Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.04.1981, Blaðsíða 16
Þetta ætlaði að verða snjóavetur. Frostavetur. Kannski ekki eins og vetur- inn 1918, sem gömlu karlarnir rugla hvað mest um, um það leyti, er þeir komast á allra síðustu náttúruna. En, — allavega voru mikil harðindi, vegir ófærir, víða snjóflóða- hætta enginn póstur — og þarafleiðandi engin gluggabréf, engin mjólk dögum saman, brauð taldist ekki lengur hvunn- dagsvara, sjaldan flug og aðrar samgöngur nærri óþekktar; sem sagt ekki neitt. Umræðuefniö snerist ekki lengur um það, hvort yrði stór- hríð eða ekki stórhrið næsta dag, heldur miklu fremur um, hvort næsta hiís sæist I birtingu daginn eftir. Hvort hringja þyrfti i nágranna að morgni og biðja hann að moka frá dyrum, eða menn kæmust lit, af eigin ramm- leik. Menn voru löngu hættir að hlusta á veðurfregnir i útvarpi, þær voru nær alltaf eins, Jafnvel að menn grunuðu útvarpið um græsku; þetta væri bara á spólu. Það var frekar aö menn horfðu á veörið i sjónvarpi, einkum eftir aðTommiog Jennihættu, þaögat alltaf hent sig, að sá þriðji úr kompaniinu, þ.e.a.s. Trausti, birtist á skjánum. Hann gat lika spáð vorri daglegu stórhrið á þann hátt, að mönnum væri sólskin i hug á eftir. bennan vetur höfðu tilraunir verið gerðar til samkomuhalds, með hefðbundnum hætti, en að venju keyröi um þverbak, hvað veðráttu snerti, ef eitthvert til- stand var I aðsigi. Atvinnuleysið i landi gekk sinn vanagang, með litlum undan- tekningum. Kaupfélagið á hausnum, að þvi er sagt var, og útgeröarfélagið varla meira en nafn á pappir. Sjóróörar voru að verða óþekkt fyrirbæri; menn spurðu hver annan, hvaö þetta væri, ef bátur sást halda á mið. Þó voru menn fremur bjartsýnir, mest af gömlum vana, þetta hlyti að taka enda með vori. Það var lang-helst að hundarnir i bænum létu sig óveður litlu skipta; voru sperrtastir þegar veðrið var I sinum versta ham. Hvernig skyldu menn þá hafa fariö að, að lifa þessi ósköp af? Jú, menn höfðu sin áhugamál, og stunduðu þau — ,,af inu besta kappi”. Sumir spiluðu og tefldu, aðrir stunduðu iþróttir, ellegar snjómokstur. Menn heimsóttu hver annan og ræddu heims- málin, styrktu brasiliskan út- flutning og kaffiauglýsingar i sjónvarpi. Sumir drukku brenni- vin, og spáðu i hitt kynið. Til voru þeir, sem eyddu fristundum i að búa sig undir vorið, sem kannski kæmi i sumar; voru að gera út- gerðina klára. Fáir dunduöu við að drepast úr leti, en voru þó til. Eins og sést af framanskráöu, er ljóst.að áhugamálin voru ærið misjöfn, og er ætlunin að skoða þau mál öllu nánar i sögukorni þessu. Ég nefndi fyrst spilamennsku og skáklist. Þeim, er þetta tvennt stunduöu, mætti skipta i tvo flokka, þá sem tóku hlutina alvar- lega og hina, sem spiluðu kaffi- stofubrids og tefldu af algerri léttúð. Þessir tveir hópar áttu ekkert sameiginlegt, á þessu sviöi. Þarafleiöandi kom afar sjaldan fyrir, aö þeir leiddu saman hesta sina, og ekki nema út úr algerri neyö, að alvöruspila- menn tækju fúskara i sinn hóp. Frekar var, að sjálfskipaöir meistarar i skák lékju sér að þvi aö sigra minni máttar-, af þvi fóru litlar sögur: meistarinn var ekki að fh'ka þvi, þó hann malaði ein- hvern heilalausan amlóða, og skussinn var heldur ekkert að básúna slikt af augljósum ástæðum. Gjarnan kepptu þessir meistarar, bæði I brids og skák, fyrst sin á milli, og siöar var úr- valiö sent i önnur byggðarlög, til að höggva þar menn i heröar niöur, eða vera höggnir, i þessum andans iþróttum, allt eftir efnum og ástæðum. Nú, svo voru þeir til, Úr litlum bæ sem stunduöu bæði skák og spila- mennsku af alvöru, þeir voru nánast óþolandi. Léttúðarpeyjarnir voru allt öðruvisi. Hittust kannski að kvöldi og tóku þrjár fjórar skákir, tefldu ekki eftir neinu kerfi, gleymdu öllum leikjum jafn- óöum. Spiluöu öllspil, sem þekkt voru, brids, vist, ólsen, kasinu og kana. (Þessi spilaheiti eru bann- orð, hjá meisturunum, að undan- skildu þvi fyrsta). Oft fengu menn sér i glas með spila- mennsku, og þótti gefast vel. Likamlegar iþróttir eru furðu- legt fyrirbæri. Þeim sem efast um réttmæti þessarar staðhæf- ingar, er bent á að horfa á fót- bolta. Þar hlaupa tuttugu og tveir menn á eftir sömu tuðrunni og reyna að ná henni. Ef einhverjum tekst það, þá flýtir hann sér að sparka hennifrá sér, til þess eins, að byrja aftur að elta. Þar að auki, er einn maður i viöbót á vellinum, svartklæddur. Viö hann má boltinn ekki koma. Enda hleypur hann yfirleitt, út og suður, eins og fjandinn sé á hælum hans, en boltinn eltir. Þeim sem finnst svona fifla- gangur eðlilegur, og jafnvel skemmtilegur, þeim er ekki við- bjargandi. Þetta var nú smá útúrdúr, en ef grannt er skoðað, finnast i þessari lýsingu grundvallaratriði bolta- iþrótta, þar meö talinn tennis og badminton. Tennis, bandminton og blak (sem mig minnir að heiti fljúgbolti á færeysku), voru þær iþróttir sem áttu mestu fylgi að fagna að vetrarlagi. Voru margir mjög áhugasamir, óðu snjó i klof langar leiðir, i veðri sem annars heföi talist ófært, til aö elta knött af einhverju tagi eina kvöldstund. Engu skipti heldur, hvort menn hlytu meiðsl af. Menn sneru ökkla, möröust, jafnvel brákuðu bein, en enginn var meiri hetja, en sá eða sú, sem mætti á öörum fæti til leiks. Kvenfólk og börn brugðu sér stundum á skauta eöa skiði. Hjá þeim fullorðnu var þetta nú meira til að sýnast en af áhuga á þessum hánorrænu iþróttum, enda litill hasar á feröum. Fáir karlmenn gerðu sig að athlægi, með þvi aö láta sjá sig á skauta- svelli aða skiðabrekku. Nú, ég nefndi iþróttir og snjó- mokstur i sömu málsgrein. Snjó- mokstur hefur, mér vitanlega, aldrei verið keppnisiþrótt. Þó átti hún sér valinn hóp traustra fylgismanna i bænum. Þetta voru yfirleitt kyrrsetumenn i starfi. Þeireyddu matar- og kaffitimum i snjómokstur, svo og fridögum. Þeir mokuðu göng fyrir bila, tfl og frá, tröppur i skafla, frá dyrum og gluggum, hreinsuðu stéttir o.s.frv. Yfirleitt var tals- vert félagslyndi i þessu harð- snúna liði. Þyrfti einn þeirra, að ná bilnum sinum suður úr göt- unni þá tóku þeir höndum saman og mokuðu bilnum göng suður úr götunni. Skipti þá ekki máli, þó norðurleiðin væri greiðfær. Ef einhver þeirra ákvað, að halda stéttinni auöri, til að mynda einn laugardag, þá var það gert, þó stórhrið væri, og tæpast nokkur leið að hafa við veðurguðunum. Kannski voru þeir, sem ekki nenntu að standa i snjómokstri, ofurlitið öfundsjúkir, vegna dugnaðar hinna simokandi, allt- énd varð nafnið „skófluvina- félag” fljótt á hvers manns vörum I bænum. Heimsóknir manna á meðal voru tiðar. Raunar er orðið „heimsókn” alltof virðulegt nafn á fyrirbærinu. Húsaráp væri nær lagi. Þetta fólst aðallega i þvl, að menn tóku sig upp eftir hádegis- matinn og röltu til kunningja. Eftir verulega kaffidrykkju og mikiö kjaftæði, var kvatt og fariö til næstu kunningja,og svo koll af kolli. Gifurlegt kaffiþamb og reykingar voru þessu samfara. Umræöuefniö var fjölbreytt, i vissum skilningi. Stundum voru heimsmálin krufin til mergjar, oftast fengu sjónvarpið og raf- veiturnar sinn skammt af böl- bænum (sárasjaldan hrós), það var spjallað um virkjunarmál, atvinnumál og atvinnuleysismál, um það hvort væri verið að kaupa togara tilÞórshafnar eða tslands, gert grin aö nágrannanum o.s.frv. Enn er ótalið þaö sem hæst ber: nefnilega kjaftasögur. Þaö eru sem sé ekki rithöfundar á lista-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.