt þad í hug
Nú eru bráðum tvö ár siðan ég
hitti þessa kind, sem ég get ekki
gleymt. Það var austur i sveitum
um sauðburðinn og vorið var svo
kalt að bændur urðu að láta ærnar
bera inni i fjárhúsum, fjósi og
hlöðu, annars áttu þeir á hættu að
missa lömb. Ég var komin
þangað til aö hitta vini mina og
virða fyrir mér erfiðleikana. Og
allt i einu horfðist ég i augu við
þessa kind. Hún var nýborin og
ein I stiu með lambið sitt, algjör-
lega úttauguð að sjá. Lambið
hennarvar ljótasta lamb, sem ég
hef séð, hausinn á þvi allur af-
myndaður, blár og bólginn og
blessaða skepnuna, eins og hún
væri kona eða ég væri kind. Mér
hafði lika gengið svona erfiðlega
einu sinni, og lambið mitt fæddist
ekki minna bólgiö og blátt og fékk
i sinn hlut móður, sem var svo að-
fram komin, að hún hafði varla
rænu á að lita i áttina til þess,
hvaðþáhúngæti nokkuð fyrir það
gert.
— Kapút. —
Þetta var á sinum tima mesta
áfall lifs mins. £g hafði ekki vitað
þaðfyrr en þá,aðég væri kind, að
visu stúlkukind eða konukind, en
engu að siður kind, skepna, spen-
dýr, sem er dæmt til að eignast
Konan eða
blóðugur i kringum litlu hniflana
og hún leit ekki við þvi. Það var
lika ósköp þreytt og máttfarið
eftir sina erfiðu ferð úr rökum
hlýjum móðurkviði inn i þetta
Iskalda veraldarvor. Samt reyndi
þaö að brölta á fætur og leita sér
að spena. En móðirin fór undan i
flæmingi og litla lambið datt. Þá
reyndi það aftur og datt aftur og
reyndi enn og datt enn og reyndi
annars staðar frá en ekkert
dugði. Kindin vildi ekki kannast
við þetta afkvæmi, sem hafði
valdið henni svona mikilli þján-
ingu.
Litla ljóta lambið lagðist nú i
drulluna og ég hélt að það myndi
deyja. En það reyndist sauðþrátt
eins og það átti kyn til. Það var
bara að hvila sig og safna
kröftum fyrir næsta áhlaup á
mömmu sina, og nú linnti það
ekki látum fyrr en það hafði neytt
hana til að viðurkenna sig. Loks-
ins leyfði hún þvi að sjúga og rak
meira að segja út úr sér tunguna
eins og til málamynda og sleikti á
þvi lendina eldsnöggt, þó henni
væri það þvert um geð. Það leið
enn löng stund, áður en hún
játaðist að fullu undir móðurhlut-
verk sitt og fór að haga sér eins
og kindur eiga að haga sér, þvo
lambinu sinu, sleikja af þvi slimið
og blóðið og standa kyrr á meðan
það var á spena.
Ég stóð eins og negld við stiuna
meðan á þessari baráttu stóð.
Lambsins fyrir lifi sinu og
kindarinnar á móti móðurskyld-
unum, og mér fannst ég skilja
kindrn
. ..eða
afkvæmi sitt með þessum voða-
lega hætti, einkum er það vont, ef
maður erungur og uppburðarlitill
með þrönga grind og utan af
landi, eins og ég var þ^ og hefur
ekki átt þess kost að komast á
námskeið i slökun frekar en ærin I
Ásum.
Þvi er ég að rifja þetta upp, að
ég las i vetur grein, sem nisti mig
innað hjartarótum. Það var grein
Sigurðar Þorbjarnar frá Geita -
skarði, sem birtist i Morgunblað-
inu 17. febrúar s.l. og bar yfir-
skriftina BARNSFÆÐING. Og
hún kom við kaunin á fleirum en
mér, sumir hafa harmað, að hún
skuli hafa.. birst, ég er i hópi
þeirra, sem eru Sigurði þakk-
látar. Hann hafði kjark til að
hreyfa við máli, sem er ekki dag-
lega á siðum blaðanna, máli, sem
er viðkvæmt mál og feimnismál
en alvörumál. Hann lýsir þvi,
hvernigbarnsfæðing getur gengið
svo illa, að hún endi með
ósköpum, þrátt fyrir alia tækni
nútimans og hann kennir um
mannlegum mistökum og lækna-
hroka.
áhugafólk um
sttfrxói
Vakin skal athygli á að nú eru þau
Sunnudagsblöð Þjóðviljans, sem ætt-
fræðiþættir birtust i, löngu uppseld.
Hins vegar er nú hægt að fá alla þætti
þessa ljósprentaða á afgreiðslu
blaðsins, Siðumúla6.
Ættfræði mun áfram verða fastur þátt-
ur i Sunnudagsblöðum Þjóðviljans og er
áhugafólki bent á að tryggja sér eintök i
tima. Þjóðviljinn fæst á blaðsölustöðum
um land allt og hjá umboðsmönnum
blaðsins.
DJÚÐVIUINN
Siðumúla 6,
s. 81333.
konukindin
Læknastéttin lýsirsig aftur sak-
lausa af þeim áburði, allt að þvi
óskeikula og vitnar þvi tii
stuönings I skýrslur, sem segja að
ungbarnadauði á Islandi sé með
þvi lægsta sem gerist I heim-
inum. Enda lifir barnið, sem hér
im ræðir, og saga þess er svo
sorgleg, að það er vissulega vafa-
mál, hvort óviðkomandi eigi að
dirfast að segja um hana eitt
aukatekið orð.
Samt er hún þannig, að af henni
má draga nokkurn lærdóm.
Hún vekur athygli á þvi, að telji
skjólstæðingur læknis sig hafa
eitthvaðupp á hann að klaga, þá á
hann mjög erfitt með að leita
réttar sins, þar sem læknar eru
dómarar i eigin sök.
Hún vekur athygli á þvi, að
barnsfæðing er ekki einfaldasti
hlutur i heimi, þó hún sé náttúru-
lögmál, og ýmsu er ábótavant i
sambandi við fæðingarhjálp á
okkar góða landi. Það getur t.d.
verið mikill aðstöðumunur
kvenna i Reykjavik og nágrenni
og kvenna annars staðar á land-
inu til að fá hjálp og verða sér úti
um fræðslu og undirbúning fyrir
fæðinguna. I þjóðfélagi sér-
hæfingar og aðskilnaðar kynslóð-
anna þarf að kenna fólki alla
skapaða hluti, lika það að fæða
börn og ala þau upp. Eðlishvötin
og brjóstvitið duga ekki öllum,
þvi miður. Þess vegna getur farið
svo, að kona, sem er að fæða sitt
fyrsta barn, viti ekki neitt um það
sem koma skal, allt komi henni
jafn mikið á óvart. Hvað það
getur verið sárt, hvað það getur
tekið langan tima, hvað henni
getur orðiðflökurt og hvernig hún
getur þurft að kasta upp i
hriðunum, hvernig hún ætlar að
lokum að brotna i tvennt og deyja
og myndi oft deyja, ef hún væri
uppi fyrr á öldum eða ætti heima
annars staðar en á íslandi, þar
sem nútiminn hefur öll þessi tól
og tæki til að klippa hana upp og
skera og slita úr henni barnið með
klukkum og töngum. I fávisku
sinni og skelfingu gæti hún svo
stirðnað upp og unnið gegn fæír
ingunni i staöinn fyrir að slaka á
og vinna með þéim, sem hafa lært
til þess að hjálpa henni. Allt i einu
er þessi atburður, sem hún sá i
rósrauðum hillingum auglýsinga
og áróöursbæklinga orðinn að
voöalegustu martröð lifsins. Það
gæti jafnvel farið svo, að hún gæti
ekki hugsað sér að snerta barnið
sitt á eftir. Sitt eigið afkvæmi.
Ekki fekar en kindin.
Til þess að draga úr likum á að
svona fari, þarf að undirbúa
konur og upplýsa og ekki bara um
tæknilegar hliðar fæðingarinnar,
heldur lika um það tilfinningarót,
sem fæðing getur valdið þeim og
feðrum barnanna og systkinum,
ef þau eru fyrir. Konur hafa
áreiðanlega ekki verra af að vita
að 8% barna á Islandi fæðst með
keisaraskurði, álika mörg eru
tekin með klukku en færri með
töngum. Og þó að allar konur
voni, að allt gangi að óskum hjá
þeim, þetta verði ekkert voðalega
vont og taki fljótt af, þá er valt að
treysta þvi. Fæðing er eitt mesta
erfiði, sem lagt er á mannlegan
likama, og eins og það er nauð-
synlegt að kenna fólki rétt hand-
tök og hreyfingar við aðra likam-
lega erfiðisvinnu, þá er það ekki
siður nauðsynlegt fyrir fæðingu,
ef koma á i veg fyrir slys. Fá-
fræðin um eigin likama og starf-
semi hans er einn helsti óvinur
konunnar. Hinum fáfróða er
ævinlega sýnd fyrirlitning.
Konum i Reykjavik og nágrenni
er boðið upp á fræðslu, sem vissu-
lega kemur að gagni, þótt hún
mætti auðvitaö vera miklu ýtar-
legri og i meiri tengslum við
nútimann. Það er t.d. spurning til
hvers er verið að sýna 18 ára
gamla sænska fræðslumynd, sem
eralgjörlegamiðuð við þarlendar
aðstæður, eins og þær voru þá, og
textinn, sem er illa lesinn, er ekki
einu sinni staðfæröur, þegar talað
er um réttinn til fæðingarorlofs og
trygginga, en sem kunnugt er,
eru Sviar langt á undan okkur i
þeim málum. Auövitað er hægt að
horfa á svona mynd eins og hvert
annaö grin og finnast lands-
byggðin verða af góðu gamni að
eiga ekki kost á þessu biói. Og það
munu aðeins vera örfáir staðir úti
á landi, þar sem farið er að bjóða
upp á einhver undirbúningsnám-
skeið fyrir verðandi foreldra. En
sé einhver meining með fræðsl-
unni, þá verður auðvitað að miða
hana við islenskar aðstæður og
upplýsa konur um rétt þeirra hér
á landi, auk þess sem það er vafa-
mál, hvort öll fræðslan eigi að
miðast við það, að ekkert beri út
af.
Vel heppnuö fæðing veltur á
góðri samvinnu móður og
hjálparliðs, að þvl tilskildu, aö
ekkert ami að henni né barninu.
Ef óeölilegir erfiðleikar koma i
ljós, þá er mest um vert að allir
haldi stillingu sinni. Hryssings-
legur fyrirlitningartónn og
setning eins og þessi, — nújæja,
ætli við verðum þá ekki að hjálpa
henni — gleymist seint og er
undarleg fæðingarhjálp-, og kona
sem er búin að þjást i hálfan
annan sólarhring, svarar ekki
fyrir sig. Hún tuldrar kannski
heima hjá sér eftir tiu ár, — þú
færð borgað fyrir það helvitis
pungurinn þinn, — en þá heyrir
enginn til hennar og hundrað
aðrar konur hafa verið niður-
lægöar á sama hátt, af þvi þær
voru ekki nógu vel að sér eða
nógu rétt byggðar til að geta alið
börnin sin hjálparlaust. Slikt
kemur lika fyrir kindur.
En sem betur fer er tónninn
oftar mjúkur og hendurnar nær-
færnar.einkum á ljósunum,og þvi
gleymir heldur enginn; og ef ég
ætti að vitna, þá myndi ég bera
það, að fæðingarhjálp hefði stór-
lega batnað með bættri aðstöðu
og breyttum hugsunarhætti á
þeim tólf árum, sem ég er vitnis-
bær um. Satt að segja leiö mér
hér um bii eins og konu i upplýs-
ingabæklingi, þegar ég einaðist
barn I annað sinn.
Samt hljóta þeir, sem lásu
grein Sigurðar Þorbjarnar frá
Geitaskaröi, að hafa sinar efa-
semdir.
Steinunn Jóhannesdóttir
IÐIA félag
verksmiðjufólks
Kaffiboð fyrir Iðjufélaga
65 ára og eldri, að Hótel Sögu,
Súlnasal, sunnudaginn 26. apríl
kl. 3 síðdegis.
Aðgöngumiðar á skrifstofunni
Stjórn Iðju
Frá menntamálaráðuneytinu
Stöður námsstjóra i Isiensku og stærðfræöi eru lausar til
umsóknar. Askilið er að umsækjendur hafi kennslu-
reynslu á grunnskólastigi. Laun greiðast skv. launakerfi
opinberra starfsmanna. Æskilegt er að þeir sem hljóta
störfin geti hafið starf sem fyrst. Ráðningartimi er til 1.
ðgúst 1982. Starfið felst I að leiðbeina um kennslu I
grunnskóla, fylgjast með árangri hennar og stuðla að
kennslufræðilegum umbótum.
Umsóknir um störfin sem tilgreina m.a. menntun og fyrri
störf svo og það svið innan grunnskólans sem umsækjandi
hefur mesta reynslu af, óskast sendar menntamála-
ráðuneytinu fyrir 30. aprii n.k.
Helgin 11. og 12. aprfl 1981 ÞJÓÐVILJINN
Eftir
Steinunni
Jóhannes
dóttur